Bjarni óþarfur eða þingið?

Upphlaup á alþingi eru álíka merkileg og einelti á samfélagsmiðlum. Úlfaldi er gerður úr mýflugu til að koma höggi á einhvern saklausan fjarri vettvangi. 

Tilefnið til upphlaups á alþingi í gær er að Bjarni Ben fjármálaráðherra var ekki í þingsal þegar léttvægt frumvarp um frestun staðgreiðslu skatta og trygg­inga­gjalds fyrirtækja í veitingarekstri var á dagskrá.

Helga Vala þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sagði að hér væri ,,risa­stórt mál." Nei, þetta er smámál sem breið samstaða er um og algjör óþarfi að fjarmálaráðherra sé viðstaddur. Frumvarpið varð að lögum á einum degi. Þingmálin verða ekki öllu smærri.

Helga Vala er öðrum þingmönnum liðtækari að smána sjálfa sig, bæði innan þings og utan. Ekki kemur á óvart að hún leggist lágt.

Óvenjuleg er frammistaða nýs þingmanns Viðreisnar Sigmars Guðmundssonar. Hann sagði Bjarna sýna virðingarleysi með fjarveru. Auk Bjarna var annar þingmaður fjarverandi, Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar. Sigmar er alinn upp á samfélagsmiðlum og kemur með ósið þaðan sem kallast tvöfalt siðferði. Ekki góð byrjun á þingferli.

Andrés utangátta Jónsson Pírati sakaði Bjarna um móðgun. En það er auðvitað ekki móðgun að fá kosningu á þing fyrir einn flokk en starfa fyrir annan. Sei, sei nei.

Alþingismenn sem standa að ómerkilegum upphlaupum vanvirða þjóðarsamkunduna. Punktur.     


mbl.is „Er hæstvirtur fjármálaráðherra í rauninni óþarfur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Ég sem hélt að virðing fyrir Alþingi mundi skána við að losna við Steingrím J. en þetta upphlaup sýnir að það hefur ekkert breyst. 

Sigurður I B Guðmundsson, 18.1.2022 kl. 11:36

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Það fer höfundi afar illa að taka að sér það hlutverk að verja ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Það er mín skoðun að það fari höfundi betur að leita annað í sinum varnarleik.

En samherjar standa saman, það er víst svo.

Gott að nota hér orð Flosa Ólafs í bók sinni Í kvosinni, 1982. En þar má finna þessa merkilegu setningu , sem höfundur og hans kór mætti taka tíl sín." Vertu sem þú ert, ekki eins og þú átt að vera".

Þó svo að það að sumum þykir kynþokkafullt að vera miðaldraíhaldshró, þá þarf einn ekki að hoppa á þann vagn.

Koma svo ágæti höfundur, upp með sokkana, báða tvo.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 18.1.2022 kl. 12:50

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Faeri betur Sigfús ef flestir á thingi gerdu thad sem Flosi sagdi.

Meirihlutinn er thar eins og hann á ad vera samkvaemt

rétttrúnadinum, en ekki their sjálfir.

Mér líkar vid Pál eins og hann er, en ekki eitthvad 

sem hann aetti ad vera.

Sigurður Kristján Hjaltested, 18.1.2022 kl. 13:50

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Siguður,, 

Þú mátt hafa kenndir til höfundar, það er þitt.

Úr því að hér sér verið að ræða að menn og konur eigi að vera eins og þeir og þær séu, þá hljótum við að bíða spennt eftir því að höfundur taki þetta lögbrot fyrir og ræði sérstaklega.

Heldur þú Sigurður að það falli e-ð á þinar tilfinningar til höfundar ef hann kýs að gera það ekki, sem sannur samherji n.v  ríkistjórnarflokka og þá um leið f.v Sjávarútvegsráðherra ? 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/01/18/hafa_brotid_log_med_tilheyrandi_tjoni/

Sigfús Ómar Höskuldsson, 18.1.2022 kl. 14:39

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Út um víðan völl að vanda Sigfús!

Ragnhildur Kolka, 18.1.2022 kl. 17:59

6 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Í woke-leik góða fólksins gildir sú regla að sá sem nær að móðgast mest fyrir hádegi vinnur daginn, sem skýrir þetta upphlaup. En þessar athugasemdir SÓH eru óvenju skrýtnar, jafnvel á fúsískan mælikvarða. 

Hólmgeir Guðmundsson, 18.1.2022 kl. 19:04

7 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Það er rétt Kolka, ég er þó inni á vellinum.....á meðan þú og hinir í kórnum eruð upp í stúku....utan hóps....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 18.1.2022 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband