Ekki eitt sannleikskorn - hvaða menning er það?

Hörður Felix Harðarson, lögmaður knattspyrnumannsins Kolbeins Sigþórssonar,skrifar

Konan sem steig fram, og hefur farið mikinn í fjölmiðlum, lýsti því svo að lögmaður á vegum KSÍ hafi haft samband við hana og boðað hana til fundar með meðlimum stjórnar KSÍ til að ganga frá „þagnarskyldusamningi“. Vakti þetta mikla athygli enda án nokkurs vafa fréttnæmt ef einhver á vegum sambandsins hefði gegnt þessu hlutverki. Síðar kom fram hjá umræddri konu að undirritaður hafi að líkindum verið sá lögmaður sem í hlut átti. Í þessari frásögn er hins vegar ekki eitt sannleikskorn. Undirritaður átti aldrei í samskiptum við konuna, var ekki að vinna fyrir KSÍ í þessu máli, boðaði ekki til fundar með stjórnarmanni KSÍ og bauð henni ekki á nokkrum tímapunkti „þagnarskyldusamning“.

Hörður Felix rekur þann miska og tjón sem skjólstæðingur hans hefur orðið fyrir og spyr: ,,Er þetta raunverulega það þjóðfélag sem við viljum lifa í? Er það rétt og eðlilegt að einstaklingar séu fordæmdir og útskúfaðir með þessum hætti, án dóms og laga?"

Réttmætar spurningar.

Önnur spurning: hvað kallast sú menning þar sem frásögn með ,,ekki eitt sannleikskorn" ræður ferðinni um orðspor manna og afkomu?

 

 


mbl.is Lögmaður Kolbeins segir ákvörðun KSÍ misráðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hefur fólk tekið eftir hvernig lagt er áhersla á að ekki nafngreina einstakling sem skítkastið beinist að?
Þetta er mjög meðvitað gert til að torvelda að beita löggjöfinni um meiðyrði.

Grímur Kjartansson, 3.9.2021 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband