Strútfuglapólitík sjálfstæðismanna

Sumir sjálfstæðismenn, t.d. þingmaðurinn sem skreið í morgunsárið inn á alþingi, kenna afstöðu flokksins til Evrópusambandsins um ófarirnar í kosningunum. Blaðamenn gleypa við þessu enda passar það vel við ESB-línu fjölmiðla. Spuninn gleymir einni staðreynd: Þjóðin er á móti inngöngu í Evrópusambandið, það hefur margítrekað komið fram.

Sjálfstæðisflokkurinn galt afhroð af þrem ástæðum. Í fyrsta lagi ber flokkurinn almenna pólitíska ábyrgð á einkavæðingu liðinna ára og að leiða til vegs engilsaxneska frjálshyggju en hvorttveggja voru forsendur auðvæðingar Íslands og hruns. Í öðru lagi var Sjálfstæðisflokkurinn uppvís að því að þiggja mútur frá auðmönnum og einstakir þingmenn sömuleiðis. Í þriðja lagi rak flokkurinn aumkunarverða kosningabaráttu þar sem tækifærismennskan í evruupptökutillögunni var hámarkið.

Röng pólitík, spilling og tækifærismennska eru þrenningin sem felldi Sjálfstæðisflokkinn. Til að endurreisa sig þarf flokkurinn að vera hreinskilinn. Evrópubulllydagþvættingur er varla ágætis byrjun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mjög merkilegt að heyra það sett upp í fréttum að ESB hafi skýrt tap Sjálfstæðisflokksins. Eru allir búnir að gleyma bankahruni og þjóðargjaldþroti?

ÁJ (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 19:47

2 identicon

Ég hef ekki gleymt bankahruni og þjóðargjaldþroti og svo hef ég heyrt minnst á Tortóla.....

Kolla (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 19:56

3 identicon

nú reynir sjálfstæðisflokkurinn og fylgismenn að þaga í hel eitt stærsta málið sem er þjónkun þeirra við sægreifana og liu klíkuna þeir minnast ekki á margra vikna málþóf til að varna því að eignir almennings verði varðar í stjórnarskránni.

zappa (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 20:22

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég mun kjósa flokkinn aftur og aftur þar til hann getur hafið einkavæðingarferlið aftur. Það var ekki einkavæðingin sem réði bankahruninu heldur djúpsprengjan sem lá í EES samningnum. Samningnum sem Jón Baldvin kratahöfðingi sagði að gæfi okkur allt fyrir ekkert.

Án einkaframtaksins verðum við fljótlega komin inn í ESB, ekki bara á hnjánum heldur fleytandi kerlingar á galtómum maganum.

Ragnhildur Kolka, 26.4.2009 kl. 21:30

5 identicon

Gaman að lesa Ragnhildi. Hárrétt hjá þér.

OskarJ (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband