Stærsta gjöf Sjálfstæðisflokksins til vinstrimanna

Síðasti alvöruformaður Alþýðubandalagsins, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði eftir kosningarnar 1995 að eina tækifæri róttæks vinstriflokks til að komast til valda væri þegar Sjálfstæðisflokknum yrðu á mistök. Stórum flokkum verða á mistök; leiftursóknin 1978 og klofningurinn í kjölfarið þegar Gunnar Thoroddsen myndaði vinstri stjórn.

Dýrustu mistök flokks Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar eru að leiða Samfylkinguna til valda eftir síðustu þingkosningar. Tækifærið sem Vinstri grænir fá upp í hendurnar er stærsta gjöf hægrimanna til íslenskra vinstrimanna í sögu lýðveldisins.


mbl.is VG stærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll.

Það er allt of lítið að kalla það sem hefur skeð hér á landi "mistök"

Að spila þannig með fé og æru okkar Íslendinga er þjóðardráp af gáleysi.

Þjóðardráp af gáleysi er orðið á götunni og það með réttu.

Mistök eru að klúðra einhverju stóru eða litlu.

Að setja þjóð á hausinn og að stefna Sjálfstæði hennar í hættu er hinsvegar eitthvað allt annað.

Þannig að þetta er enginn gjöf. Það er bara verið vinda ofan af mjög mikilli spillingu í Íslenska stjórnkerfinu. Dæmin eru óteljandi.

Sveinn (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 02:23

2 Smámynd: Skaz

jamm mistök og í stað þess að vinna að því að endurreisa allt sem fyrst er hangsað og hreinsaðar upp allar soraslóðir sem flokksmenn hafa skilið eftir. Svo er farið í það að endurreisa vel valin fyrirtæki...

Það þarf að endurskoða stjórnarskránna varðandi kosningafyrirkomulagið, setja takmörk á lengd þingsetu og gera framkvæmdarvaldið að utanþingsstjórn til að styrkja löggjafann og svo að láta þessa aðila skipa dómara í sameiningu til hæstaréttar.

Skaz, 2.12.2008 kl. 04:14

3 Smámynd: 365

Maður er alveg rasandi, maður skilur ekki hvað Sjálfstæðisflokkurinn er að hugsa.  Á sama tíma er verið að tala um sjálfseyðingarhvöt Framsóknarflokksins.  Ja, sérhver er nú sjálfseyðingarhvötin!!

365, 2.12.2008 kl. 11:35

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Páll & 365:

Algjörlega sammála ykkur.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.12.2008 kl. 13:55

5 identicon

Vandi sjálfstæðisflokksins er sá að hinn venjulegi maður ræður þar engu.  Nú eru hákarlarnir, forréttindabesefarnir, að redda sínum málum og hinn venjulegi kjósandi flokksins fylgist með undrandi.

Hér erum við að verða vitni að þjóðargjaldþroti af áður óþekktum skala eftir 17 ára samfellda veru flokksins í ríkisstjórn og Páll telur samt að stærstu mistök Flokksins hafi verið að ganga í eina sæng með Sollu.

Áhyggjur hans snúast ekki um komandi fátækt, niðurlægingu og flótta sjálfstæðismanna sem og annarra Íslendinga úr landi heldur hefur hann fyrst og fremst áhyggjur af næstu kosningum og hvort að Flokkurinn kemur vel eða illa út úr þeim. 

Ruglupalli er hann og Ruglupalli skal hann heita.

marco (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband