Trausti mátar RÚV og Fréttablaðið

RÚV reyndi að telja fólki trú um að skriðuföll nyrðra, á Tröllaskaga og Kinnarfjöllum, séu vegna manngerðra loftslagsbreytinga. Fréttablaðið hjó í sama knérunn. Björk Thunberg skrifaði í leiðara að þá ,,mun meiri hlýnun hafa skelfilegar afleiðingar fyrir jarðarbúa."

Bæði RÚV og Fréttablaðið velta sér upp úr því að annað eins veður hafi ekki sést þar nyrðra í ,,60-70 ár." Þegar elstu menn muna ekkert víðlíka hlýtur skýringin að vera manngerðar loftslagsbreytingar á seinni tíð. En, nei, aldeilis ekki.

Trausti Jónsson veðurfræðingur rifjar upp að skriðuföll eftir rigningar í september gerðu usla á sömu slóðum árið 1863, fyrir tæpum 160 árum, og vitnar í samtímafrásagnir um tjón á húsum og búsmala.

Fyrir hálfri annarri öld var sem sagt líka til manngert veðurfar, samkvæmt snillingunum á Efstaleiti og á Fréttablaðinu.

Ef náttúran gæti hlegið lægi hún í hláturskrampa yfir heimsku mannanna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Nauðsynlegt að veita ruv og frettablaðinu aðhald.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.10.2021 kl. 08:33

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þegar fólk þurfti að lifa af því sem landið gaf þá var framræst mýrlendi til að auka ræktað land svo fólk félli ekki úr hor vegna fæðuskorts
Samkvæmt vísindalegm rannsóknum þá sleppa þessar fyrrum mýrar í Svíþjóð út jafnmiklu og allur bílaflotinn í dag
Þessar fyrrum mýrar hljóta því að vera búnar að sleppa út ansi miklu síðustu 100 árin

Så fungerar klimatbomben som gömmer sig i marken | SVT Nyheter

Grímur Kjartansson, 6.10.2021 kl. 08:43

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mér var einnig starsýnt á uppryfjun Trausta og minnti menn á þessar hamfarir sem hann segir frá,því mér var ekki grunlaust um að vinstrin býsnuðust og skelltu sér á lær um leið og þau eyddi henni. Nauðsynlegt Heimir ,já.

Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2021 kl. 13:00

4 Smámynd: Sveinn Ólafsson

Stundum veit maður of lítið en þó nægjanlega mikið til að halda að maður hafi rétt fyrir sér. 

Stundum kemur heitur loftmassi sunnan að sem mætir kaldri norðanátt nálægt Kinnfjöllum. Þá verður til rigning, húðrigning eða ofsarigning eftir því hversu heitir vindar eru eða hversu þeir blása mikið og lengi svona nálægt Kinnfjöllum. Ofsarigningin er sjaldgæf af því kannski mætast þessir vindar ekki nálægt Kinnfjöllum. Þetta er óháð því hvort loftslagsbreytingar séu í gangi eða ekki. 

Nú hefur meðalhiti jarðar hækkað um 1-2 gráður síðan 1863 ? Hvað breytist? .. ekkert nema ein breyta, geta heits lofts til að bera vatni, 9g/m3 við 10°C verður 17g/m3 við 20°C eða 88% aukning í flutningsgetu vatns. 

Það þarf ekki meiri eðlisfræði til að útskýra af hverju ofsarigning 2021 yfir Kinnfjöllum hefði bara verið húðrigning í fimmdaga 18-23sept 1863 þar sem loftmassinn sem kom þá var kaldari og gat ekki borið eins mikið vatn.

Loftslagsbreytingingar eru komnar til að vera á Íslandi hugsanleg ef ekki er gripið í taumanna þá valda þær hamförum í þá veru að Golfstraumurinn gefur upp öndina með kuldatíð á Íslandi sem engin vill sjá.

Ekki blanda vinstri bulli og RUV bulli inn í loftslagsmálin 

Barnabörnum ykkar er það fyrir bestu. 

Sveinn Ólafsson, 6.10.2021 kl. 18:00

5 Smámynd: Hörður Þormar

Aldrei hef ég skilið þetta tal um "vinstri og hægri" í sambandi við loftslagsmálin. Loftslagsbreytingar bitna ekkert síður á hægrimönnum heldur en þeim sem eru til vinstri.

Fáar þjóðir hafa gert eins mikið til þess að draga úr kolefnislosun eins og Þjóðverjar en þar hafa hægrimenn verið við stjórn síðustu.

Kínverjar bera langmesta ábyrgð á kolefnislosun í heiminum. Eru þeir sérstakir hægrimenn?

Reyndar tók Trump upp þá stefnu að ýta loftslagsmálunum út af borðinu. Dró hann taum olíuiðnaðarins og fylgdu hægrisinnaðir aðdáendur hans honum að málum.

Hins vegar má segja að vinstri menn á Íslandi hafi tekið loftslagsmálin upp á arma sína, kannski með fullmiklum ákafa.

Ekki veit ég hvers vegna við tókum á okkur milljarða kr. skuldbindingar vegna losunar gróðurhúsalofttegunda eða hver stóð fyrir þeim. Mig grunar jafnvel að viðkomandi hafi setið á einhverri góðri loftslagsráðstefnu og fengið sér þar heldur mikið úr glasi af góðu víni.

Hörður Þormar, 6.10.2021 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband