Pólsk innrás í Úkraínu líkleg

Rússar ætla sér að innlima suður- og austurhluta Úkraínu. Nafnið Nýja-Rússland er komið á flot í umræðunni. Á meðan vestrænir fjölmiðlar flytja fréttir af sigrum Úkraínumanna sækja Rússar fram hægt en örugglega  í suðri og austri. Pólverjar eru líklegir til að hugsa sér til hreyfings í vesturhluta Úkraínu.

Tilgátan um að pólskur her færi inn í Galisíu-héraðið, í kringum borgina Lviv, fékk tilfallandi kynningu fyrir viku og þá sem langsótt samsæriskenning. Vika í stríði er eins og vika í pólitík, getur breytt rás viðburða. Pólverjar misstu Galisíu í lok seinna stríðs og eru áhugasamir um endurheimt héraðsins. Tækifærið virðist núna. 

Úkraína er, að áliti þeirra sem til þekkja, á hraðri leið að verða eyðiland, ónýtt ríki. Ástæðan er tvíþætt. Í fyrsta lagi tapar úkraínski herinn fyrir þeim rússneska. Mannfallið er líklega einn á móti fjórum; fyrir hvern einn rússneskan hermann deyja fjórir úkraínskir. Rússar er þrisvar sinnum fjölmennari þjóð en Úkraínumenn. Myndir af föllum hermönnum sýna miðaldra karla sem voru borgarar síðustu jól. Þeir eiga ekki roð við atvinnuhermönnum.

Í öðru lagi er bandarískur og vestrænn stuðningur við stjórnina í Kænugarði skilyrtur við að engir samningar verði gerðir við Rússa. Bandaríski varnarmálaráðherrann sagði það skýrt: Úkraínumenn eru vestrænt fallbyssufóður til að veikja hernaðarmátt Rússa. Selenskí forseti og stjórn hans standa og falla með vestrænni aðstoð. Þess vegna verður ekki samið.

Án samninga heldur Úkraína áfram að glata herliði og landsvæði. Enginn veit markmið Rússa. Kunnugir gefa sér að Rússar hafi áhuga á 30-50 prósent Úkraínu. Líklega stefna þeir á að taka Ódessu í suðvestri en við það yrði stjórnin í Kænugarði landlukt.

Á hinn bóginn. Ef pólskur her færi inn í vesturhluta Úkraínu, undir formerkjum friðargæsluliðs, með vitund Bandaríkjanna og e.t.v. vilyrði stjórnarinnar í Kænugarði, myndi það hafa fælingaráhrif á Rússa. Pólland er Nató-land og þvældist ekki inn í Úkraínu án þegjandi samkomulags við Rússa. Pæling Pútín og félaga gæti verið að ný víglína í vestri gerði þeim auðveldara fyrir á austurvígstöðvunum. Óðara myndu einhverjir úkraínskir þjóðernissinnar vilja berjast við Pólverja - burtséð frá hvað Selenskí forseti segir.

Annað og stærra hangir á spýtunni fyrir Rússa. Pólsk innrás í Úkraínu staðfesti kenninguna um að staðan fyrir 24. febrúar síðastliðinn, þ.e. fyrir innrás Rússa, var ekki sjálfbær. Úkraína var of stórt land til að verða Nató-ríki, séð frá hagsmunum Rússa, og það er of stórt til að verða í heild sinni eign Rússlands, séð frá bandarískum Nató-sjónarhóli.

Pólsk innrás þjónaði hagsmunum Rússa. Þeir gætu jafnvel sleppt að ráðast á Ódessu, sem er suður af Galisíu, og látið Pólverja og stjórnina í Kænugarði bítast um borgina.

Reuters hafði eftir rússneskum leyniþjónustuforingja að pólsk innrás væri í bígerð. Falsfrétt, var sagt á vesturlöndum. Gonzalo Lira, gúrú í augum þeirra sem ekki trúa vestrænum fjölmiðlum, og þeim fer fjölgandi, segir að áætlun um pólskar aðgerðir í Galisíu sé fyrir hendi. Hann fullyrðir að Medvedev, sem var staðgengill Pútín um hríð, hafi gefið Pólverjum grænt ljós.

Bandaríkin og Nató myndu tapa pólitískt á pólskum aðgerðum í Úkraínu en styrkjast hernaðarlega. Af þeirri ástæðu getur orðið bið á að áætluninni verði hrint í framkvæmd. En eftir því sem Úkraína minnkar í austri verður brýnna fyrir Nató-ríkin að styrkja sig í Vestur-Úkraínu. Það verður ekki gert nema með pólskri aðstoð.

Að tjaldabaki er plottað um framtíð Úkraínu. Á vígvellinum deyja menn í hrönnum. Sorglegt er að hugsa til þess að með samningum hefði mátt koma í veg fyrir ósköpin. Úkraína hefði getað orðið hlutlaust land á milli Nató-blokkarinnar og Rússlands. 

 


mbl.is 300 yfirgefa verksmiðju í Maríupol
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég las með áhuga og taldi vera eitthvað vit í þessari færslu í fyrstu. Þangað til þú tókst rugludallinn Gonazalo Lira sem heimild. Þá fauk allur trúverðugleiki út í veður og vind.

Manninn sem gerði sig að alþjóðlegu fífli, þegar hann sagði að Rússar ætluðu sér ekki að drepa almenna borgara og ekki að eyðileggja innviði Úkraínu.

Nokkrum vikum seinna voru þeir búnir að drepa þúsundir, en pössuðu sig á að nauðga mörgum þeirra fyrst og leggja innviði landsins í rúst, bæði sjúkrahús og íbúðabyggingar.

How a Sleazy American Dating Coach Became a ProPutin Shill in Ukraine

Theódór Norðkvist, 8.5.2022 kl. 15:08

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Reyndar er megnið af innviðum Úkrainu óskemmt og ótrúlega laágt hlutfall almennra borgara hefur fallið,enda eru þeir ekki skotmarkk Rússlandshers.
Vandamálið með opinberar byggingar er að Naasistarnir nota sömu taktik og ISIS og koma sér fyrir í íbúðahverefum og opinberum byggingum.
Oft halda þeir svo almennum borgurum sem gíslum í bardögunum til að búa til PR stunt og til að tefja framrás Rússa.
Þetta er afar alvarlegur stríðsglæpur og þegar þessi mál koma fyir rétt þá verða margir af þeim sem stoðu fyrir þesssu dæmdir,sumir til dauða.
Rússar hafa ekki dauðarefsingu ,en mál af slíku tagi verða væntanlega tekin fyrir í Donetsk þar sem dauðarefsing er leyfð.
Líklega verða einhverjir af þessum óþokkum hengdir.
Það er þungt hljóðið í íbúum Donetsk og Luhansk enda eru þessir Nasistar búnir að halda uppi stórskotahríð á þá í átta ár.

Það eru til óteljandi vitnisburðir um hvernig Úkrainsku Nasistarnir hafa skotið á fólk sem reynir að flýja átökin.


Borgþór Jónsson, 8.5.2022 kl. 17:19

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Við þetta má bæta að margir Pólvjar telja sig eiga ættmenni í fjöldagröfum í Galíseu eftir þjóðernishreinsanir Úkraínumanna þar 1943-5.

Guðmundur Jónsson, 8.5.2022 kl. 18:52

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Borgþór, ertu með einhverjar heimildir fyrir þessum fullyrðingum þínum? Annars er ég sammála þér að rannsókn á stríðsglæpum mun (vonandi) leiða sannleikann í ljós og ég held að hann verði óhagstæðari Rússum en Úkraínumönnum, sem þú kallar nasista án alls rökstuðnings. Mér finnst framferði Rússa miklu líkara nasistum en hinna.

Theódór Norðkvist, 8.5.2022 kl. 19:19

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú ert orðinn aumkunarverður í þinni umfjöllum um Úkraínu, Páll. Skrif þín um þetta málefni eru alger stílbrot frá öðrum srifum þínum, þar sem frelsi til orðs og athafna hefur verið í hávegum, ásamt því að verja á allan hátt frelsi Íslands og þess sem íslenskt er.

Í þínum skrifum um stríðið í Úkraínu velur þú hins vegar að trúa áróðri einræðisherra, sem fer með hernaði á hendi annarrar þjóðar. Snýrð staðreyndum á haus til að þóknast þessum einræðisherra. Þú tel það rök fyrir manndrápum einræðisherrans að her Úkraínu skuli vera búinn að halda uppi vörnum fyrir land sitt í austur héruðum lands síns, eftir að rússar sendu sína málaliða þar inn í Úkraínu árið 2014.

Reyndu nú að vitkasts, Páll. Sem unnandi réttlætis og sjálfstæðis til orða og æðis og sem unnadi þess að Ísland fái ráðið sínum ráðum sjálft, ættir þú að láta af tjónki við einræðisherra sem ritskoðar allt innan síns lands og skirrist ekki við að setja þá í fangelsi sem hafa aðra skoðun en hann. Ættir þú að láta af þínum stuðningi við einræðisherra sem ræðst inn í nágrannaland sitt með hernaði og ofbeldi.

Rússum hefur aldrei staðið nein hætta af Úkraínu. Engir tilburðir hafa verið af hálfu Úkraínu til að ráðast inn í Rússland, einungis tekið til varna gegn innrás á land sitt, fyrst inn í austurhéruðin 2014 og síðan aftur með alsherjarárás á landið í febrúar síðastliðinn. Af mæla gegn þjóð sem ver sitt sjálfstæði er það aumast sem finnst í fari nokkurns manns!

Gunnar Heiðarsson, 8.5.2022 kl. 23:22

6 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er líklega alveg rétt hjá Gunnari, að Rússum hafi ekki staðið nein hætta af Úkraínu og löglega kjörnum forseta, m.a. vottuðum af íslenskum eftirlitsmönnum ÖSE, en þær forsendur snarbreyttust eftir að Bandaríkjamenn fjármögnuðu stjórnarbyltinguna 2014.

Ég hélt að flestir sem á annað borð eru að tjá tilfinningar sínar um þessi mál, vissu þetta.

Jónatan Karlsson, 9.5.2022 kl. 07:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband