Þolendur, skotleyfi fjölmiðla og fjárkúgun

Trúum þolendum kynferðisbrota er viðkvæðið frá Katrínu forsætis, Guðna Th. forseta og niður virðingarstiga þjóðfélagsins.

Kennisetningin ,,trúum þolendum" gefur fjölmiðlum skotleyfi á nafngreinda einstaklinga, meinta gerendur. Þolandi þarf ekki að leggja fram eitt einasta sönnunargagn. Hann er jú þolandi og við trúum.

,,Trúum þolendum" gerir ásökun og sekt að sama hlutnum. Skotleyfi fjölmiðla felur í sér að meintur gerandi sé óalandi og óferjandi og er meðhöndlaður sem slíkur. Í ferlinu frá ásökun til aftöku er aldrei spurt um málsatvik, sönnunarfærslu eða varnir sakbornings.

Þegar ásökun jafngildir sekt er freistandi að þola ekki einhvern og búa til geranda. Freistingin eykst ef hægt er að fá góðan pening fyrir að vera þolandi. Stígamót ímyndunar og veruleika eru sumum óglögg. Fantasíur og seðlar eru ekki bestu hjálpartækin til að greina á milli þess sem er - og er ekki.

Hvernig menning er það annars sem leyfir aftöku án dóms og laga og blessar fjárveitingar til þess arna?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Þú meinar ,,meintum þolendum,,. Hefur engum dottið í hug að þetta ofstækisfólk sem heldur uppi alls kyns ósönnuðum fullyrðingum sé hreinlega langt gengið af ímyndunarveiki ? Dapurt samfélag er það þar sem þegnarnir eru skotnir fyrst og spurðir svo. Slíkt samfélag þykir ofstækisfemínistunum eftirsóknarvert......., þar til þeir verða sjálfir skotnir.

Örn Gunnlaugsson, 4.9.2021 kl. 09:36

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Lýsti ekki einn þátttakandinn í sjónvarpsspjallinu um daginn því yfir  að hann hefði þurft að þola mótframbjóðanda sem þolandanum þótti "ekki hafa þægi­lega nær­veru"
Eflaust hefði þolandinn geta bætt við lýsinguna ef myndarvélar hefðu ekki verið á staðnum.

Grímur Kjartansson, 4.9.2021 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband