Afsögn, hnýfilyrði milli flokka en allt í sóma

Jóhanna forsætis er með kímnigáfuna í lagi þegar hún segir stjórnina ætla að sitja áfram. Í morgun mátti lesa um derring hrunabjögga í þingliði Samfylkingar gegn ákvörðun umhverfisráðherra Vinstri grænna varðandi Helguvík. Í hádeginu sagði heilbrigðisráðherra af sér og síðdegis fréttist af leyniviðræðum stjórnarinnar við Breta og Hollendinga.

Og auðvitað er allt í fína og stjórnin situr áfram. Er það ekki, Jóhanna?


mbl.is Samfylking styður stjórnarsamstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er rétt hjá þér, húmorinn er í lagi.

Ragnhildur Kolka, 30.9.2009 kl. 19:05

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Fjárlagafrumvarpið verður sannkallaður óhugnaður úr helvíti og vel kann að vera að Ögmundur hafi í raun verið að flýja frá því. En auðvitað er Icesave ákveðinn hluti af þeim óhugnaði og fleira mjög stórt er í pípunum td. opinber bankaskrípi sem var hróflað upp af völdum bitum úr rústum fyrra bankakerfis en óþægilegar skuldir skildar eftir sem og sýndarhagkerfi sem byggist að miklum hluta á neyslu og skuldasöfnun og er ennþá á nánast fullu skriði. Það tekur mjög langan tíma að snúa því við. Gjaldþrota ríkisbankar sem voru stofnaðir upp úr gjaldþrota fyrirrennurum sínum eru núna með fjölda gjaldþrota fyrirtækja á sinni könnu og geta ekki gert þau mál upp því þá mundu þeir strax rúlla sjálfir á hausinn. Þúsundir fjölskyldna sem eru tæknilega gjaldþrota eru í biðstöðu í gjaldþrota lánastofnunum og þannig hefur eyðslunni verið beint í þetta neysluhagkerfi og atvinnunni haldið furðanlega uppi. En þetta er í bara yfirdráttur og frestun og vandamálin hafa bara vaxið. Neysla án framleiðslu hlýtur ávallt að enda með skelfingu. Það þýðir óumflýjanlega aukna skuldsetningu þangað til blaðran springur.

Baldur Fjölnisson, 30.9.2009 kl. 21:43

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þetta er einhver mesti brandarinn sem maður hefur orðið vitni að á árinu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.9.2009 kl. 22:45

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ice Save er einfalt innheimtumál sem að þarf að afgreiða. Uppkastið að því hvernig það yrði gert var tilbúið hjá hrunameisturunum Haarde og Matt. Nú þarf hinsvegar þverpólitíska samstöðu að standa að lagasetningu til að ná til baka þýfi Björgólfsfeðga.

Þar þurfa Sjálfstæðismenn að gera upp við samvisku sína hvort þeir geta haldið áfram að stunda yfirhilmingu á glæpastarfsemi útvalinna. En Katrín sagði íg ær að "Sjálfstæðisflokkurinn væri alltaf til í ð axla ábyrgð". Treystum því.

Gunnlaugur B Ólafsson, 1.10.2009 kl. 09:25

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Icesave er bara hluti af risadæmi upp á þúsundir milljarða króna.

Hins vegar er þessi hluti mjög mikilvægur vegna þess að þegar erlendar eignir við stjórn landsins hafa náð að ljúga í gegn greiðsluskyldu skattgreiðenda á þessu fjársvikadæmi mafíunnar sem stal landinu og flutti það út, þá skapar það fordæmi gagnvart restinni, það er þrotabúum gömlu bankanna.

Baldur Fjölnisson, 1.10.2009 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband