Kata Jakobs í bandarísk stjórnmál

Forsætisráðherra Íslands skellir sér í bandarísk stjórnmál með twitter-færslu á ensku. Tilefnið er væntanlegur úrskurður hæstaréttar í Washington um fóstureyðingar. Málið er enn í drögum, engin niðurstaða komin. En Katrín er komin á kaf í umræðuna. Í Bandaríkjunum.

Séð frá Íslandi er málefnið bandarískt innanríkismál. Engar líkur eru að réttur kvenna til fóstureyðinga í Bandaríkjunum skipti máli hérlendis. Ekki frekar en að bandarísk afstaða til kristni skipti máli á Fróni. Pólitískar hefðir eru ólíkar. Við sækjum fremur fyrirmyndir til Norðurlanda og Bretlandseyja en vestur um haf.

Ef bandarískur stjórnmálamaður skipti sér af íslenskum sérmálum þætti okkur það óviðeigandi og myndum biðjast undan slettirekunni.

Hvað rekur forsætisráðherra að taka afstöðu til bandarískra innanríkismála? Eru íslensk stjórnmál orðin svo ómerkileg að óþarfi sé að eyða orðum að þeim?

Ef rök Katrínar eru þau að henni renni til rifja möguleg skerðing á réttindum kvenna þar vestra hlýtur sú spurning að vakna hvers konur í múslímaríkjum eigi að gjalda. Mannréttindi múslímskra kvenna eru hartnær engin í samanburði við stöðu kynsystra þeirra á vesturlöndum.

Ekki fer vel á því að forsætisráðherra Íslands hagi sér eins og bandarískur aðgerðasinni. Nema að Katrín sé á frumlegan hátt að tilkynna brotthvarf úr íslenskum stjórnmálum, - og með augastað á frama innan þeirra bandarísku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mannréttindamál eiga ekki að vera innanríkismál, þau varða alla menn á jörðinni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.5.2022 kl. 10:10

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þurfti að fara í "íslensk orðabók" vegna: slettirekunni sem er: íhlutunarsamur maður. En það má aldrei minnast á múslima af hverju er það?

Sigurður I B Guðmundsson, 4.5.2022 kl. 10:28

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er alveg sama hversu hátt þessir vinstrimenn klífa stigann þeir munu alltaf líta svo á að einar reglur gildi fyrir sig og aðrar fyrir aðra.

Ragnhildur Kolka, 4.5.2022 kl. 10:36

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi lög sem verið er að fella, eru brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna og koma þar fóstureyðingum lítið við. Það eina sem verið er að gera er að færa hverju ríki sjálfstæði og ákvörðunarrétt í þessum málum. Þessi mál eru komin út yfir allan þjófabálkk þar sem fóstureyðingar eru leyfðar allt fæðingu og ríki vilja hafa einhvað um það að segja og halda stjórnarskrárbundnu sjálfstæði. Það er ekki verið að banna fóstureyðingar heldur fela ríkjum aftur réttmætt vald til að draga siðferðilegar línur í þessum málum.

Fóstureyðingar er stór einkarekinn iðnaður i Bandaríkjunum. (Planned parenthood)Ef ríki setur takmörk við 4 mánuði t.d. Þá getur fólk leitað á staði sem leyfa þetta umfram þau mörk. Sum ríki hafa ekki og munu ekki hafa mikil takmörk á þessu.

Þrýstingurinn kemur frá kjósendum,hve rúmt þetta er. Þannig virkar víst lýðræðið. Ef þú ert talsmaður eða andstæðingur þá ertu kosinn eftir því hvernig álit almennings er. Kata er kannski að mæla með að það sé tekin hjáleið framhjá lýðræði og stjórnarskrá til að vernda einkarekinn iðnað í bandaríkjunum, sem hefur lítil sem engin siðferðisleg landamæri. Iðnaður þar sem hjartað ræður ekki för heldur ársreikningurinn og ávöxtunarkrafan.

Hæstiréttur hefur einfaldlega komist að þeirri niðurstöðu að viðkomandi úrskurður sé stjórnarskrárbrot. Rétturinn er að jöfnu demókratar og repúblíkanar og breytingin samþykkt af 5 geg 3.

Kata kynnir sér ekki málið heldur lætur twitterlýðin stýra sannfæringu sinni.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.5.2022 kl. 14:11

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Katrín Jakobsdóttir er einfaldlega demokrati - segi ekki meir

Jónatan Karlsson, 4.5.2022 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband