Írskir knattspyrnuþrælar

Landslið Írlands kraup á kné fyrir knattspyrnuleik í Ungverjalandi í samstöðu með bandarískum stjórnmálasamtökum sem kallast Svört líf skipta máli, BLM. Byrjað var á þessari háttsemi á knattspyrnuleikjum á Bretlandseyjum eftir að bandarískur blökkumaður, George Floyd, lést af völdum lögreglu í Minneapolis þar vestra.

Pólitíska umræðan í framhaldi, knúin áfram af BLM, gekk út á að sem afkomandi þræla var Floyd táknmynd. En, óvart, þá voru Írar teknir til þræla, bæði af víkingum, eins og Íslendingasögur eru heimild um, síðar af Tyrkjum og Englendingum. 

Þegar Írar og aðrir Evrópumenn krjúpa fyrir Floyd og afkomendum bandarískra þræla gefa þeir til kynna að bandarísk samfélagsvandamál séu að einhverju marki á ábyrgð Íra og Evrópumanna. Svo er ekki.

Það vakti nokkra athygli þegar stjórnskipuð nefnd í Bretlandi, með blökkumann sem formann, komst að þeirri niðurstöðu nýverið að kerfislægri kynþáttamismunun væri ekki til að dreifa þar í landi. Bretar taka vara á að flytja inn ameríska pólitík undir yfirskini baráttu gegn kynþáttamismunun.

En írska landsliðið situr við sinn keip og krýpur líkt og það enska. Skotar á hinn bóginn eru hættir að krjúpa fyrir bandarísku stjórnmálasamtökunum BLM.

 


mbl.is Orban segir leikmennina hafa ögrað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Höfundur með afskipti af innanríkismálum frænda vorra Íra ? 

Ætti höfundur ekki að virða sjálfsákvörðunarétt annarra þjóða ? Dælir hann ekki öðru eins úr sér fyrir suma Mörlendinga ? 

Veður höfundur súðir hér gegn betri vitund ?

Sigfús Ómar Höskuldsson, 11.6.2021 kl. 20:40

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

 Hjarðhegðunin lætur ekki að sér hæða og Sigfús Ómar krýpur fyrir öllu útlensku. 

Ragnhildur Kolka, 11.6.2021 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband