Fyrirtækjum þarf að fækka

Fyrirtæki sem ekki borga laun umfram atvinnuleysisbætur eiga að loka. Á tímum útrásar bólgnaði atvinnulífið út á fölskum forsendum. Flugvélafarmar af útlendingum voru fluttir hingað til að vinna á láglaunataxta sem þeir gerðu vegna þess að krónan var sterk og hægt var að kaupa mörg zloty til að senda heim. Í dag er vitleysunni lokið og atvinnurekendur sem ekki geta borgað meira en 150 þús. kr. í mánaðarlaun eiga að loka sjoppunni.

Við getum þakkað Alþýðusambandinu og Samtökum atvinnurekenda að lengt var í hengingaról ruglfyrirtækja með því að vextir voru lækkaðir alltof snemma úr 18 prósent niður í 12. Það þarf að grisja í fyrirtækjarekstri og það er best gert hratt og ákveðið. Þegar búið er að svíða óræktina spretta nýgræðlingar upp. Ekki fyrr.


mbl.is Betra að vera á bótum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Að lang mestu leiti sammál þér.

Þróun á atvinnumarkaði hefur verið ömurleg í góðærinu. Lengri opnunartími, l fyrir oft óþarfar verslanir. lægri laun. Reindari starfsmenn hurfu að mestu. Vinnudagur of langur minni framleiðni, ef fólk nær endum saman á yfirvinnu er eitthvað ekki að gera sig. Þannig gengur vinnuaflið á sjálft sig og framleiðni verður minni ánægja í starfi verður minni. Þreita við heimkomu meiri stundir með fjölskyldu ánægjuminni. Í alla staði bagaleg þróun.

Þú hefur örugglega gaman af þessum ræðum....frá Bandaríska þinginu..

http://www.youtube.com/watch?v=maouTP8vTO0&feature=player_embedded

Vilhjálmur Árnason, 26.9.2009 kl. 15:32

2 identicon

Er hjartanlega sammála þér, er atvinnulaus trésmiður og hef sko fengið að heira að 160.000 seu í boði og ekki meir þar sem bæturnar séu 140.000 ,sé þetta nógu anskoti gott fyrir mig,,,,,,,

Nei fyr skal ég dauður liggja en að gerast ÞRÆLL

sigurður Helgason (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband