Hæfasti einstaklingurinn í pólitík

Hæfasti einstaklingurinn á að verða ráðherra, segir Heimdallur félag ungra sjálfstæðismanna, en ekki hæfasti Sunnlendingurinn eða hæfasta konan. Rökin eru þessi

Ein­stak­ling­ar eiga að vera metn­ir að eig­in verðleik­um, en ekki á grund­velli eig­in­leika sem þeir hafa enga stjórn á.

Víst er það rétt hjá Heimdellingum að fólk skuli metið af verðleikum. En að velja ,,hæfasta einstaklinginn" út frá verðleikum hans sjálfs er sjaldnast hægt og aldrei í pólitík.

Það má rökstyðja þessa niðurstöðu með hugartilraun. Ef valið stæði á milli móður Theresu, Indiru Gandhi og Alexanders mikla í ráðherraembætti í staðleysulandi, hvert þeirra ætti að velja? Verðleikar allra eru ótvíræðir en ómögulegt er að velja á milli nema jafnframt hafa í huga pólitískar aðstæður í staðleysulandinu.

Ísland er ekki staðleysuland heldur býsna raunverulegt og harla gott samfélag. Í þingflokki Sjálfstæðisflokksins eru margir sem gætu sómt sér sem ráðherra innanríkismála. En af þeim er Unnur Brá Konráðsdóttir besti kosturinn.

Unnur Brá er vinnusamur eftirhrunsstjórnmálamaður með jarðtengingu í sveitarstjórnarmál; skelegg í málflutningi og með traustar skoðanir í grundvallarmálum. Við þurfum þannig ráðherra.

 


mbl.is Bjarni velji hæfasta einstaklinginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan er gulls ígildi - kemur afsökun frá ESB-sinnum?

Íslenska krónan bjargaði okkur í hruninu með því að taka höggið þegar bankarnir hrundu. Írar bjuggu við evru, gátu ekki látið gjaldmiðilinn falla, og tóku hörmungarnar út með 15 til 20 prósent atvinnuleysi og ríkisskuldum sem endast fram eftir öldinni.

ESB-sinnar hömuðust lengi vel á krónunni og fundu henni allt til foráttu. Þá var nú betra, sögðu þeir, að búa við evru. Nú er svo komið að helst þyrfti að afnema evruna í reiðufé til að hægt sé að setja hana mínusvexti á bankareikningum, - svo að bjarga megi efnahagskerfi Evrópusambandsins.

ESB-sinnar skulda krónunni afsökunarbeiðni.

 


mbl.is Bregðast þarf við 1% verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unnur Brá góður ráðherrakostur

Unnur Brá Konráðsdóttir yrði góður kostur í embætti innanríkisráðherra. Unnur Brá hlaut eldskírn sína þegar hún varð þingmaður eftir hrun, í kosningunum 2009.

Hún er sjóuð í sveitarstjórnarmálum og hefur á þingferli sínum sinnt norrænu samstarfi á vettvangi Vestnorræna ráðsins. Þá er Unnur Brá örugg í stærsta álitamáli íslenskra stjórnmála seinni ára; hún var varaformaður Heimssýnar.

Unnur Brá myndi sóma sér vel við ríkisstjórnarborðið.


mbl.is Skora á Bjarna að velja Unni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband