Forseti skrifar sig á ruslahaug sögunnar

Ólafur Ragnar Grímsson hafði Jón Ásgeir Jóhannesson og aðra útrásarauðmenn sem bakhjarla þegar hann fyrir fimm árum neitaði að skrifa undir fjölmiðlafrumvarpið. Enginn forseti hafði áður synjað lögum staðfestingu.

Með synjun sinni fyrir fjórum árum þjónaði Ólafur Ragnar eðli sínu á kostnað þjóðarinnar. Hefnigirni, persónuleg óvild og löngun til að sitja við háborð útrásarinnar varð dómgreindinni yfirsterkari.

Þegar forsetinn neitar í dag að skjóta máli til þjóðarinnar og skrifar undir lögin um ríkisábyrgð á Icesave-reikningunum sýnir hann alþjóð takmarkanir sínar og staðfestir orðspor sitt.

Gott dagsverk, Ólafur Ragnar Grímsson.


mbl.is Bloggheimar loga vegna ákvörðunar forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðan stasí skattalöggu Ólafs, var sigað á smáverkstæði, þegar kappinn var fjármálaráðherra, hef ég aldrei getað fellt mig við hann, getur eins og einn ónefndur, brugðið sér í allra kvikinda líki.

Robert (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 20:09

2 identicon

Páll.

Nú er maður farin að þekkja þig !

Ekkert óvænt !

JR (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 20:38

3 identicon

Allt í einu lítur Ástþór út eins og hefði getað orðið ofurforseti miðað við  Bessastaðatrúðinn.

Gjáinn milli þings og þjóðar ætti að duga honum og stjórnvöldum að hverfa ofaní fyrir fullt og fast fyrir að ganga jafn gróflega gegn vilja mikils meirihluta þjóðarinnar.

Nú glottir Lygagrímur haugdvali eins og sönnum þjóðarósóma sæmir.

Ef hann spilar á munnhörpu, megi hún þá hrökkva ofaní óbermið. 

Þjóðníðingurinn Ólafur Baugsgrísahirðir hefur sýnt sitt rétta skítlega eðli. 

Megi þessi síbrotamaður fara í reiðtúr sem allra fyrst.

Það er ennþá smá von að ofbeldisþjóðir Breta og Hollendinga með "alþjóðasamfélagi" ESB og hryðjuverkasamtökum AGS, hafni Icesave ruglinu, þó lítil er.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 21:15

4 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Nú er svo komið að okkur vantar fólk sem þorir að taka ákvarðanir ,þorir að taka til hendinni þó um óvinsælar aðgerðir verði að ræða ,þorir að segja hlutina eins og þeir eru og dragi ekkert undan ,þorir að draga þá til ábyrgðar sem ollu öllu þessu írafári fyrir tæpu 1 ári.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 2.9.2009 kl. 21:50

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt, Páll. Ólafur Ragnar gerði bezt í því að pakka saman á Bessastöðum, koma sér upp í enn eina þotuna og koma aldrei aftur. Þarna var hann að skrifa upp á álögur sem geta þess vegna jafngilt allt að tíu ára sjávarafla okkar – án þess að okkur hafi borið að borga eitt einasta penny! Hann á hvergi að vera velkominn lengur meðal sannra Íslendinga.

Jón Valur Jensson, 2.9.2009 kl. 22:25

6 identicon

Bæti þér á orðgrýtishjallann. Páll.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 22:28

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Heyr heyr. Látum hann fylgja með ef geislaBAUGSfeðgarnir láta nú svo lítið að selja þotuna eða snekkjuna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.9.2009 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband