Siðagildin á Glæpaleiti

Jólaskapið kemur með ,,laufléttum svipmyndum" af ,,ævintýrum" Hitlers og þriðja ríkisins í Póllandi, segir Gísli Marteinn þegar hann kynnir jóladagskrá þjóðarmiðilsins.

Á Íslandi búa nokkrar þúsundir Pólverja. Af þeirri ástæðu einni ættu Gísli Marteinn og RÚV að biðjast afsökunar.

Á Glæpaleiti er yfirmaður sakborningur í alvarlegu glæpamáli. Yfirmaðurinn býr til dagskrárefni eins og ekkert hafi í skorist. Það sendir skilaboð til annarra starfsmanna að allt sé leyfilegt. Til dæmis má nota barnaefni til að koma höggi á þá sem stofnunin segir ,,vont fólk."

Fjölmiðill sem lítur á lög og siðferði sem hvern annan brandara er til alls vís. Vinnustaðamenning á Glæpaleiti er einfaldlega ekki í lagi.


mbl.is Gagnrýnir grín Gísla Marteins um Hitler
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er alveg borin von að losna við Gísla Marein????

Sigurður I B Guðmundsson, 5.12.2022 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband