RÚV-gjald er mannréttindabrot

Í landinu er trúfrelsi. Maður getur staðið utan þjóðkirkjunnar. En það er ekki hægt að standa utan RÚV. Allir lögaldra Íslendingar eru krafðir um nefskatt sem rennur í hirslur RÚV.

Það má velja sér trúfélag, eða standa utan þeirra, en það er skylduaðild að RÚV.

Þegar skattgreiðendur voru skyldaðir að greiða útvarpsgjald var ekki vinnandi vegur að stofna ljósvakamiðil án aðkomu ríkissjóðs. Í dag er hægt að reka stafrænan miðil í bílskúr. Engin rök eru fyrir RÚV. Aftur standa mörg rök gegn ríkismiðli sem heftir frelsi borgaranna að velja sér fjölmiðil. 

Skylduaðild að RÚV er mannréttindabrot.

 


mbl.is Fjármögnun BBC breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er spurning hvort að það mætti skipta rúv upp í mismunandi pakka-áskriftir.

Þannig að þá myndi fólk bara borga fyrir þá pakka sem að það hefði áhuga á: 

Dæmi:

1.FRÉTTA OG FRÆÐSLUPAKKI. 

2.AFÞREYJINGARPAKKI kvikmyndir, skemmti og glæpa-þættir.

3.TÓNLISTARPAKKI.

4.ÍÞRÓTTAPAKKI.

5.BARNA OG UNGLINGAPAKKI.

------------------------------------------------------------------------------

Eða að fólk gæti valið á milli sjónvarpsþátta fyrirfram

í gegnum einhverkonar net-kosningu.

Jón Þórhallsson, 19.1.2022 kl. 09:18

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það mætti líka velta því fyrir sér, hvort að það þyrfti ekki að vera eitthvert

= merki á milli forseta Íslands og útvarpsstjórans

þannig að RÚV myndi endurspegla hugarheim / STEFNU forseta íslands

=þess aðila sem að fjöldinn  kaus

til að LÁTA LEIÐA SIG RÉTTA VEGINN INN Í FRAMTÍÐINA.

=Her eru skilaboð "skipstórans á ríkis-skútunni"   til áhafnarinnar / farþegana?

------------------------------------------------------------------------------

= Ef að fólkið er ekki ánægt með STEFNU forsetans

að þá gæti það kosið sér nýjan forseta.

Jón Þórhallsson, 19.1.2022 kl. 11:04

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég hef marg oft spurt: Til hvers og fyrir hvern er rás 2? 

Sigurður I B Guðmundsson, 19.1.2022 kl. 12:12

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég vil ekki að mínar SKATTKRÓNUR fari í þetta: 

Rás 2 er bara gay-pride-bæli og sýbylja:

https://www.ruv.is/frett/2020/06/21/gledigongur-um-allt-land

Jón Þórhallsson, 19.1.2022 kl. 12:33

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þó svo að höfundi sé meinilla við það sem við hin sem ekki hljótum okkar skjól frá þeim sem eiga útgerðir og er kallað lýðræði, þá ríkir það enn hér um sinn.

Þó svo að höfundi og hans kór dreymi um að hér ríki Pútín, þá eru hér enn nokkrir sem vilja enn trúa á það meirihlutinn ráði.

Því ætti höfundur að geta fengið vini sína, samherjana á sjónum, til að fjármagna einfalda og geðveikislega góða skoðanakönnun meðal allra landsmanna, ekki bara hér á Möggablogginu og fá úr því skorið hvort landsmenn vilji Ríkisútvarp eður ei. 

Auðvitað veit ég og kórinn um leið, að þó svo að h0fundur muni tapa geðveikt, þá mun höfundur ekki hlýða á það.

Höfundur vill bara sitt, slétt sama um aðra.

....og kórinn, upp í stúku, tekur undir með sínu nefi....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.1.2022 kl. 12:42

6 Smámynd: Gunnlaugur Baldvin Ólafsson

RúV er krabbamein í íslensku samfélagi. Sigfús Ómar er í hópi þeirra andÍslendinga sem neyða almúgann til að halda þessum áróðursmiðli gangandi í anda Göbbels.

Gunnlaugur Baldvin Ólafsson, 19.1.2022 kl. 16:34

7 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að þjóðin er óánægð með rúv

að þá ætti allt kastljosið að beinast að menntsmálaráðherranum 

sem að ber væntanlega ábyrgð á ÚTVARPSSTJÓRANUM;

 sem að hlýur að bera ábyrgð á sinni stofnun.

Jón Þórhallsson, 19.1.2022 kl. 16:50

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Og hvað í dauðanum ertu að tala um Sigfús? Höfundur er að tala um nauðungargjald að RÚV. Þú ættir nú eiginlega að vera skikkaður til að borga áskriftargjald að mogganum hvort sem þér líkar betur eða verr.

Jósef Smári Ásmundsson, 19.1.2022 kl. 16:50

9 Smámynd: Gunnlaugur Baldvin Ólafsson

Nákvæmlega Jósef Smári.

Gunnlaugur Baldvin Ólafsson, 19.1.2022 kl. 17:27

10 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Gunnlaugur, þú segir túmatur, ég segi tómatur.

Þér er frjálst að hafa þina skoðun á ágætu RÚV. Ég hef mína.

Kann hinsvegar að meta hvað þú metur við mikin mektarmann í stjórnkerfinu.

Hef lítið að gera með niðurstöður Alþingis og á stundum Sjálfsstæðisflokksins með stofnun RÚV ohf á sínum tíma.

Þakka samt heiðurinn.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.1.2022 kl. 17:56

11 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Jósef, ekki leika þig svona bláeygðan, þú er búinn mun meiri mannkostum en það.

Auðvitað snýst umræðan um það hvort RÚV eigi yfir höfuð rétt á sér eðu ei.

Þér og öðrum hér kann að þykja eitt, en raddlítill kór hér á kanntinum þegar mikill meirihluti þjóðar (heimild: MMR, traust til fjölmiðla. 2016) treystir RÚV best. Met svo stöðuna þannig að meirihluti þjóðar (ríflega) sé enn fyrir þvi að halda RÚV óbreyttu.

En vilji menn svo taka umræðuna á forsendum höfundar og 3 raddarinnar í kórnuim hér að ofan, þá má taka hana alla leið, þannig að ég geti t.d verið á mótið því að minn hlutu skatttekna fari í að niðurgreiða ferjusiglingar til Vestmannaeyja eða að taka þátt í sjúkraflugi frá Egisstöðum á Akureyri. ER þá er ekki best að hafa það þannig, þeir greiði sem njóiti. ef eitt kýs að búa úit á landi, þá er hans að halda úti sínum samg0ngum og sjúkraflugi.

Ekki mítt minnst mál, ef ég væri með sama hugsunrhátt og höfundur og meðlimirnir í 3 röðinni í kórnum atarna.

En svo er ég bara ekki þannig.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.1.2022 kl. 18:07

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Eg var nú satt að segja að taka umræðuna alla leið, Sigfús. Ef við erum að tala um að það sé skylduáskrift að einum fjölmiðli, RÚV, Þá ætti það að sjálfsögðu að gilda um alla fjölmiðla. Eigum við ekki að viðhalda jafnræðisreglunni? Hvað finnst þér? Svaraðu nú kaupmannspungur.tongue-out

Jósef Smári Ásmundsson, 19.1.2022 kl. 18:17

13 Smámynd: Gunnlaugur Baldvin Ólafsson

Skil ekki athugasemd Sigfúsar Ómars. Held hann sé þó ekki að reyna að vera ókurteis, nema ég misskilji hans húmor ef hann hefur einhvern. Ég segi tómatur en ekki túmatur hvað sem það kemur þessu máli við. "Mektarmaður" sem hann nefnir veit ég ekki hver er. Vegna þráhyggju um Sjálfstæðisflokkinn er rétt að taka hfram að ég er ekki stuðningsmaður hans né nokkurs annars ísl. flokks um þessar mundir.

Gunnlaugur Baldvin Ólafsson, 19.1.2022 kl. 18:21

14 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Gunnlaugur - "Sigfús Ómar er í hópi þeirra andÍslendinga sem neyða almúgann til að halda þessum áróðursmiðli gangandi í anda Göbbels"  ?

Var þetta boð um ársáskrift að Sælkerablaðinu ? 

Neibbs.....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.1.2022 kl. 18:27

15 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Jósef- góður :)

Ég held að formið á því að halda miðlinum sé upphafspunkturinn.

Það eru nokkir á móti, fleiri með, að mínu mati.

Hvort greiddur sé nefskattur eða þetta sé hluti af útgjaldarlið fjárlaga, sem hluti af samneyslunni er ekki málið í mínum huga. 

Hitt veit og eftir að hafa fylgst með kynningu hjá Vörðu í dag þar sem rædd er staða launþegans á Íslandi sl 2 ár, þá er vaxandi fátækt á landi, aukin misskipting og enn færri sem hafa efni á ófyrirséðum útgjöldum (Heimmild:https://www.rannvinn.is/sk%C3%BDrslur) þá eykst í þeim hópi sem ætla má að geta ekki leyft sér dýrar sjónvarpsásskriftir. 

Þó svo að n.v formaður Flokki fólksins hafi látið í það skína að loka ætti RÚV hér fyrir kosningar ´17, þá er ekki viss um að kosningahópur þess flokks tæki undir það.

Ef ég lýsi svo minni skoðun, þá ber t.d að mynda barnaefnið á RÚV af m.v hina miðlana. Vel talsett og efni sem hentar flestum aldurshópum. 

Margir aldraðir til mynda nýta sér aðgang að RÚV á daginn í sinni afþeyingu, þykist viss um að þeir þeirra sem tilheyra þeim hópi og á lægstu bótunum væru ekki tilbúnir að setja 10.000 á mánuði áskrifarmiðla.

Svo gæti mér verið slétt sama, eins og höfundur lætur v/ fýlu sinnar út í Fréttastofu RÚV , þar sem einn starfsmaður fór í meiðyrðarmál við hann og hann [höfundur] vann, um aðra en svo er ekki.

Hvað með þig Jósef ? 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.1.2022 kl. 18:40

16 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Margir aldraðir myndu nýta sér moggann ef hann yrði settur á ríkisspenann eins og Rúv, Sigfús.Að sjálfsögðu yrðu ekki allir ánægðir með það , enda ekkert nema vinstri vitleysingar og góða fólkið sem skrifar í moggann. Rétt eins og með RÚV. Akkúrat núna eru það bara handboltaáhugafólk sem nýtir sér þann miðil og svo að sjálfsögðu skátarnir 

Jósef Smári Ásmundsson, 19.1.2022 kl. 20:29

17 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Jósef, held að þú vanmetir hlustun og áhorf hjá RÚV.

Sjáðu t.d höfundinn hér. Ef e-r á RÚV lyftir öðrum þjóhnappum of hratt í beinni, þá rantar höfundur um atvikið.

Það fer fátt framhjá höfundi þegar kemur að RÚV.

Tvær skýringar á því, annað hvort á höfundur marga, marga vini sem horfa og njóta RÚV og skjóta svo á höfund þegar e-ð ekki eins og höfundur er tilbúinn að sættta sig við eða hitt, sem ég kaupi mun dýrara, að höfundur eins og margir í kórnum hér, horfi viðstöðulaust og fá mikið fyrir sínar 1588 kr á mánuði fyrir að njóta RÚV. 

Mogginn þarf ekki á spena, hann tottar þá ansi marga í dag, í boði þjóðar. Takk samt en nei takk.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.1.2022 kl. 20:57

18 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Málið snýst ekki um vinsældir eða óvinsældir ruv, heldur að fólk er skyldað til að greiða til stofnunarinnar, hvort sem það vill eða ekki. Eins og höfundur pistilsins bendir á þá var slík nauðargreiðsla til kirkjunnar afnumin fyrir nokkrum árum. Hvað réttlætir þá slíka nauðargreiðslu til fjölmiðils, sem segist vera á samkeppnismarkaði?

Þó vissulega megi segja að sumir starfsmenn þeirrar stofnunar telji sig æðri guði, eru þeir það bara alls ekki, því miður!

Gunnar Heiðarsson, 19.1.2022 kl. 22:33

19 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Gunnar, öll "nauðungarumræða" er náttla smjörklípan og auðvelt að láta smyrja sig, eins og þú og höfundur kjósið að gera.

Því miður stjórna hér flokkar sem alls, alls ekki vilja koma á fót þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég fullyrði hér, byggt á heimlidum um trausti til RÚV, að það sé mikill meirihluti fyrir því að hér verði áfram Ríkisútvarp og verði lengi.

Því verður ekki breytt á næstunni. 

Hvort RÚV verið á fjárlögum eða þjónustan greidd með nefsköttum er aukaartiðið, af því gefnu að menn og konur, já og þú Gunnar viljið tilheyra samfélagi.

Ef ekki, þá skulum við taka umræðuna um hvort útsvarsgreiðendur í RVK eigi að greiða fyrir að taka þátt í hafnargerð á Neskaupsstað. 

Þú mátt svo gera þarfir þínar yfir starfsfólk RÚV, það er á þinn reikning.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.1.2022 kl. 22:59

20 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ótrúlegt hvað sumt fólk getur verið ruglað, að leggja nauðgunaráskrift að fjölmiðli að jöfnu við samgöngur og sjúkraflug. Samgöngur og sjúkraflug eru lífsnauðsynleg fyrirbæri. Fíflalæti athyglissjúklinga í sjónvarpssal eru það ekki.

Theódór Norðkvist, 20.1.2022 kl. 10:48

21 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Theódór, þér er auðvitað frjálst að dæma fólk, það er þitt.

Ef þú lest það sem fram hefur verið sett, þá er verið að ræða málið í stærra samhengi.

Dæmi um hafnagerð og sjúkraflug er nefnt til að ræðá hvað það þýðir að búa í samfélagi. Segir sig augljóslega sjálft.

Ég gæti svo náttúrlega tekið mér sæti í kórnum og svarað þinu athugasemd þannig að fólk sé ekki neytt til að búa úti á landi, að það þurfi ekki að ferðast.

En ég tek ekki þátt í slíkum kór.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.1.2022 kl. 12:28

22 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þú svaraðir ekki ath.sem minni. Skemmtiferðir eru eitt, samgöngur til að koma nauðsynjavörum til fólks annað.

Þú getur síðan tönnlast á hinu svokallaða öryggisventilshlutverki RÚV. Það sást ágætlega í jarðskjálftunum 2000, þegar Ríkisútvarp vinstrimanna var of upptekið að sýna frá EM í fótbolta til að sinna aukaatriði eins og að láta fólk vita af almannahættu.

Theódór Norðkvist, 20.1.2022 kl. 12:55

23 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góður Theódór.

Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2022 kl. 13:17

24 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Theódór- svarið er löngu komið en ég reyni hér aftur, og eða eftir þörfum : "Dæmi um hafnagerð og sjúkraflug er nefnt til að ræða hvað það þýðir að búa í samfélagi. Segir sig augljóslega sjálft" 

Ég hef svo ekkert rætt sérstaklega um "öryggisventilhlutverk RÚV" eins og þú virðist vera lesa úr mínum skrifum.

Ég er hinsvegar að benda aftur og aftur, já og mögulega einu sinni enn, að það er stór meirihluti þjóðar (Heimild: MMR, 2016) sem treystir RÚV best af þeim fjölmiðlum sem eru í boði. 

Lítill, illa æfður kór, upp í stúku er ekki beint sá hópur sem ber að hlýða á, þegar kórinn blandar saman stjórnmálaskoðun og menninga/afþreyingjarþörf þeirra sem minna hafa á milli handa, þ.e allavega mín skoðun.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.1.2022 kl. 13:41

25 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Helga- betri  bestur ? 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.1.2022 kl. 13:41

26 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Höfundi þessa bloggs er ekki bara í nöp við RÚV, heldur fleiri frjálslynda fjölmiðla. Hans æðsta ósk er að RÚV myndi hverfa af yfirborði jarðar. Þá gætum við kannski bara snúið okkur að Kvóta-Mogganum og Útvarpi Sögu, vá æðislegt. Bloggið þetta er hluti af þeirri tilhneigingu sem því miður er í gangi víða, s.s að unnið sé að því hörðum höndum að níða skóinn af frjálslyndum fjölmiðlum, sjá Ungverjaland, Rússland, Filipseyjar og fleiri slík ríki.Í slíku ástandi þá geta spilltir stjórnmálamenn, auðmenn/kvótagreifar og aðrir slíkir vaðið uppi og spillngin grasserað sem aldrei fyrr. Það er kannski draumasena höfundar s.k. "tilfallandi athugasemda." Er honum þá svona rosalega umhugað um mannréttindi og myndu þau þá blómstra í slíku ástandi. Makalaust!

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 20.1.2022 kl. 17:00

27 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Bara eitt lítið (stórt fyrir þá sem urðu fyrir barðinu á því)dæmi um svokallað öryggishlutverk ruv. Norðan áhlaup gekk yfir landið í byrjun desember fyrir rúmu ári. Rafmagn fór af stórum hluta norðurlands, einkum um vestur hluta þess og stóð það yfir í nokkra daga. Fyrsta útvarpsstöðin til að detta út var ruv, báðar rásir, nánast jafn skjótt og rafmagn fór af. Síðast útvarpsstöðin til að komast í loftið aftur var ruv!

Því er allt tal um öryggishlutverk ruv sem prump!!

Gunnar Heiðarsson, 20.1.2022 kl. 22:04

28 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sigfús, ég fullyrti hvergi að þú hefðir minnst á þetta með öryggishlutverkið. Ég vildi bara skjóta þau rök niður áður en þau kæmu fram og Gunnar jarðaði endanlega þessa ranghugmynd um að RÚV sé einhver öryggisventill, hér rétt á undan.

Síðan hefur þetta ekkert með traust að gera, þó það sé rannsóknarefni að einhverjum detti í hug að treysta RÚV. Ég get til dæmis treyst þjálfara KR til að sínna sínu starfi af trúmennsku. Það gerir mig ekki skyldugan til að borga laun þjálfarans.

Theódór Norðkvist, 20.1.2022 kl. 22:28

29 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Théodór, ef meirihluti þjóðar vill að téður KR-þjálfari sé best treyst fyrir verkefninu, þá er eðlilegt að greiða manngreyinu laun.

Það gerir þig hinsvegar að farþega að vilja njóta vellvildar þjálfarans en vilja ekki greiða krónu fyrir vel unnin störf....

En svo vildi ég ræða ástæðu fyrir því af hverju Ísland á að taka þátt í norrænu samstarfi um vöxt fiskimiða við Svalbarðara.....svona áður en þú færir að mæla á mótið því.......

Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.1.2022 kl. 23:53

30 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Gunnar- Var það RÚV sem brást þar eða skortur á innviðauppbyggingu þeirrar (og núverandi) ríkistjórnar ?

Maður spyr sig....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.1.2022 kl. 23:54

31 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nú á að byrja á að velja þjálfara félagsliða eftir skoðanakönnunum og setja þá á ríkisjötuna? Ég held ég dragi mig út úr þessari umræðu áður en Pepsi-deildin verður ríkisdeildin.

Beini mínum orðum til þeirra sem hafa einhverja skynsemi til að bera. Hvað myndi ykkur finnast um það ef ríkið ákveddi að ausa peningum í KR þannig að þeir einir liða gætu keypt bestu leikmennina og önnur lið fengju ekki krónu úr ríkiskassanum?

Ég er viss um að það myndi valda mikilli óánægju, en það er nákvæmlega þetta sem er gert við RÚV, miðað við einkarekna fjölmiðla sem verða að lúta grimmum markaðslögmálunum og fara á hausinn ef þeir gæta ekki að sér. Þeir sem skilja þetta ekki eru einfaldlega blindir og ekki viðræðuhæfir.

Theódór Norðkvist, 21.1.2022 kl. 00:36

32 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Theódór, hættu nú að hugsa bara um sjálfan þig.

Þó svo að þú og aðrir KR-ingar getið greitt tugi þúsunda á mánuði fyrir sjónvarpsáskriftir þá eru það ekki allir sem geta það.

Því er það sem fæst fyrir 1588 kr á mánuði hjá RÚV mikið og gott efni fyrir marga.

Það má ræða hvernig RÚV er fjármagnað en taka RÚV úr umferð fullyrði ég að sé ekki meirihluti fyrir.

Um það snúast mín skrif.

EF þú skilur það ekki þá verður þú að ræða hér við klára fólki á þessum vegg.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 21.1.2022 kl. 13:11

33 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er ekki Kr-ingur og enn síður hef ég efni á að kasta tugþúsundum í sjónvarpsáskriftir. Hef raunar ekki keypt mér sjónvarpsáskrift í 10 - 15 ár.

Theódór Norðkvist, 22.1.2022 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband