Ný ríkisstjórn í þinghlé

Þinghlé er til 26. janúar og þann tíma á að nota í myndun nýrrar ríkisstjórnar. Eftir að forsetinn synjar staðfestingu fjölmiðla...afsakið, Icesave-frumvarpsins, er málið dautt. Ríkisstjórnin dregur frumvarpið tilbaka og segir af sér.

Spurningin er hvort Vinstri grænir eigi einir að sitja í starfsstjórn fram að kosningum eða hvort Framsókn ætti að fara með. Í báðum tilvikum myndi Sjálfstæðisflokkur veita hlutleysi.

Í ljósi þess að Vinstri grænir og Framsóknarflokkur ættu í reynd heima í sama flokknum væri æskilegt að þeir mynduðu saman stjórn. Hagur Sjálfstæðisflokksins er að hann fær tíma til að endurnýja sig, fólk eins og Birgir Ármannsson og Unnur Brá Konráðsdóttir eiga að taka við mannaforráðum í flokknum.

Samfylkingin fær tíma til að ákveða framtíð sína eftir Jóhönnu.

Forsetinn gerir þjóð sinni greiða með synjuninni og stígur sáttaskref. 


mbl.is Ekki algert klukkutíma- eða dagaspursmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Vona að þú fáir ekki oft svona órakennt flæði hugmynda. Það getur ekki verið nokkrum manni hollt. Að setja á blað viðhorf þar sem óskað er eftir því að allt þróist hér á versta veg er auðvitað merki um sjálfseyðingarhvöt. Eða hvað? 

Eins og Steingrímur sagði í radíóinu í morgun var 2008 ár hrunsins, 2009 var ár rústabjörgunar og 2010 verður ár uppbyggingar. Icesave málið er frá.  Ef við eigum að kjósa í þjóðaratkvæði um Icesave samninginn þá þarf að kjósa um marga fleiri þætti rústabjörgunarinnar.

-Viljum við taka á okkur gjaldþrot Seðlabankans upp á 300 milljarða?

-Viljum við taka á okkur hækkanir vegna gengisfellingar?

-Viljum við taka á okkur hækkanir vegna verðtrygginga?

-Viljum við taka á okkur kostnað vegna endurreisnar bankana?

Viljum við yfir höfuð gera upp sóunarskeiðið og græðgisvæðinguna. Íslenska efnahagsundrið þarf ekki að kosta okkur meira heldur en að færast efnahagslega um áratug aftur í tímann, ef vel er haldið á spilunum.

Því miður einkennast skrif þín af því að leita uppi drauga og mála skratta á veggi. Fátt er um vel ígrundaðar lausnir eða að benda á þær leiðir sem gætu reynst bestar og farsælastar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.1.2010 kl. 17:55

2 Smámynd: Elle_

-Viljum við taka á okkur gjaldþrot Seðlabankans upp á 300 milljarða?

Gjaldþroti getur ekki verið líkt við ólöglegt Icesave og Icesave er niðurlægjandi fjárkúgun.  Gjaldþrot er annars eðlis.  Og ég sé enga skratta á veggnum i pistlinum.

Elle_, 3.1.2010 kl. 18:08

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Er það ekki niðurlægjandi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi einkavinavætt helsta banka Landsins sem leiddi af sér spilaborg og efnahagshrun? Er það ekki niðurlægjandi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi troðið yfirformanninum í stöðu seðlabankastjóra og gert hann gjaldþrota?

Ég krefst þess að það verði sett í þjóðaratkvæði hvort almenningur eða Sjálfstæðisflokkurinn eigi að borga fyrir Icesave og þrot Seðlabankans.

-Það er stærsta spurningin í uppgjörinu á Íslandi

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.1.2010 kl. 18:18

4 Smámynd: Elle_

Hvað gerði Seðlabankann gjaldþrota???  Vitum við það nokkuð hvort rangt var haldið á málum innan Seðlabankans???  Hvað með menn innan bankanna, voru það ekki þeir sem hvolfdu öllu???   Og hvað með Fjármálaeftirlitið? 

Elle_, 3.1.2010 kl. 18:28

5 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Það er engin ástæða fyrir ríkisstjórnina að segja af sér. Það er aðeins blautur draumur FramsóknarSjálfstæðisflokksins, sem þú virðist vera endanlega genginn í björg hjá.

Svala Jónsdóttir, 3.1.2010 kl. 18:56

6 identicon

Sæll.

Ég held að núverandi ríkisstjórn muni sitja þó Ólafur neiti að staðfesta lögin, við höfum séð hve langt Vg eru tilbúin að ganga til að vera í ríkisstjórn. Hafa þau ekki svikið nánast allt sem þau lofuðu? Stólarnir og völdin eru það eina sem þessu liði er umhugað um!! Ég vona að ríkisstjórnin fari sem fyrst enda ljóst að hún ræður ekki neitt við neitt. Hvenær ætla vinstri menn að átta sig á því hve skaðlegar skattahækkanir eru?

Ég er alveg sammála ElleE. Það má ekki rugla saman óskyldum málum með því að vera að draga milljarðatap Seðlabankans inn í Icesave. Það tap var auðvitað afskaplega slæmt en við skulum bíða eftir skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Gagnrýndu vinstri menn SÍ ekki kröftuglega á meðan Dabbi var þar fyrir háa stýrivexti? Stýrivextir hér eru margfalt hærri en í kringum okkur. Nú er ekki sett út á þá?! Sjálfstæðisflokkurinn gerði SÍ ekki gjaldþrota, stjórnendur viðskiptabankanna hegðu sér gáleysislega. Er það líka Sjálfstæðisflokknum (og Dabba) að kenna að Englandsbanki tapar sennilega um 17000 milljörðum króna? Áður en við fullyrðum um Dabba, sjallana og SÍ skulum við bíða eftir skýrslu rannsóknarefndar Alþingis.

Af hverju ætti Sjálfstæðisflokkurinn að borga fyrir Icesave? Ættu þá ekki Repúblikanar í USA að borga Bretum (og líka Íslendingum því íslensku bankarnir töpuðu peningum á fall þess banka) mikla peninga vegna falls Lehmann Bros?

Nei Gunnlaugur, við viljum ábyggilega ekki taka á okkur tap SÍ en höfum við val? Varðandi Icesave höfum við val og meirihluti þjóðarinnar virðist ekki vilja gangast undir skuld sem okkur ber ekki að greiða. Ef ég rek fyrirtæki sem fer á hausinn í Bretlandi kemur það þér ekkert við, þú átt ekki að bera mitt tap. Augljóslega tókst einkavæðing bankanna illa en það er ekki neinum stjórnmálaflokki að kenna að svo fór sem fór. Er það Vg kenna ef ég keyri fullur? Er það lögreglunni að kenna ef ég keyri fullur? Lítum til annarra landa. Í Bretlandi stjórnar Verkamannaflokkurinn og þar eru margir bankar í kröggum. Í USA stjórnuðu Repúblikanar. Hvað eiga Verkam.fl. og Repúbl. sameiginlegt? Svarið er ekkert!! Í USA fóru um 130 bankar á hausinn á síðasta ári.

Þessi kreppa sem við erum í núna er tilkomin vegna vanþekkar í hagfræði (sem ætti ásamt lögfræði að heita hagspeki og lögspeki sbr. stjörnuspeki vs. stjörnufræði), sú vanþekking er alþjóðleg og er afleiðing of lágra stýrivaxta, of lítillar bindiskyldu og sjálfsagt mannlegrar græðgi líka. Vilja menn kannski kenna sjöllunum og Dabba um heimskreppuna? Það er í lagi mín vegna en viðkomandi skulu ekki ætlast til að vera teknir alvarlega af öðrum.  

Afstaða Steingríms til Icesave sýnir að hann hefur ekki gripsvit á fjármálum. Hvernig ætla menn að byggja hér eitthvað upp með mörg hundruð milljarða skuld á bakinu? Skuldir þarf að borga, það ættum við að hafa lært undanfarin ár. Skv. Icesave eigum við að byrja að borga 2016 eða svo og nú lítur út fyrir að við borgum 45 milljarða á ári þá árum saman. Rekstur LSH kostar okkur um 30 milljarða á ári núna. Það er ekkert sem bendir til þess að við höfum efni á að borga 45 milljarða á ári í gjaldeyri til Breta og Hollendinga árum saman (nema við viljum vera eins og Albanía). Þá rætist sjálfsagt gamall kommúnistadraumur margra, við verðum öll jöfn í fátækt!!

Svo vona ég að menn haldi áfram að setja þrýsting á Arionbanka að taka ekki tilboði fyrrum eigenda 1998 ehf. enda þeir með mjög flekkaðan feril. Það mál má heldur ekki gleymast!!! Við verðum að fá alvöru samkeppni á matvörumarkaðinn hér.

Jon (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 20:46

7 identicon

Páll Vilhjálmsson kemur ekkert á óvart núna !

Auðvitað á ICESAVE liðið að borga ICESAVE skuldir.   ICESAVE liðið var allt innan veggja Valhallar !  Hvers vegna er ekki búið að kyrrsetja eigur ICESAVE liðsins ? Getur verið að hagsmunir einhverra  fari saman með ICESAVE liðinu ?

Fjáraustur úr seðlabankanum, þegar sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði honum , hlýtur að vera áhugavert rannsóknarefni ?

Annars er spillingin svo mikil hér í þessu landi, þá hugsar maður allt upp á nýtt !

Er Páll Vilhjálmsson leigupenni  ?

Getur það verið ?

JR (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 22:04

8 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Blautir draumar, skrifar Svala, en við erum sammála einu sinni á ári, og JR spyr hvort ég sé leigupenni.

Ég hef fulla samúð með hugaræsingi samfylkingarfólks. Vonandi tilkynnir forsetinn þegar á morgun að hann neiti að skrifa undir lögin. Styttist þá í blautdraumaleigupennakosningar.

Gaman lesa ykkur öll. 

Páll Vilhjálmsson, 3.1.2010 kl. 22:09

9 identicon

Græðgis-kapítalismi undangenginna 10 ára er að hrynja út um allan heim.  Þess vegna skilur hið venjulega fólk, hvort sem það býr í Bretlandi, Hollandi eða Íslandi, að við þurfum að hafa dug til að byrja að hugsa upp á nýtt, óháð múlbindingi flokks-skírteina, óháð blindum sérhagsmunum. 

Margar viðteknar stofnanir ríkisins og valdakerfisins hafa sofið á verðinum.  Þær verða að vakna og spyrja sig gagnrýninna spurninga um hvað þeim var ætlað að sinna, hvert hlutverk og markmið þess áttu að vera. 

Þessar stofnanir eru td. Alþingi, dómstólar, stjórnmálaflokkar, fjármálastofnanir, stofnanir atvinnulífsins (SA og ASÍ innifalið) og síðast en ekki síst fjölmiðlar.  Þangað til þessar stofnanir vakna af sofandahætti sínum getum við ekki annað en sett spurningarmerki við tilverurétt þeirra.

Við erum hvorki meira né minna að spyrja um sjálfa hornsteina lýðræðisins.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 22:22

10 identicon

Hefur einhver bent á eitthvað sem Landsbankamenn brutu af sér samkvæmt lögum í Icesave útgerðinni?

Hvað með að embættis og eða stjórnmálamenn, hafa þeir verið kærið fyrir að hafa brotið lög eða að sinna ekki skyldum sínum?

Hefur einhver getað lagt fram eitthvað sem sýnir og sannar að þjóðin skuldi eitthvað af því sem bresk, hollensk og íslensk stjórnvöld vilja að þjóðin greiðir eftir fölsuðum reikningi?

Fyrir söguskýringaráhugamenn er gott að geta að fyrsti bankinn sem féll og varð þess valdandi að spilaborgin hrundi hét/heitir Glitnir/Íslandsbankinn.  Hann var ekki einkavæddur samkvæmt EES reglum sem Samfylkingin ber  ábyrgðina á eins og hinir, heldur var hann í einkaeign fyrir.

 Icesave málinu er fáránlegt að stilla upp sem einhver skemmdar og hermdarverk stjórnarandstöðuflokkanna gegn stjórnvöldum.  Andstaða þjóðarinnar við samningshroðavinnubrögðunum nær langt afturfyrir núverandi stjórnarmyndun.  Andstaðan við að gefast upp fyrir Bretum og Hollendingum nær allt frá upphafi hryðjuverkalagasetningar Breta þegar InDefence var stofnað, og þegar Davíð sagði að "þjóðin ætlaði ekki að borga skuldir óreiðumanna."  Þá voru Sjálfstæðismenn og Samfylkingin við stjórn og hófu Icesave hörmungarferlið og þjóðin var jafn mikið á móti því sem var að gerast þá og nú.  70% atkvæðabæra Íslendinga geta varla verið að taka þátt í þeim pólitíska drulluslag sem stjórnarliðið í örvæntingu sinni reyna að klína á kannanir og undirskriftarsöfnunina.  Flestum er örugglega slétt sama að sjúklingurinn drepst núna eða eitthvað seinna.  Enda mælt kjörfylgi stjórnarandstöðuflokkanna hvað Icesave ruglið þeirra varðar, langt undir því sem flokkarnir fengu í kosningunum.  Tæplega helmingur kjósenda stjórnarflokkana hafa snúið baki við þá og hafna Icesave landráðstilrauninni.  Stjórnarflokkarnir hafa meira en nóg af óleysanlegum vandamálum og innbyrðis átökum, sem tryggir að engir aðrir en þeir sjálfir ættu að þurfa að slökkva á pólitísku hjarta, lungna og öndunarvélinni sem stjórnarsamstarfið hefur verið í frá fyrsta degi.

Einu flokkarnir sem hafa staðið sig í Icesave andstöðunni er Hreyfingin og Framsóknarflokkurinn.  Þeir eiga heiðurinn að bjarga því sem bjargað verður.  Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið eins og barinn hundur, og gert meira ógagn en gagn í að berjast með þjóðinni gegn landráðsáformum stjórnvalda og aðeins 30% kosningabæra stuðningsmanna þeirra í því.  Sjálfstæðisflokkur mun fara örlítið skárra út en Vinstri græn fyrir óþverraskapinn, en Samfylkingardraslinu má henda á haugana.  Enda búnir að fremja pólitískt fjöldasjálfsmorð.  Best væri að stjórnardruslan geispaði golunni með Icesave, svo að skaðinn verði ekki meiri en nauðsynlegt er.

Það er 70% kosningabæra landsmanna sem krefst að fá að kjósa um ágæti "glæsilegs samnings" stjórnvalda.  60 þúsund kosningabæra landsmanna fer fram á að forsetinn hafni samningnum.  Engir nema stjórnvöld og þeirra áhangendur eru búnir að tapa málinu fyrirfram að þeirra mati.  Það veit á gott.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 01:38

11 Smámynd: Elle_

Gagnrýndu vinstri menn SÍ ekki kröftuglega á meðan Dabbi var þar fyrir háa stýrivexti? Stýrivextir hér eru margfalt hærri en í kringum okkur. Nú er ekki sett út á þá?!

Já, akkúrat, nú eru háir stýrivextir víst nauðsynlegir. 

Er það Vg kenna ef ég keyri fullur? Er það lögreglunni að kenna ef ég keyri fullur? 

Stjórnarflokkarnir segðu örugglega að það væri Davíð og stjórnarandstöðunni að kenna og þessi vitleysa er gengin of langt að kenna einum manni um hvort það rignir eður ei.   Og gott dæmið hjá Jon með Lehman Brothers.

Fyrir söguskýringaráhugamenn er gott að geta að fyrsti bankinn sem féll og varð þess valdandi að spilaborgin hrundi hét/heitir Glitnir/Íslandsbankinn.  

Fólk sem kennir einkavæðingunni um fall bankanna eru og hafa verið að vaða reyk og datt þetta örugglega ekki í hug sem Guðmundur kemur með þarna.  Hefur ekki núverandi Icesave-stjórn líka verið að einkavæða á fullu og við vitum ekki einu sinni til hverra???

Og það er satt hjá Pétri Erni að fjöldi stofnana svaf á verðinum.   

Elle_, 4.1.2010 kl. 15:08

12 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er ótrúlegt að kunna ekki að skammast sín fyrir græðgisvæðinguna og spilaborgina sem byggð var upp undir merkjum kvótakerfis og íslensks efnahagsundurs þeirra Hannesar og Davíðs.

En huldumaður (ElleE), þú munt sjá í rannsóknarskýrslunni sem birt verður í næsta mánuði að hinn eini sanni Iceslave flokkur er Sjálfstæðisflokkurinn. Sök hans er stærst og mest.

Ef þú átt erfitt með að kyngja hlut Davíðs Oddssonar í þessu ferli að þá má benda þér á að hann var gerandi og eftirlit í allri þessari þróun. Enginn einn einstaklingur ber meiri ábyrgð.

Gunnlaugur B Ólafsson, 4.1.2010 kl. 18:51

13 Smámynd: Elle_

Það er ótrúlegt að kunna ekki að skammast sín fyrir græðgisvæðinguna og spilaborgina sem byggð var upp undir merkjum kvótakerfis og íslensks efnahagsundurs þeirra Hannesar og Davíðs.

Gunnlaugur, veit ekki hvort þú meinar mig þarna, hins vegar veit ég ekki hvað ég ætti að skammast mín fyrir.  Ef þú meinar mig, hef ég ekkert með Sjálfstæðisflokkinn að gera.   Það finnst mér þó gengið fáránlega langt að kenna Davið um alla skapaða hluti og veit EKKERT hvort hann olli neinum mistökum í SÍ og get ekki dæmt manninn út í loftið án nokkurra raka og vil ekki hlusta á það heldur að fólk sé dæmt án raka. 

Hins vegar veit ég vel hvað stjórnarliðar hafa verið óforskammaðir við að klína öllum sínum Icesave-myrkraverkum upp á fyrri flokka og það stendst enga skoðun.   Núverandi stjórnarflokkar hafa blekkt og logið og það er ekki erfitt að sjá.   Sjálf kaus ég VG því ég hélt Steingrímur J. Sigfússon og VG í heild væru heiðarlegt og traust fólk, en viti menn, nei, allt hefur verið svikið nema af 2 mönnum. 

Og ég er enginn huldumaður.  

Elle_, 4.1.2010 kl. 20:06

14 Smámynd: Elle_

Og af því þú talar um kvótakerfið, Gunnlaugur, kvótakerfið og valdið vil ég hafa hjá þjóðinni.  Vil ekki einkavæðingu auðlinda og ríkisfyrirtækja og alls ekki flokka- og flokksforingja-vald. 

Elle_, 4.1.2010 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband