Embættismaður gerir bjölluat í Brussel

Samfylkingin er á undanhaldi með vanhugsuðu umsóknina um aðild að Evrópusambandinu. Össur utanríkis heyktist á því að setja stjórnmálamann í forystu fyrir samninganefndinni. Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn með aðild á stefnuskrá sinni og rökrétt að embættismaður geri bjölluatið í Brussel; embættismenn í utanríkisráðuneytinu er hægt að senda hvert á land sem er og atvinnudiplómatar vinna sín störf, jafnvel þótt vitað sé fyrirfram að þeir fari erindisleysu.

Þjóðin vill ekki framselja fullveldið til Brussel. Samfylkingin reyndi að selja þá hugmynd að við ættum að sjá hvað væri í boði, hvað Evrópusambandið myndi bjóða okkar. Búðarlokuhugsunarháttur af þessu tagi er hluti af útrásarbjánahætti sem verður órjúfanlega tengdur við árið 2007.

Haldi Samfylkingin umsókninni til streitu verður Ísland sakað um bjölluat í Brussel. Evrópusambandið mun ekki kunna Íslendingum neinar þakkir fyrir að senda inn aðildarumsókn þegar ekki fylgir hugur máli.

Samfylkingin eyðileggur það litla sem eftir er af orðspori Íslands.


mbl.is Stefán verður aðalsamningamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gleymir framsóknarflokknum í þessu tilliti. Þeir eru líka með aðildarumsókn á dagskránni hjá sér. Þó svo að þeir hafi sett fáránleg skilyrði fyrir slíkri umsókn.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 00:41

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Eru ESB ríkin búin að samþykkja aðildarumsóknina okkar?

sorry ég hlýt að hafa misst af því......

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.11.2009 kl. 00:58

3 identicon

Það er eitthvað annað en þú og þínir félagar í Samfylkingunni, Jón Frímann, sem setjið engin skilyrði fyrir nokkrum sköpuðum hlut svo framarlega sem það þóknast Evrópusambandinu.

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 01:11

4 identicon

Framsóknarflokkurin er ekki og var ekki með ESB á dagskrá, Jón Frímann.  Þeir sögðust vera opnir fyrir umræðu og það er allt annað.  Sam-spillingin skemmdi orðspor landsins og mun já eyðilegga það litla sem við höfum eftir með þessari glötuðu umsókn.  Þeir eru líka að sóa skatt-peningum okkar og ætti að rukka flokkinn fyrir það.   

ElleE (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 07:45

5 identicon

Páll, mikilmennskan er að drepa þig þegar þú stekkur fram og ákveður hvað þjóðin vill og hvað ekki. Hvað sem skoðanakannanir segja núna, þá segir engin þeirr að þjóðin sem heild vilji ekki í ESB. Reyndar tel ég mun frekar að úrtölu nöldurseggir eins og þú séu þeir sem halda nú aftur af þjóðinni. Menn sem tuða og nöldra út í eitt eins og molbúum er tamt áorka litlu. Ekki er ég í samfylkingunni, sem þú hatar eins og flest annað, en samt vil ég aðildarviðræður og þann rétt að fá að kjósa um aðild þegar þeim er lokið.  En það er nokkuð víst að bændasamtökin eru ánægð með þig, enda molbúahugsunarháttur þeim að skapi í þessum efnum.

Björn Ólafsson (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 08:28

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Verð nú að fá að taka undir með Birni hér að ofan að ég vil skoða þessi mál, og taka svo ákvörðun.  EN þetta á allt eftir að koma í ljós. Er þeirrar skoðunar að við höfum fengið einn okkar allra færasta mann til að leiða umræðurnar fyrir okkar hönd og því anda ég rólegur hvort við förum þarna eða ekki - það er ekki eins og það sé að gerast í fyrramálið.

Ég spyr er engin orðinn þreyttur á að horfa á pólitíkusa, bankafólk og útrásarlið haga sér eins og bandíta gaganvart þjóðinni, kæmist þetta lið með að haga sér svona værum við innan ESB?

Gísli Foster Hjartarson, 3.11.2009 kl. 09:24

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Gísli Foster: Á tveimur vikum höfum við séð 1) forsætisráðherra Frakklands veita syni sínum, ungum námsmanni, yfirmannsstöðu í fjármálageiranum, 2) fyrrum forseta sama lands ákærðan vegna spillingarmála og kallaðn fyrir dóm og 3) forsætisráðherra Ítalíu sviptan þinghelgi vegna lögbrota og spillingar.

Allt þetta komust þeir upp með innan ESB. Og þú mátt vera viss um að þetta er aðeins toppurinn af ísjakanum. Helstu spillingarbæli Evrópu eru öll innan ESB, að Rússlandi undanskyldu; þ.e. Ungverjaland, Búlgaría, Lettland, Ítalía og Brussel.

Hvað eru margir bankar á hausnum í Bretlandi, Írlandi, Hollandi, Spáni o.s.frv. af því að bankafólk hagaði sér eins og bandítar? Allt innan ESB.

ESB er hvorki siðgæðisvörður né lögregla.

Haraldur Hansson, 3.11.2009 kl. 11:48

8 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Haraldur Góðir punktar og svo sannarlega sannir gleymdir einu með spilingarbælin, Ísland er ekki þarna inni hjá þér eins og Rússland.

Sennilegast er það þannig Haraldur eins og einn góður maður sagði við mig: Sama hvort það ert þú , ég eða einhver annar þá gengur mannskepnan alltaf eins langt og hún mögulega getur!!!!

En fyrrum forsætisráðherra Frakklands er þó dregin fyrir dóm og hinn sviptur þinghelgi, við eigum eftir að sjá hvað kemur  upp úr kafinu á Íslandi - kannski sjáum við eitthvað slíkt gerast á Íslandi? Kannski verður einhver dreginn fyrir dóm!

Gísli Foster Hjartarson, 3.11.2009 kl. 12:10

9 Smámynd: Haraldur Hansson

Spillingin hér á Íslandi varðar peninga; græðgi, krosseignatengsl, klíkuskap, glannaskap, dómgreinarleysi, sýndarviðskipti, svik og óreiðu. Það er ekki hægt að afsaka hana. En það er heldur ekki hægt að leggja hana að jöfnu við það sem gerist í Rússlandi, Sikiley og víðar, þar sem menn eru myrtir. Það er sitt hvað, kúlulán og morð.

Hér stendur rannsókn yfir. Allmargir hafa stöðu grunaðs manns og Eva Joly hefur sagt að enn líði einhver tími þar til ákærur verða gefnar út, vegna umfangs málanna. Sjáum til hvað gerist, hvort menn verði ekki dregnir fyrir dóm hér líka. Annað væri skandall.  

Haraldur Hansson, 3.11.2009 kl. 12:28

10 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Sammála Haraldi

Birgir Viðar Halldórsson, 3.11.2009 kl. 17:07

11 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Haraldur, það er bara stigsmunur en enginn eðlismunur á spillingunni sem vellur undan hverjum steini hér og spillingunni í Rússlandi og Ítalíu/Frakklandi og því fyllilega samanburðarhæft. Og ef sannast að íslensku bankarnir hafi gerst sekir um stórfellt peningaþvætti þá er allt eins líklegt að rússneska mafían eigi þegar ítök hér í gegnum einhver félög.  Óvíst er hvað lengi smáríkjum tekst að varðveita sjálfstæði sitt á þessum tímum blokkamyndunar.  Hvaða áhrif mun opnun norðurskautsleiðar hafa á pólitíska stöðu Íslands? Margt þarf að skoða áður en við tökum afstöðu til aðildar að ESB.  Ekki ætla ég að mála mig útí horn með neinum yfirlýsingum en áskil mér rétt til að breyta um skoðun hvenær sem er

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.11.2009 kl. 18:25

12 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Haraldur við skulum svosjá hvað kemur út úr þessari miklu rannsókn kemur, er hjartanlega sammála þér þaðvværi skandall ef hér kæmu engir fyrir dóma.

ESB er svo allt annað mál þar sem langt er en í land að við fáum að taka ákvörðun, ef að til þess þá kemur - ég hlakka til að sjá hvað á að bjóða okkur upp á.

Gísli Foster Hjartarson, 4.11.2009 kl. 23:06

13 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hverju gætu viðræður við ESB mögulega breytt?

Umræðan um Evrópumál hér á landi á undanförnum vikum og mánuðum hefur verið nokkuð sérstök á köflum. Einhverjir hafa þannig lýst þeirri skoðun sinni að hefja beri viðræður um inngöngu Íslands í Evrópusambandið til þess að fá einhvern botn í málið eins og það hefur verið kallað. Það er eins og þessir aðilar ímyndi sér að ef slíkar viðræður færu fram og þjóðaratkvæði yrði haldið um málið yrði það afgreitt um aldur og ævi. Þar með fengist einhvers konar lokapunktur í það og í framhaldinu væri hægt að taka það hreinlega af dagskra. Það væri einfaldlega afgreitt. Fátt er þó fjarri lagi.

Frændur okkar Norðmenn hafa tvisvar afþakkað inngöngu í Evrópusambandið og forvera þess sem ekki hefur breytt því að enn er tekizt á um málið þar í landi rétt eins og áður. Umræðan um Evrópumálin hófst aftur strax daginn eftir að þjóðaratkvæðin fóru fram eins og ekkert hefði í skorizt. Sama á við um þjóðir sem hafa gengið í Evrópusambandið eins og t.d. Dani og Svía. Þar hefur umræðan ekki hætt nema síður sé. Hins vegar er það svo að þjóðum sem hafna inngöngu er gert að kjósa aftur og aftur um hana þar til hún fæst samþykkt en sé innganga samþykkt er aldrei kosið um hana aftur.

Þegar er vitað í langflestum tilfellum hvað innganga í Evrópusambandið hefði í för með sér fyrir okkar Íslendinga. Innganga þýddi endalok íslenzks lýðræðis og fullveldis þar sem ákvarðanir um flest íslenzk mál yrðu ekki lengur teknar af fulltrúum íslenzkra kjósenda heldur stjórnmálamönnum annarra þjóða og þó fyrst og fremst embættismönnum Evrópusambandsins sem enginn kýs og sem hafa því ekkert lýðræðislegt umboð frá neinum. Yfir þessum aðilum hefðum við Íslendingar ekkert að segja og enga möguleika á að hafa áhrif á. Örlög okkar sem þjóðar væru ekki lengur í okkar eigin höndum heldur annarra.

Yfirráðin yfir auðlindinni í hafinu í kringum landið okkar færðust til Evrópusambandsins sem eftirleiðis tæki ákvarðanir um flest sem viðkæmi sjávarútvegi hér á landi. Engin trygging væri fyrir því að aflaheimildum við Ísland yrði eftirleiðis einungis úthlutað til Íslendinga og ekkert gæti komið í veg fyrir að þær færðust í hendur erlendum aðilum. Íslenzkur landbúnaður yrði fyrir miklum áföllum og liði að miklu leyti undir lok sem aftur setti fæðuöryggu landsmanna í algert uppnám. Við yrðum svipt frelsi okkar til þess að semja með sjálfstæðum hætti um t.a.m. viðskipti og fiskveiðar við ríki utan Evrópusambandsins en þar er um gríðarlega hagsmuni að ræða. Og svona mætti lengi halda áfram.

Hvað gæti mögulega komið út úr viðræðum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið sem gæti skákað því sem nefnt er hér að ofan? Það að vilja fara í slíkar viðræður er í raun eins og að ætla að semja um viðskipti við aðila sem vitað er að mun fara illa með mann þó að einhverju leyti sé kannski vafi á því nákvæmlega hversu illa. Það fer einfaldlega bezt á því að við Íslendingar höldum áfram að vera sjálfstæð þjóð og standa vörð um okkar eigin hagsmuni. Það gera það ekki aðrir fyrir okkur.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.11.2009 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband