Siðferði trompar viðskipti

Stjórn Kaupþings er á villigötum þegar hún segir að viðskiptasjónarmið eigi að ráða þegar tekið er á skuldavanda fyrirtækja. Áður en kemur að viðskiptum þarf að spyrja hvort viðkomandi eigendur hafi hreint siðferðisvottorð. Ef eigendur eru úr hópi þeirra manna sem tilheyra útrásargenginu eiga þeir ekki að fá eina einustu krónu afskrifaða.

Kaupþing kemst ekki upp með það að skýla sér á bakvið viðskiptasjónarmið þegar um er að ræða uppgjör við útrásarauðmenn. Skilyrðislaus krafa er að hátimbruðu útrásarfyrirtækin séu brotin upp og seld í einingum, þar sem því er við komið, en annars fari þau í gjaldþrot.

Það voru siðlaus viðskiptasjónarmið sem leiddu hrunið yfir okkur.


mbl.is Afskriftir kalla á útboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr

(IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 18:04

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég tek undir með þér að hér kemur meira til en hrein viðskiptasjónarmið.  Þessi Eignaumsýslustofnun þarf að taka við þessum fyrirtækjum og það á að bíða færis og selja þessi fyrirtæki annað hvort í heilu lagi eða pörtum til að fá uppí tapaðar afskriftir. En það á alls ekki að leyfa þessum þrotamönnum að eiga og reka þessi fyrirtæki. Þetta á við um Útgerðarfyrirtæki, Bílaumboð, Átöppunarverksmiðjur, Ferðaskrifstofur, Steypustöðvar, Verslunarkeðjur og hvaða rekstur sem nú er yfirskuldsettur. Hér á árum áður fór fram einkavinavæðing  þar sem andvirðið var notað til að borga upp skuldir Ríkissjóðs, þessar eignir sem bankarnir eru nú að spila Matador með, á að nota sem grunn að næstu einkavæðingu (einkavinavæðingu ef sjálfstæðisflokkurinn verður við völd)

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.11.2009 kl. 19:06

3 identicon

Það er satt að þetta snýst alls ekki bara um viðskipti.  Það væri óviðunandi fyrir þann stóra hóp fólks sem hefur verið eyðilagt af þrjótunum, ef þeim verði leyft af ríkisbönkum og yfirvöldum að rísa upp með sitt eyðileggingarveldi á ný.  Það getur bara ekki gerst. 

ElleE (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 23:30

4 identicon

Finnur Sveinbjörnsson er einfari sem berst á móti vilja þjóðarinnar og eðlilegum viðskiptaháttum. Finnur Sveibjörnsson er ennþá á 2007 planinu.

Stefán (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband