Gott fyrir Kaupþing, gott fyrir Ísland

Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings á að baki farsælan feril sem bankamaður. Undir hans stjórn hefur bankinn margfaldað stærð sína á tiltölulega fáum árum. Velgengni Sigurðar og Kaupþings hefur stigið stjórnarformanninum til höfuðs og hann gerir ekki lengur greinarmun á hagsmunum bankans og lýðveldisins.

Sigurður vill ganga í Evrópusambandið og taka upp evru vegna þess að það þjónar hagsmunum Kaupþings. Í viðtölum við fjölmiðla lítilsvirðir hann krónuna og segir hana engum til gagns og fáum til ánægju.

Einangrunin uppi á Íslandi og íslenska krónan gagnaðist Sigurði ágætlega þegar hann lagði grunninn að sínu veldi og bankans. Til skamms tíma fékk Sigurður ekki nóg af krónum og skenkti sér svo ríkulega úr kistu bankans að hann var gerður afturreka með fjöldamótmælum.

Sigurður Einarsson hefur viljugur tekið að sér að vera andlit græðgisvæðingar Íslands. Í útlöndum lyfta menn brúnum þegar launakjör Sigurðar eru til umfjöllunar.

Sjálftektarárátta Sigurðar nær nýjum hæðum þegar hann pantar inngöngu í Evrópusambandið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er þetta vönduð og fagleg úttekt hjá þér Palli minn. kv, Siggi

Siggi (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 18:03

2 identicon

Var þessi útblástur Sigurðar ekki svar til vinar síns Davíðs Odds.?

Svona einskonar "pissing contest" :)

Margrét

Margrét (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 20:33

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Gott innlegg kæri vin og gamli skólafélagi.

En eigum við ekki bara að taka upp færeysku krónuna?

http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/306059

Hallur Magnússon, 7.9.2007 kl. 22:05

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mér sýnist þetta vera bara ný eldsneytisgusa á rómaða vináttu Sigurðar Einarssonar og Davíðs Oddssonar.

Haukur Nikulásson, 8.9.2007 kl. 09:10

5 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Sigurður sér manna best hverjir hagsmunir Kaupþings eru, og þess vegna mun hann leggja til á stjórnarfundi að Kaupþing færi bækur sínar í evrum og að hlutafé bankans verði jafnframt í þeim gjaldmiðli.  Fylgir hann þar í kjölfar Alfesca og Straums-Burðaráss, og fleiri fyrirtæki eru á sömu leið.

Sigurði er síðan frjálst að hafa skoðun á íslensku krónunni og inngöngu í ESB alveg eins og Páli Vilhjálmssyni.

Hvað er það nákvæmlega sem Páli mislíkar í þessu?  Það er engin leið að ráða það af þessari innantómu dylgjufærslu. 

Vilhjálmur Þorsteinsson, 8.9.2007 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband