Val Steingríms J. er fallin stjórn eða klofinn flokkur

Formaður Vinstri grænna þarf að velja á milli þess að þakka fyrir sig í ríkisstjórn Jóhönnu og bjarga flokknum eða sitja áfram í ríkisstjórn og farga flokknum. Velji Steingrímur J. seinni kostinn framlengir hann líf ríkisstjórnarinnar um nokkra daga, í hæsta lagi nokkrar vikur. Ef skynsemisglóra er enn í höfði Steingríms J. slítur hann ríkisstjórnarsamstarfinu.

Í framhaldi á Steingrímur J. tvo kosti. Í fyrsta lagi að mynda minnihlutastjórn sem Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur sýndu vinsamlegt hlutleysi. Kosningar yrðu næsta vor. Í öðru lagi að mynda þriggja flokka stjórn með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki.

Fyrri kosturinn er betri.


mbl.is Þingflokkur VG fundar í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

VG nýtur enn ákveðins traust vegna þeirra þingmanna hans sem staðið hafa á stefnumálum flokksins og með þjóðinni. Samfylkingin er hins vegar fyrir löngu rúin öllu trausti.

Hjörtur J. Guðmundsson, 7.10.2009 kl. 14:44

2 identicon

Steingrímur J. sagði fyrir kosningar að hann og VG munu aldrei fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.  Með því var hann búinn að mála sig algerlega út í horn og gert stefnuskrá flokksins og kosningarloforð að leyniplaggi með texta sem þurfti að lesa og skilja þveröfugt við það sem þar stóð svart á hvítu. 

Með þessu var hann algerlega búinn að leggjast flatur í forina fyrir Samfylkingunni og hún gat hagað stjórnarsáttmálanum eins og henni þóknaðist.  Steingrímur varð strax orðinn málhaltur og ófleygur páfagaukur á öxl Jóhönnu og sérstakur sorptæknir sem tók að sér að fara með óþverramálin út á torg.

Er sammála þeim sem segja að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki að koma nálægt stjórnum á næstunni, enda veitir þeim ekki að að taka til heima hjá sér áður en þeir bjóða sig fram í ræstingar sem fagmenn annarstaðar, fyrir utan að láta Steingrím drulla yfir þá linnulaust við öll tækifæri sem virðist vera hans heitasta og stærsta mál að sinna í ráðherrstólnum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 15:34

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég er nú ansi sammála Guðmundi 2. Gunnarssyni, frekar ógeðfelld tilhugsun að starfa með VG. Þótt einn og einn í þeim hópi taki annað veifið afstöðu sem unnt er að respektera þá haggar það ekki þeirri nöturlegu staðreynd að upp til hópa eru þetta þvergirðingar og torfkofafólk sem skilur ekki nútímann og hunsar grunnþarfir þjóðarinnar.

Baldur Hermannsson, 7.10.2009 kl. 16:19

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þriðji kosturinn er minnihlutastjórn VG og framsóknar með hlutleysi sjálfstæðismanna.

Axel Þór Kolbeinsson, 8.10.2009 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband