Kauphöllin rauð en þjóðin sæl

Flugfélögin Play og Icelandair féllu um 4,35% og 3,9% í verði eftir að ríkisstjórnin tilkynnti nýjar sóttvarnir á landamærunum. Kauphöllin var nær öll rauð en ferðaþjónustan lækkaði mest.

Leikjaröðin í sóttvörnum er þvinguð. Ef hætta er á að ný afbrigði Kínaveirunnar valdi usla þarf að grípa til aðgerða. Rökrétt er að aðgerðir hefjast við landamærin. Ef þær duga ekki þarf meira til.

Það er mun meira þanþolið hjá almenningi að láta yfir sig ganga takmarkanir yfir sumarið en búa við skólalokanir og stopp á menningu og mannfagnað í haust.


mbl.is Aðgerðir innanlands ekki útilokaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Því meira þvinguð sem kosningar færast nær; "Enginn getur þjónað tveimur herrum"

Helga Kristjánsdóttir, 19.7.2021 kl. 16:11

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Harðar takmarkanir á bólusetta strax.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.7.2021 kl. 17:01

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er það sem koma skal.  Guðmundur hefur alveg rétt fyrir sér...

Jóhann Elíasson, 19.7.2021 kl. 18:43

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Því hættuminni sem pestin verður, því hættulegri eru smitin í augum hinna sálsjúku. Og því mikilvægara að grípa til aðgerða, sem öllu hugsandi fólki er löngu orðið ljóst að hafa engin áhrif.

Ef maður glímir við ímyndað vandamál er rökrétt að leysa það með ímynduðum lausnum. Ekki satt?

Þorsteinn Siglaugsson, 19.7.2021 kl. 21:35

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Guðmundur Ásgeirsson, og Þorsteinn Siglaugsson eru með thetta á hreinu.smile

Sigurður Kristján Hjaltested, 20.7.2021 kl. 05:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband