Skilaboð frá útlöndum: Stjórnin þarf að falla

Í útlöndum skilja menn stjórnarkreppur. Í lýðræðisríki er stjórnarkreppa merki um að tekist sé á um erfið verkefni. Ábyrgðaraðili Icesve-samningsins hér á landi er ríkisstjórn Íslands. Til að forða þjóðinni frá þessum ósanngjarna samningi verður að fella samninginn á Alþingi og stjórnin þarf að falla með. Það eru skýr skilaboð til útlanda um að samningurinn sé óviðunandi og jafnframt að á Íslandi sé virkt lýðræði.

Ef ríkisstjórnin kemst upp með sinn hráskinnaleik, að búa til málamyndarfyrirvara, veikist traust á íslenska stjórnkerfinu enn frekar og er af litlu að taka. Í útlöndum væri það skilið sem pólitísk útfærsla á Icesave-reikningum og útrásarhyggjunni. Stjórnin heldur völdum en gefur útlendingum langt nef.

Samfylkingin, og í seinni tíð Vg, eru flokkar ríkulega útbúnir útlendingaþjónkun. Þeim ætti ekki að vera að vanbúnaði að fylgja ráðleggingum að utan um að stjórnin þurfi að víkja til að hægt sé að semja upp á nýtt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Tja....gagnvart útlöndum, þá er stjórn sem semur um samning sem hún nær ekki í gegnum þing sitt marklaus. Skuldbinding stjórnarinnar að ljá samningnum ábyrgð með samþykki þingsins stenst þá ekki og orð hennar eru því marklaus.

Haraldur Baldursson, 14.8.2009 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband