Krónan er gulls ígildi - kemur afsökun frá ESB-sinnum?

Íslenska krónan bjargaði okkur í hruninu með því að taka höggið þegar bankarnir hrundu. Írar bjuggu við evru, gátu ekki látið gjaldmiðilinn falla, og tóku hörmungarnar út með 15 til 20 prósent atvinnuleysi og ríkisskuldum sem endast fram eftir öldinni.

ESB-sinnar hömuðust lengi vel á krónunni og fundu henni allt til foráttu. Þá var nú betra, sögðu þeir, að búa við evru. Nú er svo komið að helst þyrfti að afnema evruna í reiðufé til að hægt sé að setja hana mínusvexti á bankareikningum, - svo að bjarga megi efnahagskerfi Evrópusambandsins.

ESB-sinnar skulda krónunni afsökunarbeiðni.

 


mbl.is Bregðast þarf við 1% verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ekki afsökunarbeiðni heldur játningu.

Það er efnahagsbrot að rýra krónuna.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.11.2014 kl. 14:55

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Verðbólgan er bara 1% á Íslandi. Verðbólgan er 0,4% á evrusvæðinu samkvæmt síðustu mælingu Eurostat.

Ég held Páll að þú þurfir að punga út svo sem tveim bókum af afsökunarbeiðnum til þeirra sem vilja taka upp evruna sem gjaldmiðil á Íslandi með aðild að Evrópusambandinu.

Þú ert einnig að nota meðaltal atvinnuleysistölur. Í sumum aðildarríkjum Evrópusambandsins er atvinnuleysi frá 4 - 6%, mismunandi eftir ríkjum eins og búast má við.

Jón Frímann Jónsson, 26.11.2014 kl. 19:19

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Verðbólgan á evrusvæðinu er líka mismunandi eftir ríkjum. Evran getur ekki verið "sameiginleg" orsök lágrar verðbólgu í sumum þeirra og öðrum ekki.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.11.2014 kl. 19:32

4 Smámynd: Elle_

Við skulum ekki gleyma að ríkisskuldir Írlands fram eftir öldinni voru líka vegna þvingana frá Brussel um að írska ríkið tæki á sig skuldir bankanna, ríkisábyrgð á skuldunum, nokkurs konar ICESAVE sem sama samband ætlaði okkur.

Elle_, 27.11.2014 kl. 00:03

5 Smámynd: Óskar

Það þarf einhver að segja Páli að Islendingar hafa einir vestrænna þjóða þurft að búa við GJALDEYRISHÖFT í 5 ár.

Óskar, 29.11.2014 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband