Kommúnisminn, frjálshyggjan og Þorvaldur

Þorvaldur Gylfason prófessor kann ekki að skammast sín. Á mótmælafundi í dag spurði Þorvaldur hvort frjálshyggjumenn ætluðu ekki að biðjast afsökunar líkt og kommúnistar gerðu eftir fall járntjaldsins. Samanburðarfræði af þessu tagi eru hvorki líkleg til að afla mótmælahreyfingunni stuðnings, sé það ætlunin, né auka hróður samfélagsrýni Þorvaldar sem má reglulega lesa í Baugsútgáfunni.

Fólk fyrir austan járntjald fékk aldrei að kjósa. Við höfum hérna megin tjaldsins reglulega kosið og gert ýmsar tilraunir með stjórnmálastefnur frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Ríkisvæðing á árunum eftir stríð, korpóratisma í stjórnsýslu (ein afurð er ESB) og markaðslausnir síðasta aldarfjórðung eða svo.

Kreppan er líkleg til að valda endurskoðun á stjórnmálaáherslum almennings. Á næstunni munum við kjósa og velja á milli framboða og þeirra lausna sem þar er boðið upp á.

Ákefð Þorvaldar að klína bankahruninu á stjórnmálastefnu, sem borin var fram af til bærum stjórnmálaflokkum og greidd um hana atkvæði, er lævís undirróður. Bankarnir hrundu ekki vegna stjórnmálastefnu. Bankarnir hrundu vegna þess að til valda og áhrifa í viðskiptalífinu komust menn með hugarfar nýríkra uppskafninga sem telja ekki eftir sér að svindla og stela. Þorvaldur var giska kátur með þann félagsskap þartil fyrir skemmstu.


mbl.is Endurvakin sjálfstæðisbarátta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála

Guðrún (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 20:22

2 identicon

Segjum tvö.

joð (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 20:28

3 identicon

"Kommúnisminn brást vegna þess að til valda og áhrifa í flokknum komust menn með hugarfar hrokafullra uppskafninga sem telja ekki eftir sér að svindla og stela."

hannes gizurson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 20:35

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Kommúnisminn drap bara 100 milljónir manns.  Eitthvað aðeins meira að fyrirgefa en hugmyndafræði um að treysta mannskepnunni, sem við getum greinilega ekki gert - allavega allmörgum Íslendingum sem vita ekki muninn á verðmætum og skít.

Guðmundur Björn, 1.12.2008 kl. 20:47

5 identicon

Svona raddir - t.d. þetta blogg og sérstaklega þessi færsla -  eru dýrmætar á þessum kjörtíma lýðskrumsins.

ábs (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 21:07

6 identicon

Hvað olli því að Þorvaldur gat ekki sannfært neinn nema sjálfan sig um ágæti sitt sem hagspámaður, á meðan hann hafði svona góðan aðgang að Baugsmiðlunum og eigendum þeirra? Trúðu þeir honum ekki heldur?

joð (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 21:15

7 Smámynd: mar.blog.is

"Kommúnisminn brást vegna þess að til valda og áhrifa í flokknum komust menn með hugarfar hrokafullra uppskafninga sem telja ekki eftir sér að svindla og stela"

Í mínum huga gætirðu hæglega skipt orðinu "kommúnisminn" fyrir "frjálshyggjan"

mar.blog.is, 1.12.2008 kl. 23:07

8 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Ég fatta ekki pojntið hjá Páli frekar en oft áður.  Er hann að segja að hugmyndafræði "nýríku uppskafninganna" og meðvirkla þeirra, sé ekki frjálshyggja?  Og er gamli Þjóðviljaritstjórinn að verja frjálshyggjuna?

Vilhjálmur Þorsteinsson, 1.12.2008 kl. 23:30

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Það er flugufótur fyrir þeirri samlíkingu sem hér er gerð á kommúnisma og frjálshyggju; vondir menn komu óorði á hvorutveggja, rétt eins og alkahólistinn gefur brennivíni slæmt orðspor. Þorsteinn Gylfason heimspekingur (og bróðir Þorvaldar) gerði sér mat úr hliðstæðunni í skemmtilegri ritgerð fyrir margt löngu.

En, sem sagt, flugufóturinn er ótraustur. Kommúnisminn sem Þorvaldur vísaði til fyrir austan járntjald var rekinn með valdboði ofaní fólk. Frjálshyggjan hér var niðurstaða frjálsra kosninga og fólki í sjálfsvald sett hvort það tileinkaði sér tískustrauma peningahyggjunnar. Þeir fuglar sem komu okkur á kaldan klaka, útrásargaurarnir, notfærðu sér aðstæður til hins ýtrasta og iðulega rúmlega það. Ástæðan fyrir því að þeim var ekki settur stólinn fyrir dyrnar í tíma var annars vegar að stjórnvöld uggðu ekki að sér og hins vegar að peningaaðallinn keypti sér velvild fjölmiðla, stjórnmálaflokka og málsmetandi manna. Þegar þessir sömu aðilar gerast nú mótmælendur á götum og torgum, tja, maður fær kjánahroll.

Páll Vilhjálmsson, 1.12.2008 kl. 23:30

10 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég þakka Vilhjálmi að gera mig að fyrrum Þjóðviljaritstjóra en ég stend ekki undir þeirri upphefð - starfaði aldrei á Þjóðviljanum. Ég var á hinn bóginn ritstjóri Vikublaðsins sem Alþýðubandalagið gaf út - það er þessi flugufótur aftur.

Páll Vilhjálmsson, 1.12.2008 kl. 23:34

11 identicon

Útrásarskríllinn og þeirra svínarí hefur nákvæmlega ekkert með frjálshyggju frekar en jafnaðarmennsku að gera.

Eru einhverjir ennþá ekki búnir að átta sig á þetta er sennilega mesti þjófnaður

Íslandssögunnar?

Sennilega hafa aldrei jafn fáir aðilar stolið öðru eins frá jafn mörgum, þótt að leitað verði langt út fyrir NÁSKERIÐ.

joð (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 23:49

12 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þorvaldur er ákaflega ósamfærandi maður , málflutningur hans virðist ráðast af pólitískri heift,frekar en málefnum. Er að velta því fyrir mér hvort þetta sé ekki fyrsta kreppan á Íslandi sem verður af völdum heimsku og græðgi það er slæm blanda. Þó hefur þjóðin aldrei verið meira mentuð af bókviti.

Ragnar Gunnlaugsson, 2.12.2008 kl. 10:50

13 Smámynd: Halldór Eiríksson

Vissulega fékk fólk fékk að kjósa fyrir austan tjald.  Það var reyndar bara einn flokkur í boði, og hann ekki svo ólíkur Sjálfstæðisflokknum eins og hann er að verða í dag, þ.e. flokkur sem rígheldur í óbreytt ástand, stendur í vegi fyrir eðlilegum framförum í lýðræðisátt, er í afneitun og svo mætti áfram telja.  Flokkur sem er arkitektinn að þeirri nýfrjálshyggju sem hefur lagt landið á hliðina.  Mér finnst full ástæða til þess að nýfrjálshyggjumennirnir í sjálfstæðisflokknum biðjist afsökunar.  Það má hins vegar ekki gleyma því að í þessum flokki hafa margir mætir menn starfað í gegnum tíðina, en ég er hræddur um að obbinn af þeim hafi fundið sér nýjan vettvang.

Halldór Eiríksson, 2.12.2008 kl. 14:19

14 identicon

Greining Þorvaldar Gylfasonar er ágæt svo langt sem hún nær. Nálægð stjórnmála og sérstaklega bankaviðskipta getur kallað á óeðlilega fyrirgreiðslu.

 

En stjórnmál snúast um málefni hugsjónir, almenna hagsmuni og eftir atvikum sérhagsmuni. Áður fyrr voru bændur, atvinnurekendur og útgerðarmenn, burðarásar á Alþingi,  vegna hagsmuna sinna. Nú virðist mér sem alþingismenn viti varla fyrir hvaða hagsmunum þeir eigi að berjast. Farnir að banna að menn komi inn með gjaldeyrir í landið, einmitt það sem við þurfum núna.

 

Hinsvegar er bragðið sem Þorvaldur beitir, að reyna að draga þessi atriði fram, sem að vissu leiti eiga rétt á sér, því skal ekki neitað, til að hylja göngustíginn sem markaðsinnar hafa gengið. Markaðshagkerfið er algerlega í rúst, hvort sem það er theoríunni  að kenna eða fólkinu sem býr til þetta hugmyndakerfi , sem gengur ekki upp. Þetta er náttúrlega sárt fyrir Þorvald og fleiri. Þetta kerfi virkar á mig eins og bóndi sem seldi mest af heyjunum að haust og væri orðinn heylaus á þorra.

 

Sjáið byggingariðnaðinn! Þar virkar markaðshagkerfið ekki. Það er farið út í fjárfestingu á íbúðarhúsnæði og ekkert litið á áætlanir um íbúðarfjölgun. Glórulaus vitleysa. Og bankarnir bara lána út í loftið og virðast ekki reyna að meta arðsemina fyrir umbjóðendur sína þ.e. sparifjáreigendur.

 

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband