Hagar og heiðarleiki

Þjóðfundurinn nýliðna helgi sagði heiðarleika mikilvægasta veganesti okkar í endurreisninni. Hagar, sem áður mynduðu kjarnann í Baugi, geta ekki verið hluti af nýju íslensku atvinnulífi ef það á að vera heiðarlegt.

Haga á að brjóta upp enda fáheyrt að ein og sama samsteypan ráði um eða yfir helmingi matvörumarkaðarins.

Ef Nýja Kaupþing ætlar að vera þátttakandi í endurreisninni verður bankinn að haga sér eins og ábyrg fjármálastofnun: Haga verður að brjóta upp og selja til dreifðra eigenda sem hafa hreint siðferðisvottorð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst svolítið undarlegt að ég kann yfirleitt vel að meta málflutnig þinn t.d. í Silfri Egils en síðan skil ég ekkert í því þegar þú skrifar hér. Td.finnst mér þú hálf fanatískur hér í málflutningi þínum gegn ESB. Ég bjó í DK þegar danir gengu í ESB og tók lítið eftir neinum breytingum - að vísu fékk ég sumarvinnu hjá ESB kontórnum í Köben - en það var tilviljun. Sótti bara um á atvinnumiðlun. Held að danir hafi haldið sjálfstæði sínu nokkurn vegin (er að horfa á kosnigar í DK núna - og sé ekki ósjálfstæðið). Tek það fram að ég var á móti inngöngu dana í ESB á sínum tíma - enda ungur og frekar einfaldur (fanatískur) . Kv. Gunnar

Gunnar (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 21:02

2 identicon

,,Þjóðfundurinn nýliðna helgi sagði heiðarleika mikilvægasta veganesti okkar í endurreisninni."

Finnst þér það hljóma sannfærandi með Höllu Tómasdóttir í forsvari ?

(Núna gengur mynband á netinu þar sem hún er í einu aðalhlutverki með Baugsmönnum í Partý)

JR (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 21:47

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú, Halla T. er líklega ekki heppilegasti fulltrúi þjóðfundarins. Við ættum kannski ekki að dæma fundinn ómarktækan þótt Halla hafi verið þar í hlutverki.

Páll Vilhjálmsson, 17.11.2009 kl. 22:16

4 identicon

Halla Tómasdóttir er talskona Jóns Ásgeirs og bara það segir okkur að þessi Þjóðfundur var bara hégómi of sýndarmenska.

Stefán (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 09:37

5 identicon

Hagar hafa ráðið ríkjum í landinu Gunnar og það er orðið óþolandi.  Veit ekki hvort þú ert kunnugur því tröllsveldi. 

ElleE (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband