Siðareglur CNN og RÚV

Chris Cuomo, fréttamaður CNN, var gert að taka pokann sinn eftir að hafa ruglað saman hlutverkum sínum sem fréttamaður annars vegar og hins vegar bræðralagi við Andrew Cuomo, fyrrverandi borgarstjóra New York borgar. 

Eina sem Chris gerði, skv. BBC, var að vera full hjálplegur bróður sínum. Brot á siðareglum er litið alvarlegum augum á vestrænum fjölmiðlum.

En ekki á RÚV. Þar þykir sjálfsagt að fréttamenn véli með stolin gögn fengin með eitrun.

Hjörtum mannanna svipar kannski saman í Súdan og Grímsnesinu. En ekki siðum CNN og RÚV. 


mbl.is Bróðir Cuomo rekinn af CNN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

 Það voru engar athugasemdir gerðar af CNN hálfu meðan Chris hlóð undir bróður (ríkisstjórann) sinn til að gera lítið úr árangri Trump í baráttunni við veiruna. Ekki heldur þegar í ljós kom að bróðirinn hafði fyrirskipað að gamalmenni sýkt af veirunni væru send aftur inn á elliheimili. En þegar hann sýnir bróðurlegan kærleik þá segir CNN stopp, hingað og ekki lengra. 

Siðareglur blaðamanna þóttu heldur haldlitlar hér um árið þegar upp komst að nemar í blaðamennsku við Columbia háskólann höfðu upp til hópa svindlað á prófum. Siðareglur duga nefnilega skammt ef sidvitund er ekki fyrir hendi. 

Ragnhildur Kolka, 1.12.2021 kl. 18:38

2 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Þegar RÚV hefur enga siðareglur og hegða sér eins siðlaust götublað, þá fylgja hinir fjölmiðlarnir á eftir og eftir sitjum við með úrhrak fjölmiðla.

Kristinn Sigurjónsson, 1.12.2021 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband