Atlaga RÚV að Jóni og Brynjari misheppnaðist

Í fyrradag reyndi RÚV að vekja reiðiöldu á samfélagsmiðlum gegn Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra og aðstoðarmanni hans, Brynjari Níelssyni. Markmiðið var tvíþætt. í fyrsta lagi að knýja fram afsögn annars eða beggja og í öðru lagi sýna mátt fréttastofu RÚV í þjóðfélagsumræðunni.

Atlagan byrjaði í hádegisfréttum þegar fréttamaður stillti Bjarna Benediktssyni upp við vegg i skringilegu viðtali. Yfir daginn var málinu haldið vakandi á netútgáfu RÚV. Um kvöldið var Jón kallaður til yfirheyrslu í Kastljósi. Helmingur yfirheyrslunnar gekk út á að útmála Brynjar óalandi og óferjandi.

Líkt og í öðrum sambærilegum tilvikum er RÚV í samstarfi við aðgerðasinna. Í þessu tilfelli öfgafemínista sem sjá svart þegar minnst er á miðaldra hvíta karla. Hugmynd RÚV var að aðrir fjölmiðlar stykkju á vagninn og birtu eltifréttir og tækju þannig óbeint undir kröfuna um afsögn. En fjölmiðlar voru önnum kafnir í KSÍ-málinu og bitu ekki á agn Efstaleitis að þessu sinni.

Eftirtekjan á samfélagsmiðlum varð rýr, engin reiðibylgja. Öfgafemínistar eru fámennur hópur. Þeir gátu ekki bætt upp með gargi almennt áhugaleysi á aðför að ráðherra dómsmála og aðstoðarmanni hans. Vinstrimenn á alþingi komu heldur ekki til hjálpar. Að jafnaði er þar þó á vísan að róa. Kannski að þingheim gruni maðk í mysunni á Glæpaleiti.

Atlaga RÚV sýnir víðáttuna á milli hlutverks ríkisfjölmiðilsins, að segja fréttir, og starfshátta fréttastofunnar þar sem skipulega er leitast við að kynda undir vantrausti og valda óróa i samfélaginu. Misheppnaða reiðibylgjan gefur til kynna þverrandi áhrifamátt RÚV á þjóðfélagsumræðuna. Ísland batnar fyrir vikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Heyrði af tilviljun samtal fullorðna kvenna í gær. Það hafði komið þeim skemmtilega á óvart hvað Jón kom vel út úr þessu viðtali í Kastljósinu
Svo segja má að þetta brölt á RUV hafi snúist upp í andhverfu þess sem til var ætlast

Grímur Kjartansson, 9.12.2021 kl. 09:45

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

 Brynjar er ljós í réttrúnaðarmyrkrinu. Hann á fleiri aðdáendur en þá sem viðurkenna það.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.12.2021 kl. 17:42

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er orðið hart í ári hjá ruv þegar almannatengslafyrirtæki ráða fólki frá því að fara þangað í viðtal, þar sem ekki ríki traust um að ruv gæti hlutlægni og hlutleysis í sínum fréttaflutningi!

https://www.mbl.is/sport/efstadeild/2021/12/08/gudni_hunsadi_allar_radleggingar/

Gunnar Heiðarsson, 10.12.2021 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband