Sigmundur Ernir flissar í beinni

Samfylkingarþingmaðurinn Sigmundur Ernir boðar að engin vettlingatök verði tekin á fullveldissinnum í spjallþætti á INN í kvöld. Sjónvarpsfréttamaðurinn fyrrverandi ætlar að bjóða í þáttinn höfuðpáfa ESB-trúboðsins, Eirík Bergmann Einarsson. Eiríkur er sérlega fundvís á rök fyrir inngöngu. Í útvarpsviðtali sagði Eiríkur að ein af ástæða fyrir aðild sé að það yrði auðveldara að versla á netinu þegar við værum orðin ESB-þjóð.

Sigmundur Ernir kynnir spjallþáttinn sinn með bloggi í dag og verður tíðrætt um fliss. Myndband af þingmanninum gekk á YouTube síðsumars þar sem hann flissaði í ræðustól Alþingis. Samfylkingin má vera stolt af þingmanni sem tekur störf sín jafn alvarlega og Sigmundur Ernir.

Sigmundur Ernir gerði vel í að umskíra þáttinn sinn: ESB-fliss.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sigmundur Ernir kastar hanskanum flissandi.

Axel Þór Kolbeinsson, 1.12.2009 kl. 13:19

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sigmundur Ernir er nú sómi Samfylkingarinnar, sverð hennar og skjöldur.  Það verður örugglega svakalegt að fylgjast með þingmanni Norðausturkjördæmis taka okkur afdalamennina í gegn - "hvurs megum við gjalda."

Sigurjón Þórðarson, 1.12.2009 kl. 14:11

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hann kastar vatni. Því eina sem var þar innanborðs. Þurrafúi er sestur að í botnvörpu mannsins sem nær ekki dýpra en sjón varp hans. Botnvörpungur konungur. Hvað myndi gerast ef enginn vildi koma í botnvarp mannsins. Þá yrði hann að láta munnvatnið geisa. Tungufoss í axarskafta hlaupi og viðtæki alla væru í hættu.

Af hverju eru svona menn bara í Samfylkingunni? Óh why?

Gunnar Rögnvaldsson, 1.12.2009 kl. 14:27

4 Smámynd: Elle_

Ég las pistilinn hans og hann er til skammar.  Hann kallar fólk afdalafólk fyrir að vilja sjálfstætt ríki.  Og Sigurjón, hvað ert þú að meina???  Það stenst enga skoðun að kalla fólk afdalafólk fyrir að vilja ekki lokast undir lögum EU sem er bara pínulítill hluti heimsins. 

Elle_, 2.12.2009 kl. 11:02

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

ElleE, mér fannst þetta bara  fyndið  að þingmaður landsbyggðakjördæmis skyldi uppnefna andstæðinga sem afdalafólk, rétt eins og að landsbyggðafólkið í afdölum sé annars flokks.

Sigurjón Þórðarson, 2.12.2009 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband