Ísland í keðju fullvalda þjóða

Ísland liggur á miðju Atlantshafi og hagsmunum okkar er best borgið með náinni samvinnu við nágranna- og bræðraþjóðir í Grænlandi, Færeyjum og Noregi. Þjóðirnar fjórar mynda keðju fullvalda þjóða á Norður-Atlantshafi sem binda saman tvær heimsálfur, Norður-Ameríku og Evrópu.

Fullveldin fjögur eiga hagsmuna að gæta á norðurslóðum en þar liggja auðlindir sem eru lítt rannsakaðar. Hlýnun jarðar með tilheyrandi samdrætti freðhvolfsins mun á næstu árum auka aðgengi að auðlindum norðurslóða samtímis sem siglingaleið opnast til Asíu. Ásamt fullveldunum fjórum eiga Bandaríkin, Kanada og Rússland aðkomu að norðurslóðum.

Ísland stendur á þröskuldi nýrrar heimsmyndar þar sem þyngdarkraftar Atlantshafsþjóðanna í austri og vestri færast norður á bóginn. Til takast á við breyttan svæðispólitískan veruleika þarf þjóðin að meta stöðu sína í samfélagi þjóðanna upp á nýtt.

Hin þöglu skil í utanríkismálum Íslendinga, þegar bandaríski herinn lokaði starfsstöðvum sínum hér upp úr síðustu aldamótum, leiddu til misskilnings um að Ísland ætti heima í samrunafélagsskap meginlandsríkjanna í austri, Evrópusambandinu. Hagsmunir okkar eru í veigamestu atriðum andstæðir hagsmunum Evrópusambandsins.

Ríkur þáttur í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga var að tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir fiskveiðilandhelginni og að stækka landhelgina. Við inngöngu myndi Evrópusambandið yfirtaka stjórnun fiskveiða í íslenskri lögsögu, sem yrði skilgreind sem samevrópskt hafsvæði. Við inngöngu myndi Evrópusambandið tala fyrir hönd Íslands í málefnum norðurslóða. Sambandið hefur margvíslegra hagsmuna að gæta gagnvart stórveldum í austri og vestri, Bandaríkjunum og Rússlandi. Í viðræðum um norðurslóðir gæti hagsmunatogstreita í Austur-Evrópu eða viðskiptadeilur við Bandaríkin auðveldlega haft áhrif á afstöðu Evrópusambandsins.

Brýnt er að umræða um framtíðarhagsmuni þjóðarinnar komist á dagskrá á þverpólitískum forsendum. Til að skapa svigrúm fyrir slíka umræðu eiga íslensk stjórnvöld að draga tilbaka umsókn sína um inngöngu Íslands í Evrópusambandið.


mbl.is Vilja að ESB-umsókn verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt,vel ritaður pistill.Um þetta snýst einmitt okkar mál á Íslandi.Nei ESB.

Númi (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 21:31

2 Smámynd: Umrenningur

Vel mælt Páll.

Ég tek heilshugar undir með þér.

Íslandi allt

Umrenningur, 30.11.2009 kl. 21:50

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Jamm.

Axel Þór Kolbeinsson, 30.11.2009 kl. 22:47

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þessi stjórn gerir það ekki, verðum að ryðja henni burt.

Helga Kristjánsdóttir, 30.11.2009 kl. 23:08

5 identicon

Páll.

Veit ekki hvernig þið ætlið að ræða eitthvað, nema með einræðu ?

Ekki ætlar þú að fara að hlusta á einhverja utan Íslands ?

Var það ekki aðalmálið, að allir eru svo vondir utan Íslands og vilja bara gera okkur eitthvað illt !

Hvaða ,,klíka" er það sem þú ert núna að þjóna  ??

JR (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 23:29

6 identicon

Þetta er nú líklegast vitlausasti hlutur sem ég hef nokkrun tímann lesið. Svoldið mikið desperate.

Egill (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 23:42

7 identicon

Skoðaðu skilaboðin þín á blogginu mig vantar svar strax.

(IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 08:34

8 identicon

Já þú sérð hversu vel það gengur hjá okkur að vera ein á báti

Ari (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 16:03

9 identicon

Vel skrifaður pistill og tek undir hann. 

ElleE (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 09:37

10 identicon

Tja, nú þykir mér fullveldið hafa fengið nýja merkingu. Grænland og Færeyjar eru fullvalda þjóðir, þótt treysti sér ekki til að reka ríkiskassa sína upp á eigin reikning. Það þykir mér einkennilegt fullveldi! 

Jóhannes (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband