Hæfasti einstaklingurinn í pólitík

Hæfasti einstaklingurinn á að verða ráðherra, segir Heimdallur félag ungra sjálfstæðismanna, en ekki hæfasti Sunnlendingurinn eða hæfasta konan. Rökin eru þessi

Ein­stak­ling­ar eiga að vera metn­ir að eig­in verðleik­um, en ekki á grund­velli eig­in­leika sem þeir hafa enga stjórn á.

Víst er það rétt hjá Heimdellingum að fólk skuli metið af verðleikum. En að velja ,,hæfasta einstaklinginn" út frá verðleikum hans sjálfs er sjaldnast hægt og aldrei í pólitík.

Það má rökstyðja þessa niðurstöðu með hugartilraun. Ef valið stæði á milli móður Theresu, Indiru Gandhi og Alexanders mikla í ráðherraembætti í staðleysulandi, hvert þeirra ætti að velja? Verðleikar allra eru ótvíræðir en ómögulegt er að velja á milli nema jafnframt hafa í huga pólitískar aðstæður í staðleysulandinu.

Ísland er ekki staðleysuland heldur býsna raunverulegt og harla gott samfélag. Í þingflokki Sjálfstæðisflokksins eru margir sem gætu sómt sér sem ráðherra innanríkismála. En af þeim er Unnur Brá Konráðsdóttir besti kosturinn.

Unnur Brá er vinnusamur eftirhrunsstjórnmálamaður með jarðtengingu í sveitarstjórnarmál; skelegg í málflutningi og með traustar skoðanir í grundvallarmálum. Við þurfum þannig ráðherra.

 


mbl.is Bjarni velji hæfasta einstaklinginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: sleggjuhvellur

Mikilvægt er að ráða hæfasta einstaklinginn.

Þetta er rétt hjá Heimdalli og það er mjög auðvelt að finna hæfasta einstaklinginn..... og gera fyrirtæki hér á landi það á hverjum einasta degi.

Að ráða Unnur Brá væri glapræði og eingöngu til þess gert til að fylla einhverskonar kynjakvóta.

sleggjuhvellur, 26.11.2014 kl. 18:49

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hæfasta einstaklinginn ? er ekki alls óvíst að hann sé að finna í Sjálfstæðisflokknum ?

Jón Ingi Cæsarsson, 26.11.2014 kl. 19:16

3 Smámynd: Elle_

Mér finnst alltaf eins og Hvellur lesi ekki það sem er skrifað (enda ekki skrýtið að hann tali enn um að kjósa um ´viðræður´ við Brussel 3 árum eftir að allar slíkar ´viðræður´ voru komnar á endastöð og hafi í raun alltaf verið stopp vegna stjórnarskrár Íslands). 

Fyrirtækin ráða kannski (og kannski ekki) oft hæfasta manninn fyrir vissa vinnu.  Það þýðir ekki að sá maður sé neitt hæfari en hinir í neinu öðru.  Það var jú augljóslega punktur Páls í pistlinum að um væri að ræða pólitík, en ekki endilega kannski að skipta á bleyjum, eða bara smala köttum eins og flokkur Jóns Inga gerir. 

Elle_, 26.11.2014 kl. 21:01

4 Smámynd: Sólbjörg

Unnur Brá er með betri kostum, ekki vegna kynferðis eða heimahaganna, heldur vegna eigin verðleika. Kynjakvótun gerir ekkert nema viðhalda röngum viðhorfum, er eins og hin hliðin á sama peningnum, þegar karlar voru valdir vegna kynferðis, sem var ekki af hinu góða. En það er hagur allra að kynin vinni saman.

Sólbjörg, 28.11.2014 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband