Geðræn vandamál og loftslagsvá

Bölsýni bætir ekki geðræn vandamál. Ekki heldur heimsendaspár um að siðmenningin sé á bjargbrúninni vegna manngerðra loftslagsbreytinga. Slök geðheilsa batnar ekki við síbylju um að jörðin sé að farast.

Áróðurinn um loftslagsvá byrjaði 1988 vestur í Bandaríkjunum. Annar meginflokkur þarlendra stjórnmála, Demókratar, tók upp á sína arma þá trú að manngerð hlýnun næstu þrjá áratugi yrði 1,4 gráður á Celcius. Í reynd var hlýnunin 0,49 gráður. Fyrir þúsund árum var 1,5 gráðu hlýrra en í dag. Síðustu tæpu 7 ár hefur engin hlýnun mælst. Núll.

Síbyljan um manngerða hamfarahlýnun er röng. Sannanlega. Það er ábyrgðahluti að stuðla að eymd og vanlíðan með skáldskap um yfirvofandi hrun siðmenningar vegna manngerðs veðurfars. Loftslag lýtur náttúrulegum breytingum og hefur alltaf gert.


mbl.is Vilja fá geðheilbrigðismál í stjórnarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Er ungdómurinn alveg að klikkast út af óttanum við loftslagsvá?

Þá er ekki að furða þótt við afgamlir öldungar sem höfum upplifað heimsstyrjöld, kalt stríð með yfirvofandi atómsprengjum, áratugum saman, séum meira en lítið ruglaðir á geðiyell.

Hörður Þormar, 6.10.2021 kl. 21:05

2 Smámynd: Haukur Árnason

"Áróðurinn um loftslagsvá byrjaði 1988 vestur í Bandaríkjunum."

Áróðurinn byrjaði mikið fyrr, um eða fyrir 1970. Það var CO2, eins og nú, en hann var að valda ísöld þá. Svo hvað getur maður sagt ??

Haukur Árnason, 6.10.2021 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband