Spéhræðsla Íslendinga

Öfgar þjóðarsálar okkar sveiflast á milli ,,Ísland best í heimi" og ,,Ísland er ónýtt í samanburði við aðrar þjóðir."

Öfgarnar stafa af landlægri spéhræðslu um hvað útlendingum finnst um land og þjóð. Viðkvæmni fyrir orðspori þjóðarinnar er ekki ný af nálinni. Arngrímur lærði skrifaði á 16. öld varnarrit vegna þess að honum þótti útlendingar bera landið út.

Í dag sjá samlandar okkar um að bera út Ísland. Við því er ekkert að segja, það er málfrelsi og sérhver má þjóna sínu eðli.

Ísland er hvorki verst í heimi né er það ónýtt. Við erum hversdagslegt fólk í landi sem öldum saman var á mörkum hins byggilega heims. Forfeður okkar lifðu af, við njótum hagfelldari tíðar og tækni sem gerir landið giska ágætt ábúðar.

Við ættum að venja okkur af spéhræðslunni. Hún ætti að fá sama sess og íslenski afdalabóndinn; sniðugt fyrirbæri sem tilheyrir fortíðinni.


mbl.is Ímynd Íslands ólöskuð að mestu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 ER nokkuð tímabelti á milli spésins og grobbsins hjá þjóðarsálinn? Merkilegt hvað þetta landæga ætlar að verða lífseigt. Allt skrifast þetta á einhverja skömm vegna fámennis og fátæktar,en nokkrar stórþjóðir líða fyrir sína skömm,eins og Þjóðverjar fyrir holocaust.En hver man ekki eftir að finna fyrir þessari óþægilegu kennd sjálfs sín,þegar augu í hnakkanum hefði þurft til að passa upp á beina sauma á silkisokkunum. Spéhræðslan er út í móa!

Helga Kristjánsdóttir, 11.4.2016 kl. 19:46

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það er kannski þroskamerki að maður heyrir ekki útlendinga spurða lengur í fjölmiðlum eins og mjög oft var gert áður: "How do you like Iceland?"

Wilhelm Emilsson, 11.4.2016 kl. 19:54

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er rétt hjá þér Páll auðvitað er það spéhræðsla að halda alltaf að allra augu beinist að þér. Að sama skapi má ekki Íslendingur pissa utan i vegg í útlöndum án þess að það verði fréttaefni hér heima. Smæðin og fæðin eiga drjúgan þátt í sveiflunni og pólitíkin spilar svo undir á flautu. 

En þetta spilar líka saman við það sem Jón Daníelsson kallar -of mikla áherslu á magn menntunar- án tillits til gæða henna. Hér halda menn að "próf" sé mælikvarði á menntun, Þegar hvaða auli sem er getur náð prófum með öllum þeim undanþágum og stoðkennslu sem flæðir um menntakerfið. Með þessu hafa hæfileikar og geta verið gengisfellt á Íslandi.

Ragnhildur Kolka, 12.4.2016 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband