OECD: Frjálshyggja fyrst, svo ESB

OECD vendir kvæði sínu í kross eftir því hvernig vindar blása. Fyrir þrem árum lofaði stofnunin frjálshyggjubankana íslensku sem fyrirmynd. Í dag vill OECD senda Ísland í faðm Evrópusambandsins, vegna þess að frjálshyggjutilraunin mistókst.

Útlenskar skýrslur um Ísland eru ágætis dægrastytting. Það er þó álíka viturlegt að fara eftir þessum pappírum og að leita eftir svörum við lífsgátunni í reyfurum.

Sú spurning vaknar hvers vegna það þurfti norskan blaðamann til að finna þessar mótsagnir skýrslna OECD. Hvað eru íslenskir fjölmiðlar að fokka?


mbl.is OECD oflofaði íslenskt fjármálakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ástæðan fyrir því að jafnaðarmenn vilja ganga í ESB er m.a. vegna þess að ESB er einn STÓR félagsmálapakki, og svo langt frá frjálshyggju sem mest getur verið. Það voru vinir þínir úr Sjálfstæðisflokknum sem gerðu Ísland af frjálshyggjuævintýri, ekki OECD og ekki heldur ESB.

Valsól (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 00:45

2 Smámynd: Andrés Magnússon

Þó ekki nýfrjálshyggja!

Andrés Magnússon, 3.9.2009 kl. 02:13

3 identicon

Það er auðvelt að vera vitur eftirá en lítið virði er nú í slíkri visku. Það er hins vegar gulls ígildi þegar menn læra af mistökum sínum og gjörðum.

Hin nýja skýrsla OECD lýsir því miður raunveruleikanum eins og hann blasir við. Á einu atriði flaskar OECD þó alveg, hagvöxtur næstu ára á Íslandi mun ekki byggjast á stóriðju. Slík fjárfesting skilar sér allt of seint og nýtist of fáum. Þarna veður OECD í villu enda byggja þeir á mötun upplýsinga frá ráðvilltum stjórnvöldum á Íslandi líkt og þegar fjármálakerfið var lofað í hástert.

Þeir sem nenna að reikna og hugsa sjálfstætt sjá að ferðaþjónusta, fiskveiðar, matvælaiðnaður og ýmis annar smærri iðnaður skilar tekjum og vexti hraðar en nokkuð annað sem Íslendingar geta tekið sér fyrir hendur.  Krónan hjálpar sem stendur en þegar að uppsveiflu kemur er eins gott fyrir Ísland að vera tilbúið að skipta í stöðugri og heilbrigðari gjaldmiðil.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 08:47

4 Smámynd: Gísli Gíslason

"Sú spurning vaknar hvers vegna það þurfti norskan blaðamann til að finna þessar mótsagnir skýrslna OECD. Hvað eru íslenskir fjölmiðlar að fokka? "

Góð spurning um veikleika íslenskra fjölmiðla.  Af hverju fjallaði hvorug sjónvarpsstöðin í gær um undirskrift Forsetans á Icesave lögum.   Eru fjölmiðlarnir að launa greiðan við fjölmiðlafrumvarpið um árið??

Gísli Gíslason, 3.9.2009 kl. 12:03

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Að þessari stofnun, OECD, eiga 30 ríki aðild, þar af 21 í Evrópubandalaginu. Eins og Björn Bjarnason sagði um þessar óviðfelldnu tillögur OECD í pisti í gær (feitletrun mín):

"Í dag var skýrt frá svartri skýrslu OECD um efnahagsástandið hér á landi. Sérfræðingar OECD sjá ástæðu til að blanda sér í íslensk stjórnmál með því að hvetja til upptöku evru á grundvelli ESB-aðildar. Þeir gera þetta örugglega ekki nema vegna þess að ríkisstjórnin hefur gefið grænt ljós til þess. Sé svo ekki, ætti ríkisstjórnin að mótmæla þessari íhlutun í mál, sem ekki er á könnu OECD."

Sjálfur hafði ég fyrr sama dag gagnrýnt harðlega þessa íhlutun í þessum pistli: Óeðlileg íhlutun í innanlandsmál: fulltrúi OECD litlu skárri en Olli Rehn.

Auk EB-ríkjanna 21 eru Kanada, Bandaríkin, Ástralía, Nýja-Sjáland, Japan, S-Kórea, Mexíkó, Sviss og Tyrkland aðilar að OECD. EB-ríkin eiga þarna svo marga fulltrúa, að ég tel fulla ástæðu til að skoða það, hvort hér búi að baki þrýstingur þeirra á að koma Íslandi í Evrópubandalagið. Leitt er, ef satt er, að Bandaríkin láti slíka sérhagsmuna-íhlutun – undir yfirvarpi hagfræðiráðgjafar (sem sömu stofnun skjátlaðist heldur betur um fyrir þremur árum!) – afskiptalausa á þeim vettvangi.

Ef þeir hjá OECD töldu ástæðu til að leggja til að við skiptum um gjaldmiðil (sem virðist raunar afar misráðið; við höfum minna með "fjármálalegan stöðugleika" að gera heldur en stöðugt vaxandi tekjur af ferðamönnum, útflutningi og innlendri framleiðslu), af hverju var þá ekki lagt til, að við tækjum upp dollarann? Er það ekki fyrirhafnarminna? Vita þeir ekki, að við uppfyllum ekki Maastricht-skilyrði evrunnar næstu 12–15 árin? Er kannski aðalmálið að ýta okkur og narra inn í evrópska stórveldið, EB, til að verða aftur Biland (hjálenda) og það um aldur og ævi?

Treystum ekki stórveldum og stofnunum þeirra.

Jón Valur Jensson, 3.9.2009 kl. 13:05

6 identicon

Vitur maður sagði eitt sinn, að stysta leiðin til sósíalisma væri í gegnum frjálshyggjuna.

Blaðamenn á Íslandi eru með þeim slappari í heimi.  Þeir spyrja t.d. aldrei áleitinna né gagnrýninna spurninga.  Þeir taka nánast viðtöl við fólk, í staðinn fyrir að spyrja það gagnrýninna spurninga. 

Viðmælendur Íslenskra blaða fá yfirleitt silkihanska meðferð og fá að koma í einskonar drottningarviðtöl, þar sem þeir geta sagt sínar skoðanir.

Íslenskir blaðamenn verða að taka sig saman og ættu að taka erlenda blaðamenn sér til fyrirmyndar.  Erlendis eru blaðamenn mjög gagngrýnir, og spyrja viðmælendur áleitinna og erfiðaðra spurninga.

Sigurgeir L. Magnússon (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 13:08

7 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hann var nú líka heldur betur laumu- og flóttalegur sá sem viðtalið var tekið við í imbakassanum í gærkveldi. Hefði ekki treyst honum til þess að koma appelsínu skammlaust í pappakassa.

Mikið ef OECD segir okkur ekki á hvaða gengi við eigum að skipta út gjaldmiðlinum.

Það eru engir fjölmiðlar á Íslandi, þeir fóru í útrás og hafa ekki þorað að koma til baka. Verst að það var ekki fýsískt.

Sammála síðasta ræðumanni; það eru ekki til meiri eiginhagsmunaseggir en kommúnistar, þeir passa upp á sitt og sína. Það er búið að prófa það nógu lengi og á nógu mörgum.

Sindri Karl Sigurðsson, 3.9.2009 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband