Stjórnarkreppa er til góðs

Engin ríkisstjórn getur vísað veginn til framtíðar einfaldlega vegna þess að engin samstaða er um neina framtíðarsýn í þjóðfélaginu. Stjórnmálaflokkarnir eru ekki í stakk búnir til að eiga orðastað við þjóðina um hvernig við ætlum að byggja landið til frambúðar. Flokkarnir eiga enn eftir að hreinsa út fólk sem er óhreint af útrásarhruni.

Þjóðin er enn að átta sig á hruninu og merkingu þess og hverju það breytir. Við þessar kringumstæður er viðvarandi stjórnarkreppa til góðs vegna þess að hún minnir okkur á menn og málefni eru á floti og verða enn um sinni.

Það er gamaldags forræðishugsun að stjórnmálamenn eigi að vísa veginn. Stjórnmálamenn eru hvorki betri eða verri en fólk flest. Þeir stjórnmálamenn sem eiga erindi við samtímann eru þeir sem leiða fram samstöðu um breið og almenn markmið. Þegar enga slíka samstöðu er að fá fer vel á því að skipta um stjórnvöld á sex til tólf mánaða fresti.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er í reynd fallin og er það vel. Næsta stjórn ætti að vera minnihlutastjórn Vg sem sæti fram á vor. Samhliða sveitarstjórnarkosningum ættum við að kjósa nýtt þing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Er náhirðarloyalítetið hjá þér hafið yfir siðferði og skynsemi Páll ?

hilmar jónsson, 6.10.2009 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband