Einar ruglar saman veðri og loftslagi

Fyrir 5 dögum sagði veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands ,,að ekki sé kom­in nein lang­tímaspá fyr­ir versl­un­ar­manna­helg­ina sem mark er á tak­andi." Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur þykist aftur á móti vita hvernig veðrið verður eftir mörg ár.

Einar veit vitanlega ekkert um veðurfar framtíðarinnar. Ekki frekar en að hann viti kjörhita jarðarinnar. Sumt veit enginn, m.a. þetta tvennt: veður langt fram í tímann og kjörhita jarðar.

Þeir sem tala faglega um loftslagsmál gera skýran greinarmun á veðri og loftslagi. Veðurfræðingurinn Anthony Watts heldur úti fréttasíðu um loftslagsmál. Hann útskýrir muninn sem Einar ruglar með: ,,Veður er atburður sem getur varað í nokkrar mínútur og upp í nokkra daga [...] Loftslag er meðaltal veðurs yfir 30 ára tímabil skv. skilgreiningu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, VMO." 

Hvers vegna ruglar Einar með hugtök? Jú, til að ala á ótta almennings. Einar er fangi pólitískrar hugmyndafræði sem kennir að heimurinn sé á heljarþröm vegna manngerðra loftslagsbreytinga. Þegar óvenjuleg hlýindi mælast stekkur Einar fram en hann þegir í kuldakasti. Einar og sálufélagar handvelja staðreyndir sem falla að hugmyndafræðinni en líta framhjá staðreyndum sem mæla gegn. Skipulagðar blekkingar.

Hugmyndafræðin er skáldskapur, ekki vísindi. Engin hamfarahlýnun á heimsvísu hefur átt sér stað síðan mælingar hófust. Síðustu 150 ár hefur heimurinn hlýnað um 1 gráðu, segi og skrifa eina gráðu á selsíus. 

Í viðtalinu vitnar Einar í eina rannsókn ,,þar sem rann­sak­end­ur komust að þeirri niður­stöðu að tvö­föld­un á CO2 í loft­hjúpi gæti valið þeirri hringrás­ar­breyt­ingu að sumri í þá veru að þurrk­ar og hit­ar yrðu al­geng­ari í Evr­ópu." Orðalagið blekkir enda hannað til þess. Ef ekki er hægt að spá um veðrið nema nokkra daga fram í tímann er röklega ómögulegt að segja til um loftslag framtíðar.

Spádómar um loftslag framtíðarinnar eru álíka ábyggilegar og spá um veðrið verslunarmannahelgina eftir 5 ár. Sérfræðingar sem standa undir nafni vita þetta. Til dæmis William Happer loftslagsvísindamaður og fyrrum prófessor í Princeton til áratuga: spár um loftslag framtíðar eru vísindaskáldskapur.

Með því að nota kennivald sitt sem veðurfræðingur til að boða kukl ryður Einar brautina fyrir fasista er vilja afnema frjálsa orðræðu. Hugmyndafræðin um manngert loftslag stenst ekki skoðun og því verði að banna andmæli. Fasismi í nafni manngæsku.


mbl.is „Þessar hitabylgjur verða alltaf tíðari“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það er ekki hægt að hlæja að þessu lengur. Það er búin að vera hamfarahlýnum í 30 ár en ekkert hlýnað. Þetta er peninga uppspretta fyrir einhverja augljóslega. Hvað eru Íslendingar að leggja mikið til málanna og veit einhver hvernig þeir fjármunir eru notaðir?

Kristinn Bjarnason, 26.7.2022 kl. 10:48

2 Smámynd: Þröstur R.

 

Það eru allavega einhverjir að setja peninga í þetta Kristinn.

það er spurning hvort lífeyrissjóðirnir munu einhverntímann fá þessa peninga aftur. Ég geri mér allavega ekki vonir um það. Hefði ekki verið nær að þessir lífeyrissjóðir hefðu fengið að kaupa Mílu? Væri það ekki miklu nær að fá að fjárfesta í innviðum íslensku þjóðarinnar heldur en að selja það úr landi.

Annars vil ég þakka höfindi fyrir góð og beinskeitt blogg sem svo nauðsynleg á þessum skrítnu tímum.

"Þréttán af fjórtán stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa skuldbundið sig til að setja níu prósent af hreinni eign íslenska lífeyrissjóðakerfisins í verkefni sem tengjast hreinni orku og öðrum umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030."

https://kjarninn.is/frettir/threttan-islenskir-lifeyrissjodir-aetla-ad-setja-580-milljarda-krona-i-graenar-fjarfestingar/

Þröstur R., 26.7.2022 kl. 16:40

3 Smámynd: rhansen

HVAÐ ER Rikisstjornin  buin að láta  mikla peninga i loftlagsruglið og hvert fóru þeir ,i hvað og i hvers vasa ??,,,,,,,,,,,,,,hefði ekki verið nær að klára nokkur verkefnin her heims sem biða peninga ??

rhansen, 26.7.2022 kl. 22:35

4 Smámynd: booboo

Tvö dæmi um loftslagsruglið á Íslandi (þar sem peningum er sóað) og árangur enginn:

Votlendissjóður - (moka ofan í framræsisskurði til þess að hægja á losun CO2 úr jarðvegi vegna gerjunar jarðvegs)

Carbfix - dæla CO2 í jörðina, með miklum kostnaði.

Holland: minnka landbúnaðrframleiðslu: m.a. af því beljurnar losa svo mikið metangas úr afturendanum.

booboo , 27.7.2022 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband