Foringjaefni þriggja flokka gegn ESB-aðild

Foringjaefni þriggja flokka, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna skrifuðu saman grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag þar sem aðild að Evrópusambandinu er hafnað. Þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason úr Vinstri grænum, Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokki og Vigdís Hauksdóttir Framsóknarflokki hvetja til þverpólitískrar samstöðu gegn aðild.

Íslendingar eru auðug þjóð, rík af náttúruauðlindum auk þess sem mikil tækifæri felast í legu landsins m.a. með tilliti til nýrrar siglingaleiðar um Norðurhöf. Heimssýn okkar er víðari en svo að hún nái aðeins til Evrópu þar sem búa einungis 6% jarðarbúa. Framundan er barátta fyrir fullveldi þjóðarinnar. Með samtakamætti á þverpólitískum grunni næst besti mögulegi árangur í þeirri baráttu. Við hvetjum þá sem eru sammála okkur að skrá sig í Heimssýn og taka virkan þátt í baráttunni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel athugað hjá þeim, "sameinuð stöndum við en sundrum föllum við"

Viskan (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband