Siðaverði í bankana

Bankahrunið varð vegna skorts á eftirliti og taumhaldi, bæði innan bankanna sjálfra og í lögum og opinberu regluverki. Ríkisbankarnir eru mannaðir að stórum hluta af fólki sem flaut að feigðarósi með gömlu eigendunum. Með yfirtöku ríkisins á nærfellt öllum fjármálastofnunum verður ekki sjálfkrafa viðhorfsbreyting auk þess sem hætta á pólitískri spillingu eykst.

Fjármálastofnanir, sérstaklega nýju ríkisbankarnir, eiga að hafa forgöngu um siðvæða íslenska fjármálastarfsemi. Þeir eiga að koma sér upp siðareglum og virku eftirliti með starfseminni sem tekur mið af samfélagslegri ábyrgð þeirra.

Ef bankarnir taka sjálfir frumkvæðið að siðvæðingu er líklegt að hún verði skilvirkari og festi fyrr rætur í daglegri starfsemi bankanna. Ef ekkert er gert munu gömlu ósiðirnir víkja fyrir nýjum ósiðum. Og það viljum við ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband