Írar verja hjónabandið og mæður í stjórnarskrá

Um helgina höfnuðu Írar stjórnarskrárbreytingum. Í þjóðaratkvæðagreiðslu var tekist á um tvær tillögur. Sú fyrri gerði ráð fyrir að stað ,,hjónabands" kæmi ,,sambúð" í ákvæði er fjallaði um fjölskyldur. Seinni tillagan kvað á um að í stað ,,móður" í stjórnarskrárákvæði er verndar rétt mæðra að ala upp börn sín kæmi ,,umönnunaraðili."

Ríkisstjórnin knúði á um samþykkt en írska þjóðin hafnaði með afgerandi hætti. Tæp 68 prósent sögu nei við breytingum á hjónabandsákvæðinu og 74 prósent hafnaði tillögu stjórnvalda að strika mæður úr stjórnarskránni.

Katie Hopkins bendir á að stjórnvöld víða á vesturlöndum tapi jafnt og þétt trúverðugleika almennings. Í stað þess að kjósendur taki vinsamlegum ábendingum yfirvalda mætir yfirvaldinu tortryggni.

Vókið sem tröllríður vestrænni menningu vill afnema gömul og viðurkennd hugtök eins og hjónaband og móðir. Í staðinn eiga að koma orð með óskýrri merkingu. Sambúð hefur víðtækari merkingu en hjónaband og umönnunaraðili getur verið hver sem er. Móðir á hinn bóginn er kona sem hefur fætt barn. 

Vókið tapaði á Írlandi um helgina. Eftir helgi fékk hugmyndafræðin annan löðrung handan Írlandshafs. Verkamannaflokkurinn í Bretlandi hafnar nú að transkonur, þ.e. karlar sem kalla sig konur, fái keppnisrétt í kvennaíþróttum. Vinstrimenn eru að jafnaði hallir undir vók. Nýr formaður Verkamannaflokksins, Keir Starmer, lét kanna hvernig kjósendum litist á þá stefnu að karlar gætu orðið konur og keppt í kvennaíþróttum. Kjósendum fannst það léleg hugmynd. Í framhaldi breytti Verkamannaflokkurinn um stefnu. Transkonur geta ekki keppt í íþróttum kvenna.

Almenn skynsemi verður að ráða ferðinni, sagði formaður Verkamannaflokksins.

Vók og almenn skynsemi eru andstæður. Vinstrið virðist farið að skilja að fáránleikafræðin eru komin út í öfgar. Vonum seinna. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er himinn og haf milli móður og umönnunaraðila. Kjósendur á Írlandi vita það. Við létum stjórnvöld hér hins vegar afmá feður úr lagabókstanum illu heilli. Það var ekki til bóta. 

Ragnhildur Kolka, 12.3.2024 kl. 08:56

2 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Vók og kristinndómur eru einnig andstæður Páll.

Sér Karl Sigurbjörnsson biskup, sem er nýlátinn, var árið 2006, spurður að því hvort leyfa ætti kynvillingum að ganga í HJÓNABAND. Hann svaraði eins og sannkristnum manni sæmir: Ég held að hjónabandið eigi það inni hjá okkur að við allavegana köstum því ekki á sorphauginn alveg án þess að hugsa okkar gang.

Írska þjóðin er enn kristinnar trúar, þökk sé Guð. Þeir vita að Hjónaband er órjúfanlegur sáttmáli sem aðeins einn karl og ein kona geta gert sín á milli með fulltingi Guðs.

Þér segið: Hvers vegna? Af því að Drottinn var vottur að sáttmálsgjörðinni milli þín og konu æsku þinnar, er þú hefir nú brugðið trúnaði við, enda þótt hún væri förunautur þinn og eiginkona þín eftir gjörðu sáttmáli. Hefir ekki einn og hinn sami gefið oss lífið og viðhaldið því? Og hvað heimtar sá hinn eini? Börn sem heyra Guði til. Gætið yðar því í huga yðar, og bregð eigi trúnaði við eiginkonu æsku þinnar. Því að ég hata hjónaskilnað segir Drottinn, Ísraels Guð, og þann sem hylur klæði sín glæpum segir Drottinn allsherjar. Gætið yðar því í huga yðar og bregðið aldrei trúnaði. (Mal. 2:14-16)..

Guðmundur Örn Ragnarsson, 12.3.2024 kl. 09:12

3 Smámynd: Dominus Sanctus.

"VERÖLD VITKAT": Alltaf gott að fá góðar fréttir.

Dominus Sanctus., 12.3.2024 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband