Erlendir bakhjarlar Samfylkingar

Erlend huldufélög leigja Samfylkingunni húsnæði undir höfuðstöðvar flokksins. Formaðurinn kemur af fjöllum, segist ekkert vita hverjir eiga huldufélögin í útlöndum sem hýsa Samfylkinguna.

Það samrýmist illa að gera kröfu um siðbót í stjórnmálum og samtímis fela bakhjarla sína undir erlendri kennitölu.

Samfylkingin hlýtur að gera hreint fyrir sínum yrum tilkynna alþjóð hverjir eigendurnir eru og útskýra hvers vegna eignarhaldi á höfuðstöðvum flokksins er haldið leyndu.


mbl.is Þekkir ekki eignarhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvad aetli leigan sé há? Jóhannes Kr. í málid!

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 11.4.2016 kl. 07:30

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jóhannes Kr., fer ekki að grafa upp skít um eigin flokk........

Jóhann Elíasson, 11.4.2016 kl. 10:34

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Og varla tekur RÚV að sér að fjalla um meint tengsl SF við félög í vafasömum viðskiptum frown

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.4.2016 kl. 11:40

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

162/2006: Lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra - 1. málsl. 5. mgr. 6. gr.:

"Óheimilt er að veita viðtöku framlögum frá erlendum ríkisborgurum, fyrirtækjum eða öðrum aðilum sem skráðir eru í öðrum löndum."

162/2006: Lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra - 2. málsl. 4. tl. 1. mgr. 2. gr.:

"Til framlaga í þessum skilningi teljast allir afslættir af markaðsverði, ívilnanir og eftirgjöf, þar með taldir afslættir af markaðsverði auglýsinga, eftirgjöf eftirstöðva skulda, óvenjuleg lánakjör o.s.frv. ..."

Guðmundur Ásgeirsson, 11.4.2016 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband