Útrásarklappstýra með ESB-spuna

Evrópusambandið gerir ráð fyrir að þær þjóðir sem vilja inn í sambandið vinni heimavinnuna sína og kynni sér helstu þætti sambandsins. Engri þjóð hefur látið sér til hugar koma að sækja um til að ,,sjá hvað er í pakkanum." Pakkinn er sjálft Evrópusambandið. Þess vegna stundar sambandið ekki samningaviðræður við umsóknarríki heldur er lagt upp aðlögunarferli sem felur í sér að umsóknarríki lagar sig að regluverki sambandsins.

Samfylkingin hefur blekkt þjóðina til að halda að Ísland sé á leið í viðræður við Evrópusambandið. Svo er ekki. Við erum á leið í aðlögun að Evrópusambandinu.

Jón Kaldal ritstjóri Fréttablaðsins gat sér orð sem trúgjörn klappstýra útrásarinnar enda þjálfaður Baugsblaðamaður. Í leiðara í dag tekur hann upp hráan samfylkingaráróður um samningaviðræður við Evrópusambandið.

Barnslegri ákefð  aðildarsinna eftir nýrri blekkingu, þegar sú síðasta er hrunin, minnir á  margt sama fólkið var í útrásarliðinu og vill nú inngöngu í Evrópusambandið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þormar

Virkilega flott hjá þér Páll.

Sigmar Þormar, 17.11.2009 kl. 09:33

2 identicon

Alltaf góður, Páll, og hittir alltaf beint í mark.

Hjákátlegt að heyra yfirlætið og hrokann í þessum ESB-sinnum.  Þeir tala alltaf eins og það sem þeir predika um ESB sé það eina sanna og rétta, en að allt annað séu rangindi byggð á heimsku.  Í svona tilvikum má svo sannarlega segja að hroki og dramb standi til falls.

Steingrímur Fr. Þorvaldsson (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 10:29

3 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Þetta kjarni málsins!

Birgir Viðar Halldórsson, 17.11.2009 kl. 11:19

4 identicon

Hjartanlega sammála.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 11:49

5 identicon

Sorglegt að hér sé svona mikið af fólki sem berst fyrir að selja þjóð sína inn í þetta ólýðræðislega valdsamanþjappaða gerræðislega kommúnistabatterí sem ESB er.  Afskrifa atkvæðisréttinn og tækifæri á að móta eigin framtíð og afhenda stórþjóðum evrópu og kúgurum okkar.

Jóhann (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 19:32

6 identicon

Algerlega sammála öllum að ofan.

ElleE (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband