Tvíbent staða Framsóknarflokks gagnvart nýrri stjórn

Vinstri grænir og Samfylking gefa sér góðan tíma og fá vinnufrið til að setja saman kosningaríkisstjórn til þriggja mánaða. Framsóknarflokkurinn stendur á hliðarlínunni.

Væntanleg ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur breytir ekki miklu á 100 dögum en hún getur gefið fyrirheit um breytingar. Og út á þau fyrirheit munu ríkisstjórnarflokkarnir ganga til kosninga.

Ríkisstjórnin og áætlun hennar þarf að standast tvíþætt trúverðugleikapróf. Í fyrsta lagi hvort áætlunin er trúverðugt svar við aðsteðjandi efnahagslegum og pólitískum vanda. Í öðru lagi hvort mannskapurinn, ráðherrarnir, séu líklegir til að stýra málum í höfn og hvort samheldnin sé nægjanleg.

Sjálfstæðismenn munu gagnrýna áætlun ríkisstjórnarinnar, það er jú hlutverk stjórnarandstöðu. Hlutverk Framsóknarflokksins er aftur tvíbent. Flokkurinn hefur lofað minnihlutastjórninni hlutleysi og verður að efna það enda fylgdu því engin skilyrði. Ef áætlun ríkisstjórnarinnar er vel heppnuð og framkvæmdin tekst bærilega er eins víst að Framsóknarflokkurinn verði tvístígandi í hlutleysinu.

Óinnleystum atkvæðum Framsóknarflokksins gæti fækkað ef Vinstri grænir og Samfylking styrkjast í vinsælli skammtímastjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Páll. Hlutleysið er bundið ákveðnum skilyrðum - Ég heyrði Sigmund Davíð segja það í viðtali í sjónvarpinu á mánudaginn - Skilyrðin virtust vera þau að Framsókn legði blessun sína yfir málefnasamninginn. Er þetta ekki rétt skilið hjá mér ?

Benedikta E, 28.1.2009 kl. 23:14

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Eflaust er þetta rétt hjá þér Benedikta. Málefnasamningur er almenn pólitísk yfirlýsing sem Framsóknarflokkur þarf að kvitta upp á. Á hinn bóginn þarf Framsóknarflokkurinn að veita stuðning í formi hlutleysis á þingi þegar frumvörp meirihlutans koma til afgreiðslu.

Páll Vilhjálmsson, 28.1.2009 kl. 23:20

3 identicon

Takk Páll. Ja há -svo Framsókn hefur "drottnunar dæmið" yfir þeim allt ríkisstjórnar - tímabilið - Ekki var það verra !!!!!!! 

Samfylkingin getur strax farið að gráta "Björn bónda" JEEEEEEEEEESSS !!!!

Þau verða í varanlegri GÍSLINGU - hjá Framsókn !!!

Benedikta E (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 23:48

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Framsókn mun eigna sér gullmolana, þar sem vel gengur og afneita afleikjunum og nýta sér þá til að halda því á lofti að þeir hefðu gert þetta á annan veg. En Framsókn er og verður Framsókn...það breytist ekkert á næstunni :-(

Haraldur Baldursson, 29.1.2009 kl. 01:02

5 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Hef heyrt því fleigt  Fram að Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson , fari í framboð fyrir Framsóknaflokkinn ? Þeim  vantar allavega ekki  peninga til þess .

Vigfús Davíðsson, 29.1.2009 kl. 08:56

6 identicon

Ég held að þetta fyrikomulag verði til þess að Samf nær til baka fylgi frá Framsókn og Vg & Samf geti náð hreinum meirhluta í næstu kostningum. Ekki frá því að Sjálfst. styrkist eitthvað.

Palli (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 10:00

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Fyrsta NEI ið er komið, það var vegna fryetingu á aurum útrásavíkinga og braskara.

Nei ið ber ljóslega í sér að nýr foringi er  ,,í boði Finnss Ingólfssonar, og félaga.

Svo ætlar Orri í Frumherja sem er eign Finns Ingólfssonar að fara í framboð.

mibbó

Bjarni Kjartansson, 29.1.2009 kl. 12:04

8 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hvað segir þá Jónína Ben, ekki er þetta hennar uppáhaldsstaða ef Finnur gamli er með puttana í málinu.

En kemur mér í sjálfu sér ekki á óvart.  Spillingarvofan situr sem fastast í Framsóknarfjósinu.   Það þarf mun meiri tíma og endurnýjun til að koma henni út.

Sigurður Sigurðsson, 29.1.2009 kl. 16:53

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég spyr; hvaða endurnýjun átti sér stað í Framsóknarflokknum. Erfðaprinsarnir komnir heim úr víking? Var eitthvað annað að gerast?

Ragnhildur Kolka, 29.1.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband