Icesave-málið er óreiðustjórnmál

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ábyrgð á Icesave-reikningunum í Bretlandi og Hollandi er margslungið. Álitamálin eru lagaleg, alþjóðleg, siðferðileg og fjárhagsleg. Fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er í húfi sem og orðspor okkar erlendis. Ef litið er á málið frá þröngu sjónarhorni íslenskra stjórnmála, þ.e. hvernig framvinda frumvarpsins hefur orðið innan flokka og á milli stjórnar og stjórnarandstöðu, sýnir Icesave-frumvarpið stjórnmálakerfi í óreiðu.

Stjórnmálamenn og flokkar eru enn að fóta sig eftir hrun. Þegar líður að lokum Iceave-umræðunnar, sem staðið hefur í tvo og hálfan mánuð, virðist engin pólitík verða í niðurstöðunni. Stjórnin fær frumvarpið samþykkt gerbreytt, hluti stjórnarandstöðunnar verður með en hluti á móti.

Einn flokkur gæti gert tilkall til að koma heilli út úr Icesave-umræðunni en hann fór inn í hana, Framsóknarflokkurinn.

Íslensk stjórnmál verða gruggug enn um stund.


mbl.is Óvíst um sjálfstæðisatkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Einn flokkur gæti gert tilkall til að koma heilli út úr Icesave-umræðunni en hann fór inn í hana, Framsóknarflokkurinn."

Er það rétt hjá þér ?  Var ekki framsóknarflokkurinn við völd í upphafi ICESAVE ?

Hvernig þá heill ?

JR (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 22:37

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

JR, hér er átt við umræðuna sem hófst um ríkisábyrgð á Icesave-reikningunum.

Páll Vilhjálmsson, 25.8.2009 kl. 22:41

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það verður enginn heill ef samningurinn verður samþykktur.

Var að benda á lausn í blokki hjá Frosta (vidhorf.blog.is) um mína sýn á hvernig leysa megi málin. Mögulega er ég á villigötum.

Eggert Guðmundsson, 26.8.2009 kl. 00:22

4 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Framsókn er ekki heilli fyrir það að vera ómengaðastir í lýðskruminu...

Svala Jónsdóttir, 27.8.2009 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband