Beint lýðræði og samfélagsmiðlar

Beint lýðræði varð tískuhugmynd fyrir 15 árum eða svo þegar möguleikar alnetsins opnuðu á að fólk gæti kosið um menn og málefni í ró og næði heima hjá sér.

Heldur hefur dofnað áhuginn seinni árin á beinu lýðræði. Líkleg skýring er hvernig samfélagsmiðlar hafa þróast. 

Á samfélagsmiðlum eru greidd atkvæði í þeim skilningi að fólk segir álit sitt á dægurmálum. Í meðfylgjandi frétt segir skotveiðimaður frá reynslu sinni og ekki er það falleg saga.

,,Virkir í athugasemdum" er kannski ekki sá kjósendahópur sem gerir lýðræðið áferðafallegast.


mbl.is „Hraunað yfir mig alveg hægri vinstri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

 Hér áður fyrr þegar dagblöðin og útvarpsþættir voru einu staðirnir fyrir almenning til að opna sig (fyrir utan á torgum úti) var sía á þessu. Þegar einhver segir eitthvað nógu vitlaust á samfélagsmiðlunum taka oft margir undir. Ég held að menningin hafi verið á hærra stigi á Íslandi og víðar fyrir 20 árum og þar á undan. Um leið og kristin trú hefur vikið hefur almenn upplausn - fjölmenningin svonefnda - gert fólk tryllt. Aginn og gott uppeldi, ef það byrjar ekki á heimilunum er hætta á vandamálum.

Nú er það orðin lenzka að fólk styður allskonar vitleysu og múgæsingin verður mikil út af einhverju sem getur verið útúr kortinu.

Hér er góð vísa eftir Káinn, eitt frægasta kímniskáld okkar Íslendinga, sem lýsir þessu:

"Heimskingjar margir hópast saman

hefir þar hver af öðrum gaman,

eftir því sem þeir eru fleiri

eftir því verður heimskan meiri."

Kristján Júlíus Jónsson - Káinn - snillingurinn sem fluttust vestur.

Ingólfur Sigurðsson, 20.7.2021 kl. 12:55

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Áhuginn á beinu lýðræði hefur ekkert dofnað.

Við vorum bara upptekin af öðru síðustu 17 mánuði.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.7.2021 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband