Ögmundur metur stjórnina feiga

Hollendingar og Bretar settu ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur stólinn fyrir dyrnar með því að fallast ekki á fyrirvara Alþingis við ríkisábyrgð á Icesave-reikningum. Þar með er samningurinn sem ríkisstjórnin gerði fallinn. Ríkisstjórnin getur ekki kallað Breta og Hollendinga aftur að samningaborðinu - það væri ekki í takt við rétta diplómatíu. Ríkisstjórnin þarf að segja af sér og axla þar með ábyrgð á samningi sínum.

Ný ríkisstjórn skipar samninganefnd til að gera nýjan samning við útlendingana. Ef ekki næst saman fer málið fyrir dóm.

 


mbl.is Telur ríkisstjórnina lifa af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Enga frekari samninga! Látum Icesave þrætuna fara fyrir alþjóðadómstól og það strax! Og gleymum ekki að moka kyrfilega yfir ríkisstjórnina þegar hún dettur í gröfina sem hún er búin að grafa sér.

corvus corax, 30.9.2009 kl. 16:04

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hann var rekinn þar sem hann ógnaði tilveru ríkisstjórnarinnar, amk. má skilja bæði hann og Jóhönnu þannig. Og margir virðast merkilegt nokk telja það merki um einhverja sérstaka hugsjónadýpt og heiðarleika að yfirgefa vinnustaðinn þegar menn hafa verið reknir.

En samt ætlar hann að sitja áfram á þingi og væntanlega styðja ríkisstjórnina. Varla getur hann setið hjá þegar Icesave kemur aftur til afgreiðslu. Kannski hann greiði atkvæði með niðurskurði a la frjálshyggjunnar í heilbrigðiskerfinu þegar hann þarf ekki lengur sjálfur að standa fyrir honum sem ráðherra. Hann hlýtur eiginlega að hverfa af þingi innan nokkurra vikna, þess tíma sem það tekur að búa til einhvern bitling fyrir hann í gjaldþrota ríkisapparati.

Baldur Fjölnisson, 30.9.2009 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband