Þögn á alþingi um Þóru og RÚV

Þóra Arnórsdóttir yfirmaður á RÚV er með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á byrlun Páls skipstjóra og stuldi á síma hans. Hún var boðuð til yfirheyrslu 14. febrúar, fyrir nær 3 mánuðum. Hún fer alla lagakróka að komast hjá heimsókn til lögreglu að gefa skýrslu. Síðasta útspilið felur í sér að ríkisstofnunin RÚV krefst dóms um að önnur ríkisstofnun, lögreglan á Akureyri, sé vanhæf. Þetta eru nýmæli og tíðindi til að ræða og greina. En það ríkir dauðaþögn á alþingi.

Byrlun Páls og stuldur á síma hans var forsendan fyrir umfjöllun um ,,skæruliðadeild" Samherja fyrir ári síðan. Þá var málið tekið upp á alþingi og fóru sumir þingmenn hamförum.

Svokölluð skæruliðadeild Samherja var aldrei sökuð um nokkurn glæp og engin lögreglurannsókn stendur yfir á athöfunum meintra liðsmanna hennar. En samt var hún á dagskrá alþingis, tóku þingmenn stórt upp í sig og ráðherrar fordæmdu. 

Þrír blaðamenn hið minnsta, auk Þóru, eru grunaðir um saknæmt athæfi. Á meðal málsgagna, sem hafa verið gerð opinber, er skýrsla lögreglunnar fyrir héraðsdómi 28. febrúar. Þar segir m.a.

Hafa ber í huga að í síma einstaklinga í dag er allt líf þeirra skráð. Þar er að finna mikið af upplýsingum um einkalíf þeirra, einkasamtöl við fjölskyldu, vini og kunningja og jafnvel lækna, sálfræðinga, lögfræðinga ofl. Þar er að finna ljósmyndir og myndskeið, jafnvel sjúkraupplýsingar og aðrar persónuupplýsingar.

Þóra fékk allar upplýsingarnar sem voru í síma Páls skipstjóra. Segir í lögregluskýrslunni: ,,þeir sem afrituðu símann hafa þurft að skoða allt sem í símanum var...". Hún hafði allt einkalíf Páls í hendi þér. Skýrsla lögreglunnar ber með sér að Þóra deildi á aðra fjölmiðla einkamálum Páls. En hún birti sjálf ekki stafkrók, ekki eina einustu frétt. Þóra getur ekki borið við að hún hafi verið að afla frétta. Eitthvað annað og verra bjó að baki en að afla frétta og upplýsa almenning. 

RÚV er á fjárlögum sem alþingi lögfestir. RÚV er opinber stofnun. Hvers vegna spyr enginn þingmaður hvernig því víkur við að yfirmenn RÚV eru grunaðir í lögreglurannsókn á alvarlegum glæp? Varla telst það sjálfsagt mál í siðuðu samfélagi.

Hvers vegna er ráðherra ekki spurður um háttsemi RÚV, að stunda glæpi og flytja afraksturinn í aðra fjölmiðla, Stundina og Kjarnann, til birtingar? Ráðherra ber ábyrgð á RÚV gagnvart þingheimi.

Hvers vegna er Stefán útvarpsstjóri ekki kallaður á fund þingnefndar og spurður hvað hann hafi gert til að upplýsa málsaðild starfmanna stofnunarinnar? Hvers vegna létu Rakel Þorbergsdóttir, Einar Þorsteinsson og Helgi Seljan skyndilega af störfum í haust og vetur? Greiðir RÚV lögfræðikostnað Þóru?

Stefán er fyrrum lögreglustjóri. Finnst honum eðlilegt að starfandi yfirmaður á RÚV krefjist dóms um vanhæfi lögreglunnar á Akureyri að rannsaka sakamál? Ein ríkisstofnun stundar málarekstur gegn annarri ríkisstofnun og hvorki heyrist hósti né stuna frá alþingi. 

Er það svo að gjörvallur þingheimur er undir járnhæl RÚV, þorir hvorki að æmta né skræmta, þegar Efstaleiti líkist meira skipulögðum glæpasamtökum en þjóðarfjölmiðli? 

Þingmenn sperrtu sig og reigðu þegar Páll skipstjóri nýtti sér tjáningarfrelsið en þegar hann verður fyrir byrlun og gagnastuldi er enginn þingmaður sem spyr hverju sæti. Hversdags-Páll er tekinn á beinið fyrir að tjá sig en Þóra sakborningur fær friðhelgi í umræðunni.

Óttast þingmenn að fara á bannlista RÚV ef þeir vekja máls á að ekki sé allt með felldu á Efstaleiti? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Frábært og tímabært blogg. Auðvita á Stefán að vera yfirheyrður líka og Þóra að fara í tímabundið leyfi frá Rúv á meðan mál hennar er rannsakað. En þetta mál sýnir og sannar að Alþingismenn eru hræddir við Rúv. Vilja ekki fá starfsfólk þar á móti sér og sínum flokki sem er auðvita ekki eðlilegt.

Sigurður I B Guðmundsson, 7.5.2022 kl. 09:57

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þögn RUV og þingmanna verður æ háværari.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.5.2022 kl. 10:24

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Niðurlagið í pistlinum hjá þér Páll er mjög líkleg skýring.

Sigurður Kristján Hjaltested, 7.5.2022 kl. 11:15

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

A hvaða forsendu er løgreglan a Akureyri vanhæf til að rannsaka mál Þóru? Þetta er fáránleg asøkun nema náin fjølskyldutengsl séu milli Løgreglu og Páls og/eða heimildarmannsins X. Nú, svo má ímynda sér að í litlu bæjarfélagi megi ætla að kunningjatengsl liggi víða.

Veit Tilfallandi á hverju þessi vanhæfiskæra byggir? 

Ragnhildur Kolka, 7.5.2022 kl. 11:52

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Vanhæfiskrafan, skilst mér, byggir á orðum sem Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari lét falla eftir úrskurð í máli Aðalsteins Kjartanssonar. Þar kom við sögu myndlíking á blaðamönnum og blómaskreytingafólki.

Páll Vilhjálmsson, 7.5.2022 kl. 11:56

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

WOW, "hatursorðræða" í garð blaðamanna tekur á sig ýmsar myndir! 

Ragnhildur Kolka, 7.5.2022 kl. 12:15

7 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ótrúlegt mál sem fær ótrúlega litla umfjöllun. Hvar eru Rannsóknafjölmiðlamennirnir? 

Sindri Karl Sigurðsson, 7.5.2022 kl. 15:57

8 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sindri. Mörg ár síðan við höfðum rannsóknar blaðamenn.

Í dag eru við bara með "BLAÐURSMENN"

Sigurður Kristján Hjaltested, 7.5.2022 kl. 18:55

9 Smámynd: Grímur Kjartansson

Á meðan flytur Stundin falsfréttir um dreifingu árósðursbréfs sem enginn Sjálfsstæðismaður virðist hafa fengið
Áróðursbréfi um störf eiginmanns Hildar fyrir Jón Ásgeir dreift til sjálfstæðisfólks - Stundin

Grímur Kjartansson, 7.5.2022 kl. 21:02

10 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Hvers konar getuleysi er það að loka ekki þessari stofnum sem hefur misnotað það vald sem hún hefur mjög gróflega í langan tíma? Það er hverju orði sannara að þessi stofnum er farin að hegða sér eins harðsvíruð glæpasamtök. Mér sýnist þessir stjórnmálamenn sem við höfum í dag séu einhverjir mestu ræflar sögunnar. Þetta fólk gerir leynilega samninga við lyfjarisa og gerir fólkið sitt að tilraunadýrum, tekur þátt í stríði við Rússa, kvitta upp á orkusamninga evrópusambandssins sem er ekki í þágu þjóðarinnar og eru líklega á leiðinni með að kvitta upp á að WHO taki við sóttvörnum hér á landi.

Það er eiginlega hægt að ganga að því sem vísu að þetta fólk vinnur ekki í þágu þjóðarinnar.

Kristinn Bjarnason, 8.5.2022 kl. 09:46

11 Smámynd: Júlíus Valsson

RÚV þagði um áhrif 3. orkupakka ESB á Íslandi. RÚV hefur ekki sagt orð um 4. orkupakka ESB og áhrif hans á Íslandi. Þáttur Gísla Marteins, Vikulokin gerði endurtekið stólpagrín að andstæðingum 3. orkupakka ESB ha! ha! ha! Vitið þér enn eða hvað? 

Júlíus Valsson, 8.5.2022 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband