Ísland með vinningsstöðu í Icesave

Beiting hryðjuverkalaga gegn Kaupþingi þegar Landsbankinn var kominn í þrot þverbrýtur meginreglur Evrópska efnahagssvæðisins. Aðgerð breskra stjórnvalda er viðlíka og stinga Jóni í steininn með þeim rökum að hann búi í sömu götu og Hans þjófur.

Eftirfarandi er einkar athyglisvert í frétt Telegraph

It is understood that the British arm of Kaupthing came very close to surviving the crash that sank the Icelandic economy.
But the UK was eventually forced to freeze Kaupthing's assets in the days before its collapse amid fears that money could be transferred back to Iceland.

Þegar rennur upp fyrir alþjóð að Bretar hafi gengið fram með ofstopa í engu samhengi við tilefnið er morgunljóst að viðspyrna okkar gegn Bretum er til muna betri en íslensk stjórnvöld láta í veðri vaka.

 


mbl.is Töldu Edge-reikninga jákvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Viðspyrna íslenskra stjórnvalda er engin því hún er ekki á bandi Íslendinga. Við erum með ríkisstjórn sem vinnur á móti okkar hagsmunum.

Halla Rut , 3.1.2010 kl. 22:10

2 identicon

Hef sagt þetta áður og tel ástæðu til að minna á það aftur:

Græðgis-kapítalismi undangenginna 10 ára er að hrynja út um allan heim.  Þess vegna skilur hið venjulega fólk, hvort sem það býr í Bretlandi, Hollandi eða Íslandi, að við þurfum að hafa dug til að byrja að hugsa upp á nýtt, óháð múlbindingi flokks-skírteina, óháð blindum sérhagsmunum. 

Margar viðteknar stofnanir ríkisins og valdakerfisins hafa sofið á verðinum.  Þær verða að vakna og spyrja sig gagnrýninna spurninga um hvað þeim var ætlað að sinna, hvert hlutverk og markmið þess áttu að vera. 

Þessar stofnanir eru td. Alþingi, dómstólar, stjórnmálaflokkar, fjármálastofnanir, stofnanir atvinnulífsins (SA og ASÍ innifalið) og síðast en ekki síst fjölmiðlar.  Þangað til þessar stofnanir vakna af sofandahætti sínum getum við ekki annað en sett spurningarmerki við tilverurétt þeirra.

Við erum hvorki meira né minna að spyrja um sjálfa hornsteina lýðræðisins.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 23:03

3 Smámynd: Eygló

Hefðum við ekki gert það sama í þeirra sporum, með sömu tækifæri?

Eygló, 3.1.2010 kl. 23:34

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þeir sem aldrei hafa verið í öðru en tapliðum gera sér seint grein fyrir því þegar þeir eru komnir í vinningsstöðu.... því er ólíklegt að ríkisstjórnarflokkarnir, ráðherrar og aðstoðarmenn þeirra átti sig nokkurn tíma á því þegar það loks gerist og neiti að horfast í augu við það....

Ríkisstjórnin er búin að ákveða það að tapa þessu máli fyrir þá ánægju eina að refsa Sjálfstæðisflokki og Framsókn en virðast gleyma því að á sama tíma eru þeir í raun að refsa sjálfum sér og þjóðinni líka....

Ómar Bjarki Smárason, 3.1.2010 kl. 23:41

5 Smámynd: Elle_

Hefðum við ekki gert það sama í þeirra sporum, með sömu tækifæri?

Nei, við hefðum ekki sættst á Icesave.  Nema þeir sem ætla fyrst og fremst að halda völdum hvað sem það kostar okkur.  

Elle_, 4.1.2010 kl. 00:19

6 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þetta er fín þráskák hjá okkur við Bretana - svo framarlega sem forsetinn leiki ekki af sér í næsta leik.

Vísi forsetinn málinu í þjóðaratkvæði - þá er hann samkvæmur sjálfum sér - og þriðja samningalota málsins getur þá hafist.

Ég mæli með að leitað verði til Evu Joly með að leiða samningaviðræður fyrir okakr hönd. Hún er vel að sér í refsilöggjöf UK og þekkir líka til færustu lögmanna í Breskum refsirétti.

Sókn er besta vörnin og með því að tefla sókn við samningaborðið - að teki veðri tillit til skaðans sem beiting hryðjuverkalaganna olli hérlendis  gagnvart:

  1. Kaupþingi
  2. Landsbankanum
  3. Ríkissjóði
  4. Almenningi
  5. Gengishruni krónunnar
  6. o.fl.....

Samtals er þetta trúlega tjón sem samsvarar öllu Icesave málinu.... 

Eftir að þjóðin fellir Icesave samninga II ( eða ríkisstjórnin ógildir lögin vísi forsetinn málinu í þjóðaratkvæði) ....

Þá getum við hafið þriðju samningalotuna með markvissri sókn á Bretana - þ.e ef okkur ber gæfu til að leita til Evu Joly til að leiða þriðju viðræðurnar....

Það hljóta allir að geta verið sáttir við það. Hún nýtur almenns trausts  

Kristinn Pétursson, 4.1.2010 kl. 00:39

7 identicon

Það flækir málið full mikið fyrir þjóðina að ríkisstjórnin vill fara sem verst út úr málinu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 02:50

8 Smámynd: Eygló

ElleE - Þetta var ekki alveg skýrt hjá mér, ég átti við beitingu laganna. Ég hefði gert það til að reyna að koma í veg fyrir peningastraum úr landi.

Eygló, 4.1.2010 kl. 05:09

9 Smámynd: Elle_

Ok, Eygló, meðtekið og takk fyrir það.

Elle_, 4.1.2010 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband