Trú

Við trúum á heilbrigðisvísindin í farsótt. Nema þegar við viljum undanþágur. Trú á manngert veður er útbreidd og að koltvísýringur spilli náttúrulegu loftslagi. Loftslagstrú er þó sett ofan í skúffu þegar fólki langar að ferðast og tekin upp til dygðaskrauts þegar heim er komið.

Maðurinn var ekki hreinni og skírlífari þegar hann trúði á óræðan guð. Veraldleg hentisemi réð ekki síður ferðinni fyrrum en nú um stundir.

Helsti munurinn á óræðum guði og vísindatrú nútímans er að í fyrra tilvikinu er upphaf og eilífð en tilgangslaus endurtekning í seinna fallinu.

Maðurinn sem tegund er ekki nema um 200 þúsund ára. Jörðin er 4,5 milljarða ára. Við höfum fyrir satt að maðurinn hafi orðið til með líffræðilegri þróun. Sem væntanlega stendur enn yfir.

Samkvæmt viðurkenndum vísindum er maðurinn tilviljun. Ef ein stökkbreyting í fyrndinni hefði orðið á annan veg hefðum ,,við" orðið slöngur eða fiðurfé. Svo er hitt sjónarhornið, líka viðurkennt og kallað nauðhyggja, að allt sem er gæti ekki verið öðruvísi. Fyrst líf á annað borð kviknaði á móður jörð hlaut það að leiða til mannskepnunnar. 

Hvorugt sjónarhornið, að lífið sé annað tveggja tilviljun eða lögmál, kemur heim og saman við daglega reynslu okkar, síst nauðhyggja. Við höfum frjálsan vilja. Ég gæti sleppt að skrifa þetta blogg, fengið mér tár og hugsað um fótbolta. Tilviljunin heggur þó nærri. Fyrir 65 milljónum ára spókuðu sig risaeðlur á henni jörð. Hvergi var maðurinn. Fyrir tilviljun eyddu hamfarir stórum eðlunum og bjuggu í haginn fyrir smærri lífverur, fíngerðari og hugvitssamari; okkur. 

Tilviljun er tilgangslaus. Það er sjálf skilgreiningin á tilviljun. En ef það er eitthvað sem einkennir manninn er það leit að tilgangi. Við finnum aldrei tilganginn, með ákveðnum greini, en leitum hans sí og æ, kynslóð fram af kynslóð. Sú leit getur ekki verið sprottin af þróun. Líffræðileg þróun býr ekki til eðlishvötina ,,tilgangslaus leit að tilgangi". Líffræðin gerir okkur hæf að komast af. Aðlögunarhæfni í síbreytilegri náttúru bjó til tegundina. Það er beinlínis andstætt afkomuöryggi að velta vöngum yfir tilgangi. Éta, lifa og fjölga sér er viðurkenndur darwinismi. Önnur spendýr spá ekki í tilgang lífsins.

Aðeins guð gefur tilgang. Á óræða vísu. 

Gleðileg jól 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

 "En ef það er eitthvað sem einkennir manninn er það leit að tilgangi.

Við finnum aldrei tilganginn, með ákveðnum greini, en leitum hans sí og æ, kynslóð fram af kynslóð.

Sú leit getur ekki verið sprottin af þróun. Líffræðileg þróun býr ekki til eðlishvötina ,,tilgangslaus leit að tilgangi". 

----------------------------------------------------------------------------------------

Nú skora ég á alla landsmenn að skoða þessa heimasíðu frá upphafi;

 þar er allt útskýrt frá A-Ö; að hinir ýmsu kynþættir hér á jörðu

eru í raun geimgestir frá öðrum stjörnukerfum.

Sbr. fræðin hans Erich Von Daniken; Guðirnir voru gamfarar.

Það var engin tilviljanakennd þróun frá pöddum til skriðdýra;

frá skriðdýrum  til apa og þaðan til manna:

www.vetrarbrautin.com

Jón Þórhallsson, 24.12.2021 kl. 09:44

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Engu að síður eru þeir til sem líta á okkur, sem trúum á frjálst fólk og fullvalda þjóð, sem risaeðlur.

Gleðileg Jól. 

Ragnhildur Kolka, 24.12.2021 kl. 10:47

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Nær öll vísindi síðan 1920 eru svo full af svartholum og rangsnúningi að rétt væri að nefna þau Vúdúvísindi, enda eiga þau meira skylt við dulspeki en raunvísindi. Til að mynda hefur fjöldi líf- og efnafræðinga rifið Darwin í tætlur á síðustu tveim áratugum, en Sósíalistar eru svo heiðarlegir að þeir fela það fyrir skólabörnum.

Takk fyrir fína hugleiðingu.

Guðjón E. Hreinberg, 24.12.2021 kl. 13:12

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þróunarkenningin er rétt að því leiti að allt líf þróast eitthvað smávegis;

eins og þyngt, hæð, styrkleki, gáfur; hegðun

og kannski einhverjir litir og smávægisleg útlits-einkenni

að einhverju litlu leiti.

En það var ekki þannig að MAÐURINN SEM TEGUND MEÐ SÍN FULLKOMNU SKILNINGARVIT 

 hafi þróast út frá pöddum til skriðdýra og síðan 

frá skriðdýrum  til apa og þaðan til manna:

Jón Þórhallsson, 24.12.2021 kl. 14:37

5 Smámynd: Hörður Þormar

Hvernig er hægt að trúa þessu?

Akiane Kramarik f.1994 málaði mynd af Jesú Kristi þegar hún var átta ára gömul og er til löng frásögn af því sem erfitt mun vera að bera brigður á. Enda er hún víst enn að mála.

 Akiane on The Katie Couric Show Akiane Kramarik Akiane Kramarik • 4.2M views 7 years ago

 

Hörður Þormar, 25.12.2021 kl. 01:24

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef það er eitthvað sem við getum lært af þessu COVID19 fári, þá er það að vísindin og vísindahyggjan hefur algerlega beðið skipbrot. Mannkynið, með alla sína gríðarlegu þekkingu og tækni, stendur ráðþrota gegn óvini sem sést ekki með berum augum.

Ekki misskilja mig, ég er hlynntur vísindum og vil að við klórum okkur áfram til aukinnar þekkingar og nýrrar tækni. Það sem ég er mótfallinn, er að trúa á vísindin sem guð.

Vonandi verður þessi farsótt til að menn fara einmitt að leita til trúarinnar á Jesú Krist sem lausnar og hætti að trúa á mannlega leiðtoga sem bregðast hvað eftir annað og hugsa fyrst og fremst um að efla eigin hag. Þetta loforð til þeirra sem hlýða Honum, er enn í gildi:

Ef þú hlýðir gaumgæfilega raust Drottins Guðs þíns og gjörir það, sem rétt er fyrir honum, gefur gaum boðorðum hans og heldur allar skipanir hans, þá vil ég engan þann sjúkdóm á þig leggja, sem ég lagði á Egypta, því ég er Drottinn, græðari þinn. - 2. Mósebók 15:26

Þitt hæli er Drottinn,þú hefir gjört Hinn hæsta að athvarfi þínu. Engin ógæfa hendir þig, og engin plága nálgast tjald þitt. Davíðssálmur 91:9, 10

Óska öllum lesendum gleðilegra jóla.

Theódór Norðkvist, 25.12.2021 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband