Lífeyrissjóðir í bandalagi við auðmenn

Í frétt Sjónvarpsins í kvöld var sagt að lífeyrissjóðir, sem eru stórir kröfuhafar í Existu, séu hlynntir því að Exista fari ekki í gjaldþrot, jafnvel þótt aðeins sé hægt að fá eitt til sjö prósent af skuldum félagsins. Hér þurfa lífeyrissjóðirnir að staldra við. Ef þeir ætla í bandalagi við auðmennina að halda lífi í eignarhaldsfélögum sem voru ein af meinsendum útrásarhagkerfisins þá eru lífeyrissjóðirnir að vinna gegn hagsmunum sjóðsfélaga.

Lífeyrissjóðirnir létu útrásarauðmennina spila með sig. Sjóðirnir þurfa að taka til í bókum sínum og gera upp við fortíðina. Það versta sem lífeyrissjóðirnir gerðu væri að halda lífi í ónýtum útrásarfélögum.

Lífeyrissjóðirnir eru í eigu félagsmanna sem margir hverjir eiga um sárt að binda vegna hrunsins. Ef lífeyrissjóðirnir taka sér ekki strax taki og ganga til liðs við almenning sem krefst uppgjörs við útrásarfortíðina verður að skipta um stjórnir sjóðanna og framkvæmdastjóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú veist að þú ert þá að biðja sjóðstjórana um að viðurkenna mistök sín í stað þess að sópa þeim undir teppið.

Ef það gerist þá gæti verið stutt í að þeir þyrftu að sæta ábyrgð á slakri stjórn sinni og missa sæti sitt í stjórn sjóðsins. 

Sé það ekki gerast á næstunni, þeir eiga þessa sjóði og ætla sér að halda því áfram.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 22:03

2 identicon

Páll.

Er þér sammála núna , en sérð þú það gerast að stjórnir lífeyrissjóðana viðurkenni sín mistök í fjárfestingum ?

Það hafa allir lífeyrissjóðir verið að villa um fyrir sjóðsfélögum í uppgjörum vegna fjáfestinga undanfarina ára !

Núna verður erfitt að koma á næsta aðalfund og hafa aðra útgáfu til að segja !

JR (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 23:00

3 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Algjölega sammála þér Páll. Hef verið að vinna ansi mikla samantekt um þessi mál og tengsl þessara fjárfestinga við stjórnendur sjóðanna ásamt því hvaða hag stjórnendur sjóðanna hafa af því að fyrirtækin verði áfram í höndunum á þesum bóðsugum.

Stefnan er að ljúka þessu fyir helgi.

Eitt af því sem kemur fram í samantektinni er að Lífeyrisjóður verslunarmanna er einn þerra lífeyrissjóða sem hefur barist fyrir óbreyttri stjórn Existu og farið fyrir nauðarsamningum. Dóttir Þorgeirs Eyjólfssonar fyrrv.forstjóra LV er framkv.stjóri egnastýringar Existu sem var stærsti eigandi Kaupþings en tveir af fyrrum stjórnarformönnum LV tengjast félögum sem voru meðal stærstu lántakenda hjá kaupþingi samkvæmt lánabók Kaupþings.

Ragnar Þór Ingólfsson, 24.8.2009 kl. 23:31

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Heyr, heyr! Svo hjartanlega sammála hverju orði sem þú segir hér.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.8.2009 kl. 23:47

5 Smámynd: Björn Birgisson

Góð færsla og athyglisverð innlit. Bíð spenntur eftir samantekt Ragnars Þórs Ingólfssonar. Fátt virðist vera í lagi á Mörlandi um þessar mundir.

Björn Birgisson, 25.8.2009 kl. 00:25

6 identicon

Sammála þér - ef sjóðirnir halda þessu við eru þeir að ausa enn meira fé sem er eign almennings á bál útrásarinnar - þetta fé er EKKI eign sjóðanna heldur sjóðsfélaga.

hvenær á að skoða þátt úrtásarforingjans á Bessastöðum.

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 02:28

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Tek undir þetta Páll. Næg er nú græðgin í lífeyrissjóði landsins samt. Átti ekki að slæmast í þá strax í upphafi hruns ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 25.8.2009 kl. 04:25

8 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Orð í tíma töluð.  Það er alveg ótrúlegt að lífeyrissjóðirnir fari ekki fram á "debt for equity swap" sem væri mun betra fyrir sjóðsfélaga sem þá fengju arð frá eignum Exista. þ.e. Símanum og Vís.  Síðan gætu sjóðirnir með bönkunum selt hlutaféið á almennum markaði til almennings. Það er alveg ljóst að þessi aðferð gæfi sjóðsfélögum meir en 1-7% af verðmæti Exista tilbaka.

Hér hlýtur eitthvað annað að liggja að baki? Pólitík og klíkuskapur?

Andri Geir Arinbjarnarson, 25.8.2009 kl. 06:08

9 identicon

Það er í góðu lagi að nefna í þessu samhengi, að Samtök Atvinnulífsins (les Vilhjálmur Egilsson) tilnefna helming stjórnarmanna í almennu lífeyrissjóðunum. Ekki þarf að efa, að þeir hafi í huga fjárhagslega hagsmuni atvinnufyrirtækjanna fram yfir hagsmuni hinna raunverulegu eigenda sjóðanna, enda eru fjölmörg dæmi um arfavitlausar fjárfestingar í hluta- og skuldabréfum vonlausra fyrirtækja af hálfu sjóðanna. Það er líka meir en umhugsunar virði að launagreiðendur séu með þessu móti að hlutast til um ráðstöfun þessa hluta greiddra launa til okkar launþega, þeim hluta sem er ætlaður til að vera okkur til framfæris á elliárum. Það er vægt orðað ósiðlegt. Þetta ráðslag hefur leitt til þess, að lífeyrissjóðirnir eru nánast tæmdir nú og það á eftir að skerða lífeyri gríðarlega enn, því öll fyrirtækin, sem eru gjaldþrota og standa á barmi gjaldþrots hafa ekki enn verið gerð upp og verðlítil eða verðlaus skuldabréf og hlutabréf þeirra því enn skráð sem eignir í bókhaldi sjóðanna.

The Reverend (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 07:02

10 identicon

Allt er þetta satt og rétt og þarft að vekja athygli á þessu. Það mun hinsvegar ekki nægja að skipta um stjórnir í lífeyrissjóðunum. Peningar eru vald og miklir peningar veita mikið vald. Fjöldi vel menntaðra manna hefur undanfarin ár verið í fullri vinnu við að ná tökum á því gríðarlega fjármagni sem lífeyrissjóðakerfið hefur yfir að ráða og gengið mjög vel. Það sem þú ert að vekja athygli á hér er ein birtingarmynd þess. Þeir eru enn að og munu halda ótrauðir áfram og munu í krafti fjármagns, pólitískra tengsla, þekkingar og ófyrirleitni alltaf hafa betur en við. Enn frekar þar sem búið er að koma því svo fyrir að almennir sjóðsfélagar hafa engin áhrif. 

Að mínu mati er eina færa leiðin að þjóðnýta lífeyrissjóðina. Nýta fjármagnið til björgunarstarfa og til að tryggja að ríkið geti greitt sómasamlegan lífeyri til framtíðar. Ég hef raunar aldrei séð neina hagkvæmni í að reka tvöfalt kerfi (lífeyrissjóðir/tryggingastofnun) fyrir þessa örþjóð. 

Friðrik Friðriksson (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 10:00

11 identicon

Hvernig er hægt að koma atvinnurekendum burt frá stjórn lífeyrissjóðanna?

Þarf lagabreytingu frá Alþingi?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband