Kúluliðið með tök á Alþingi

Græðgisliðið og meðhlauparar þess sitja enn að svikráðum við almenning. Ef ekki hefði verið fyrir þingmennina Þór Saari og Pétur Blöndal hefði runnið í gegnum þingið frumvarp sem heimilaði græðgisliðinu að komast hjá skattgreiðslum á niðurfelldum kúlulánum.

Lagafrumvörp skrifa sig ekki sjálf. Það þarf að upplýsa hvers skrifaði texta kúlufólksins inn í frumvarpið. Þeir þingmenn sem sitja í nefndum er höfðu textann til meðferðar eiga einnig að gera hreint fyrir sínum dyrum. Hverra hagsmuna eru þessir þingmenn að gæta?

Almenningur stendur í þakkarskuld við Þór Saari og Pétur Blöndal.


mbl.is Hætt við breytingu á skattalöggjöf í skyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það skyldi þó ekki vera að samspillingarhyskið í ríkisstjórninni hafi átt hlut að máli,við að reyna að hjálpa kúlulánspakkinu?

magnús steinar (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 11:12

2 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Hvað gekk Árna Páli til að ætla að koma þessu í gegnum þingið? Ég held að ráðherrann sé á einhverju hrokafylleríi...

Birgir Viðar Halldórsson, 24.10.2009 kl. 11:51

3 identicon

Árni Páll reynir að klína ábyrgðinni á einhverja aðra.  Án þess að það eigi endilega við hann (O:, þá rifjast upp fyrir mér, að einhver lagði til að þingmenn yrðu að taka greindarpróf áður en þeir hefðu þingmennsku, og lágmarkið úr því yrði að vera það sem talið er meðalgreind.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 12:36

4 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þór Saari stendur ávalt vaktina, hans vinnubrögð gafa manni VON um betra & bætt samfélag..!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 24.10.2009 kl. 13:51

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta mál sýnir best hvað menntun hefur mikið að segja þegar menn eru valdir til setu á þingi. Þungavigt Þórs Saari og Péturs Blöndal skilur félagsfræðingana, fréttamennina og stjórnmálafræðingana eftir í reyknum. Gerir þá beinlínis hlægilega þegar umfjöllunin krefst yfirsýnar en ekki sérhagsmunagæslu einstakra hópa.

Ragnhildur Kolka, 24.10.2009 kl. 14:02

6 identicon

Alþingisseta var amk. láglaunastarf fyrir vel menntað og hæft fólk, sem skýrir hversu lítið vitrænt vill koma frá þingmönnum yfirleitt.  Þetta er ekki meint til að gera lítið úr lítt menntuðu fólki, því margt er örugglega fremra en margur hámenntamaðurinn.  Lág laun kalla einfaldlega á lakri starfsmenn.  Atvinnupólitíkusarnir sem síðan hafa verið að troða sér inn, eru að sama skapi afar vafasamir, því fæstir hafa nokkrar hugsjónir.  Gott dæmi eru Guðfríður Lilja og 180 gráðu beygjan og stórkostlegar skýringar hennar á henni.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 15:39

7 identicon

Heyr, heyr.

Það verður áhugavert að sjá hver framgangur þessa máls verður.

Mín skoðun er sú að þú takir þarna Pétur Blöndal út fyrir sviga. Haft var eftir Pétri í hádegisfréttum að brýna nauðsyn bæri til þess að fella niður kúlulán þeirra, sem aldrei kæmu til með að rísa undir þeim.

Þar átti Pétur reyndar ekki við höfuðstól lánanna sjálfra, heldur var hann fram um að afnema tekjuskattlagningu niðurfellingarinnar sem hlunninda.

Ljóst er því orðið að liðið, sem fríðindanna naut, lifði í engum takt við hinn almenna Íslending og raunar áhættuna tók, kemur á engan hátt til með að gjalda fyrir, hvorki að fullu (í formi fullrar endurgreiðslu höfuðstóls) né að hluta (um skattkerfið). 

Verið er að slá skjaldborg um þá einstaklinga, sem hingað til hafa fleytt svo svívirðilegan rjóma ofan af þjóðarkökunni að næst glæp gengur.

Öll vitum við jú hverjar lyktirnar verða.

Við skattgreiðendur borgum. Einhver þarf jú að gera það. Fjármunir verða illa til úr engu.

Lykilfólkið gamla má jú ekki glata samfélagshvata sínum.

Halldór Örn Egilson (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband