Sjálfhætt er stuðningi við dauða stjórn

Formaður Vinstri grænna tók áhættu með myndun ríkisstjórnar sem eyddi öllu sína pólitíska kapítali á eitt mál; umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Herfilegur mislestur Steingrímur J. á þjóðfélagsstraumana leiddu hann út í ófæruna. Vinnubrögðin við myndun ríkisstjórnarinnar voru notuð á ný í Icesave-málinu.

Samherjar Steingríms J. lærðu inn á hann og þjóðin sá í gegnum ESB-glýjuna og kunni formanni Vg litlar þakkir fyrir að svíkja stefnumál flokksins. Þegar kom að Icesave-málinu naut Steingrímur J. hvorki meðbyrs innan flokksins né í þjóðfélaginu.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er strand. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sýndi í umræðum kvöldsins fram á mótsagnir stjórnarinnar sem í einn stað viðurkennir að skuldastaðan sé alltof slæm en krefst í hinu orðinu að við borgum Icesave-reikningana umyrðalaust til að fá ný lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

Ríkisstjórnin hefur engin skilaboð til þjóðarinnar. Stjórn sem ekkert hefur að segja við þær kringumstæður sem nú ríkja er sjálfdauð.


mbl.is Hétu öll stuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og svo reynir ríkisstjórnin að halda velli standandi á svelli. Ég veit það ekki en ég hef nú alltaf haft varan á gagnvart Steingrími. Ég veit að marga grunaði þetta ESB rugl í honum.

spritti (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 22:08

2 identicon

Hver ert þú?

? (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 22:18

3 identicon

Páll.

Ef umræður á alþingi í kvöld, þá er ekki til nein önnur ríkisstjórn !

Þarna voru gjaldþrota eintaklingar að tala fyrir framsóknarflokkinn og sjálfstæðisflokkinn ! 

JR (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 22:24

4 identicon

Það sem er ótrúlegast við allt þetta vonleysi ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkana, eru viðbrögð eins og koma fram hér, um hvaða betri stjórn kæmist að kjötkötlunum ef þessi spryngi?  Kannski myndi ástandið verða enn verra og hvað þá?

Þetta er það sem nefnist á fagmá "Barða eiginkonu heilkennið".

Barða eiginkonan afsakar og réttlætir gerðir ofbeldismannsins fram í rauðan dauðann og kennir sjálfri sér um ástandið, sjálfsímyndin brotnar og hún missir allt þor og getu til að rísa upp gegn kúgara sínum, heldur stendur með honum og ver og þorir ekki að fara frá honum, af því hún veit ekki hvort eitthvað betra bíðst fyrir utan ofbeldis og hræðslu fangelsið sem hann er búinn að búa henni.

Kunnuglegt?  Því miður er alltof stór hluti þjóðarinnar gerir slíkt hið sama, afsakar og réttlætir gerðir þessarar óhæfu og ónýtu ríkisstjórnar og tekur með því þátt í að rústleggja þjóðfélagið fyrir fullt og fast.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 22:51

5 identicon

Tóku menn eftir því að enginn Samfylkingarræðumaður minntist einu orði á ESB?

Doddi D (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband